Fréttablaðið - 06.12.2007, Qupperneq 80
60 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR
Kvennadeild Iceland Express
Keflavík-Haukar 100-79 (54-38)
Stig Keflavíkur: Kesha Watson 21 (11 stoðs., 7
fráköst, 5 stolnir), Margrét Kara Sturludóttir 20 (9
fráköst, 7 stoðs., 4 stolnir), Rannveig Randvers-
dóttir 17 (hitti úr 8 af 12 skotum á 23 mín.),
Pálína Gunnlaugsdóttir 16 (6 sóknarfráköst),
Marín Rós Karlsdóttir 14 (7 stoðs.), Ingibjörg Elva
Vilbergsdóttir 7, Halldóra Andrésdóttir 5.
Stig Hauka: Kiera Hardy 27, Kristrún Sigur-
jónsdóttir 15 (7 stoðs., 5 frák.), Telma Björk
Fjalarsdóttir 13 (13 frák., hitti úr 6 af 10 skotum),
Unnur Tara Jónsdóttir 12 (9 frák.), Ragna Margrét
Brynjarsdóttir 8 (13 mín.), Guðbjörg Sverrisdóttir
2, Bára Fanney Hálfdanardóttir 2.
Fjölnir-Hamar 51-75
N1 deild Karla í handbolta:
Akureyri-Valur 20-24 (11-10)
Mörk Akureyrar (skot): Einar Logi Friðjónsson 6
(11), Jónatan Magnússon 5/2 (8/3), Andri Snær
Stefánsson 3 (6), Hörður Fannar Sigþórsson 2
(4), Eiríkur Jónasson 1 (1), Rúnar Sigtryggsson 1
(4), Nikolaj Jankovic 1 (5), Magnús Stefánsson 1
(7), Ásbjörn Friðriksson 0 (1), Heiðar Þór Aðal-
steinsson 0 (2), Goran Gusic 0 (3).
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/4 (39/6,
41%)
Hraðaupphlaup: 3 (Einar, Andri, Hörður)
Fiskuð víti: 4 (Hörður 2, Magnús, Andri)
Utan vallar: 10 mínútur
Mörk Vals (skot): Baldvin Þorsteinsson 8/1
(12/3), Arnór Malmquist 4/1 (5/2), Fannar Þór
Friðgeirsson 4 (12), Ernir Hrafn Arnarson 3 (10),
Sigfús Páll Sigfússon 2 (3), Elvar Friðriksson 2
(8/1), Ingvar Árnason 1 (1).
Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (37/2, 46%)
Hraðaupphlaup: 4 (Baldvin 3, Arnar)
Fiskuð víti: 6 (Elvar 2, Sigfús 2 , Arnór, Baldvin)
Utan vallar: 8 mínútur
Evrópukeppni félagsliða:
Everton-Zenit 1-0
1-0 Tim Cahill (85.).
Nurnberg-Az Alkmaar 2-1
0-1 Demy de Zeeuw (29.), 1-1 Marek Mintal (83.)
2-1 Mintal (85.). Grétar Rafn Steinsson var í
byrjunarliði AZ.
FC Kobenhavn-A. Madrid 0-2
0-1 Simao (21.), 0-2 Aguero (62.).
Panathinaikos-Lokomotiv Moskva 2-0
1-0 Dimitrios Salpigidis (70.), 2-0 Salpigidis (74.).
Mlada Boleslav-AEK Aþenu 0-1
0-1 Tam Nsaliwa (46.).
Villarreal-Elfsborg 2-0
1-0 Jon Dahl Tomasson (2.), 2-0 Tomasson (52.).
Basel-Brann 1-0
1-0 Carlitos (40.). Ólafur Örn Bjarnason var í
byrjunarliði Brann og Ármann Smári Björnsson
kom inná sem varamaður á 46. mínútu. Kristján
Örn Sigurðsson gat ekki leikið vegna meiðsla.
Dinamo Zagreb-Hamburg 0-2
0-1 Nigel de Jong (87.),0-2 Trochowski (90.).
Enska úrvalsdeildin:
Newcastle-Arsenal 1-1
0-1 Emmanuel Adebayor (4.), 1-1 S. Taylor (60.).
Ítalska úrvalsdeildin:
Inter-Lazio 3-0
1-0 Ibrahimovic (22.), 2-0 Maicon (33.),
3-0 Suazo (54.).
Roma-Cagliari 2-0
1-0 Taddei (28.), 2-0 Taddei (36.).
Meistaradeildin í Körfubolta
Chorale Roanne-Lottomatica Roma 104-85
ÚRSLITIN Í GÆR
FÓTBOLTI Rick Parry, stjórnarfor-
maður Liverpool, hefur vísað á
bug orðrómi nokkurra dagblaða í
gær sem greindu frá því að
Liverpool væri þegar búið að tala
við Ítalann Fabio Capello um að
taka að sér stöðu knattspyrnu-
stjóra hjá liðinu.
„Við höfum ekkert talað við
herra Capello og hann hefur
ekkert talað við okkur. Þessar
sögusagnir eru uppspuni frá
rótum,“ sagði Parry í viðtali við
Liverpool Echo í gær.
Sögusagnirnar um framtíð Rafa
Benítez, núverandi stjóra
Liverpool, hafa flogið fram og til
baka í fjölmiðlum undanfarið
vegna deilna hans við eigendur
Liverpool, hina bandarísku Tom
Hicks og George Gillet, út af
fyrirhuguðum leikmannakaupum
Liverpool í janúar. - óþ
Enska úrvalsdeildin:
Liverpool ekki
á eftir Capello
ORÐRÓMUR Rick Parry, stjórnarformaður
Liverpool, harðneitaði að liðið vildi ráða
Fabio Capello. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI José Mourinho, fyrrver-
andi knattspyrnustjóri Chelsea,
hefur stöðugt verið orðaður við
þjálfarastöðuna hjá enska
landsliðinu í breskum fjölmiðlum
síðan Steve McClaren var látinn
taka pokann sinn. Spænska
dagblaðið El Mundo Deportivo
vill hins vegar meina að
Mourinho muni afþakka boð
enska knattspyrnusambandsins
til þess að taka við stórliði
Barcelona.
Blaðið greinir frá því að tveir
af aðstoðarmönnum Mourinhos
hjá Chelsea á sínum tíma hafi
verið tíðir gestir á leikjum
Katalóníuliðsins upp á síðkastið
og séu í raun að kanna jarðveginn
áður en Mourinho taki við liðinu.
Blaðið heldur því enn fremur
fram að núverandi stjóri Barce-
lona, Frank Rijkaard, sé nú þegar
á hálum ís og verði látinn víkja ef
liðið endurheimti ekki toppsætið í
spænsku deildinni innan skamms
tíma. Líklegast sé þó í stöðunni að
Mourinho taki við Barcelona eftir
núverandi tímabil. - óþ
Spænska úrvalsdeildin:
Mun Mourinho
taka við Barca?
EFTIRSÓTTUR Ef marka má spænska
dagblaðið El Mundo Deportivo þá
mun José Mourinho líklega taka við
Barcelona, annaðhvort fljótlega eða eftir
tímabilið. NORDICPHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Valsmenn geta prísað
sig sæla yfir því að hafa fengið
bæði stigin eftir viðureign sína
við Akureyri í N1-deildinni í gær-
kvöldi. Fjögurra marka sigur
þeirra var tæpari en tölurnar gefa
til kynna.
Fyrri hálfleikurinn var kafla-
skiptur en í stöðunni 2-2 skildi
leiðir og sóknarleikur Vals hrundi
algjörlega. Akureyringar gengu á
lagið og komust mest í fjögurra
marka forystu þar sem Pálmar
hélt gestunum inni í leiknum með
fínni markvörslu.
Það var ekki fyrr en í stöðunni
8-4 að Valsmenn hristu af sér slen-
ið og fóru loks að spila almenni-
lega sókn. Í bland við lélega sókn-
arnýtingu Akureyringa, þar sem
markstangirnar stýrðu boltanum
oftar út en ekki inn, tókst þeim að
jafna leikinn. Eftir jafnar loka-
mínútur hafði Akureyri 11-10 yfir
í hálfleik í rífandi stemningu í KA-
heimilinu.
Valsmenn voru skrefinu á undan
í síðari hálfleik en komust þó
aldrei langt fram úr heimamönn-
um. Spennustigið á lokamínútun-
um var hátt, Einar Logi fékk sína
þriðju brottvísun þegar 10 mínút-
ur voru eftir og á þeim mínútum
skoraði Akureyri aðeins eitt mark.
Heimamenn gerðu hrapalleg mis-
tök hvað eftir annað, Valsmenn
gengu á lagið og unnu að lokum
fjögurra marka sigur, 24-20.
„Við vorum hreint út sagt ömur-
legir í byrjun. Við flýttum okkur
of mikið en snúum blaðinu við í
seinni hálfleik sem við vinnum
með fimm mörkum og ég er mjög
stoltur af liðinu. Baldvin var í
hörkustandi og hann hlýtur að fá
tækifæri með landsliðinu, hann á
það svo sannarlega skilið,“ sagði
sigurreifur Óskar Bjarni Óskars-
son, þjálfari Vals eftir leikinn en
Baldvin var markahæstur í Vals-
liðinu með átta mörk.
„Þetta var mjög erfiður leikur
og ég er hrifinn af þessu Akureyr-
arliði, ég er viss um að þeir munu
klífa upp töfluna. Þeir eru með
gott lið, vel mannað og vel þjálfað.
Hvað okkur varðar þýðir ekkert
að horfa á töfluna, þetta er bara að
duga eða drepast og við þurfum
bara að vinna alla leikina, það er
bara þannig,“ sagði Óskar sem var
skiljanlega glaðbeittari en norðan-
menn eftir leikinn.
„Loksins þegar ég næ mér á
strik þá er þetta eins og svo oft í
vetur, tveir hlutir eru í lagi en sá
þriðji klikkar. Við áttum að keyra
yfir þá þegar þeir voru á rassgat-
inu í fyrri hálfleik en það er eins
og það hafi vantað einhvern sigur-
vilja í okkur. Þetta skilur á milli
sigurvegara og hinna, sigurvegar-
arnir keyra bara yfir liðið meðan
hinir bíða og tapa svo,“ sagði
Sveinbjörn Pétursson sem varði
vel í marki Akureyrar, þar á meðal
fjögur vítaköst.
„Þetta er virkilega svekkjandi
eftir að við fáum góðan stuðning
hérna en það er þó ekki allt svart,
það eru jákvæðir punktar í þessu
líka. Við þurfum að byggja á því
og taka fjögur stig í leikjunum
tveimur fyrir hléið,“ sagði mark-
maðurinn. - hþh
Akureyringar lágu í valnum
Valsmenn gerðu góða ferð norður á Akureyri og unnu þar baráttuglaða heima-
menn með fjögurra marka mun, 20-24, í hörkuleik í N1 deild karla í gærkvöldi.
BARÁTTA Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Vals, fær hér óblíðar móttökur frá Goran
Gusic, leikmanni Akureyrar, í leik liðanna í gærkvöldi. Fannar átti fínan leik og skoraði
fjögur mörk fyrir Val. MYND/PEDROMYNDIR
FÓTBOLTI Newcastle og Arsenal
skildu jöfn á St. James‘ Park í
gærkvöldi í ensku úrvalsdeildinni
í fremur tilþrifalitlum leik.
Arsenal fékk sannkallaða óska-
byrjun þegar liðið tók forystu
strax á 4. mínútu með marki Emm-
anuel Adebayor. Gilberto Silva
fékk boltann út á hægri kantinum
og átti hnitmiðaða sendingu á Ade-
bayor sem tók boltann á kassann
og afgreiddi hann svo viðstöðu-
laust í þaknetið á glæsilegan hátt.
Þessi byrjun var vissulega ekki
það sem Sam Allardyce, stjóri
Newcastle, þurfti enda mikil
pressa á honum þessa dagana að
fara að ná góðum úrslitum.
Í seinni hálfleik héldu heima-
menn í Newcastle áfram að þjarma
að Arsenal og á 60. mínútu náði
Steven Taylor að jafna leikinn. Í
lokin var farið að draga af leik-
mönnum Newcastle, en þeir náðu
að halda út og jafntefli því niður-
staðan. Arsenal er með jafnteflinu
komið með fjögurra stiga forystu
á toppi deildarinnar. - óþ
Newcastle og Arsenal gerðu jafntefli í gærkvöldi:
Arsenal náði ekki
að sigra Newcastle
JAFNTEFLI Arsenal varð að sætta sig við jafntefli gegn Newcastle á St. James‘ Park í
gærkvöldi. Arsenal er með fjögurra stiga forystu í deildinni. NORDICPHOTOS/GETTY
KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur unnu
Íslandsmeistara Hauka í fjórða
sinn í röð í vetur þegar þær unnu
21 stigs sigur, 100-79, í leik liðanna
í Keflavík í Iceland Express deild
kvenna í gær.
Keflavíkurliðið tók frumkvæðið
strax í byrjun og leiddi leikinn
nánast allan tímann án þess þó að
ná að gera endanlega út um leik-
inn fyrr en í fjórða leikhlutanum.
Keflavíkurliðið var að fá fjórtán
stig eða meira frá fimm leikmönn-
um í leiknum og liðið setti alls
niður 14 þriggja stiga körfur í
leiknum en Haukaliðinu gekk illa
að verjast fjölbreyttum sóknar-
leik Keflvíkinga sem fengu hvað
eftir annað galopin skot.
Keflavík var 25-14 yfir eftir
fyrsta leikhluta og með 16 stiga
forskot í hálfleik, 54-38. Kiera
Hardy skoraði 8 stig á fyrstu einni
og hálfri mínútu seinni hálfleiks
og komu muninum niður í átta
stig, 54-46, en nær komst Hauka-
liðið og Keflavíkurliðið kláraði
leikinn á sannfærandi hátt.
Keflavíkurliðið átti allt annan
og miklu betri leik en þegar liðið
tapaði í Grindavík um helgina og
það voru margir leikmenn liðsins
að leggja grunninn að sigrinum í
gær. Það er mikill fengur fyrir
Keflavíkurliðið að fá Keshu Wat-
son aftur inn og hún stjórnaði leik
liðsins með glæsibrag í gær og var
með 21 stig og 11 stoðsendingar.
Margrét Kara Sturludóttir byrjaði
leikinn af miklum krafti og skor-
aði 6 stig og átti 3 stoðsendingar á
fyrstu sex mínútum leiksins. Hún
endaði leikinn með 20 stig, 9 frá-
köst og 7 stoðsendingar og hefur
vaxið mikið með meiri ábyrgð í
vetur.
Rannveig Randversdóttir var
frábær með 17 stig á þeim 23 mín-
útum sem hún spilaði og þá átti
Marín Rós Karlsdóttir frábæra
innkomu af bekknum, skoraði 14
stig og gaf 7 stoðsendingar en hún
setti meðal annars niður 4 af 6
þriggja stiga skotum sínum. Pál-
ína Gunnlaugsdóttir skoraði 16
stig gegn sínum gömlu félögum
þar af setti hún niður þrjá mikil-
væga þrista frá nánast sama
punktinum í þriðja leikhlutanum.
Telma Björk Fjalarsdóttir var
bestí Haukaliðinu með 13 stig og
13 fráköst, Kiera Hardy skilaði 27
stigum en komst oft lítið áleiðis
gegn Pálínu. Kristrún Sigurjóns-
dóttir var með 15 stig og 7 stoð-
sendingar en hitti illa en aðeins 4
af 17 skotum hennar fóru rétta
leið. Unnur Tara Jónsdóttir átti
einnig góða spretti og endaði með
12 stig og 9 fráköst. - óój
Keflavíkurkonur unnu 21 stigs sigur á Íslandsmeisturum Hauka í Iceland Expressdeild kvenna í gærkvöldi:
Sannfærandi á sigurbraut á nýjan leik
ÖFLUG Margrét Kara Sturludóttir, hjá Keflavík, átti frábæran leik í gærkvöldi og skor-
aði 20 stig. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN