Fréttablaðið - 19.12.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 19.12.2007, Síða 2
2 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR NEYTENDUR Ísland er dýrasta land í heimi til að búa á, samkvæmt nýrri rannsókn Alþjóðabankans. Rannsókn á hagkerfum heimsins, byggð á tölum frá árinu 2005, sýnir að verðlag á Íslandi er rúm- lega áttfalt hærra en í ódýrasta landi heims, Tadsjikistan. Verðlag á Íslandi er 54 prósent- um hærra en í Bandaríkjunum, sem var viðmiðunarlandið í könn- uninni. Á hæla Íslands koma Dan- mörk, Sviss, Noregur og Írland. Japan er dýrasta land heims utan Evrópu, 18 prósentum dýrara en Bandaríkin, en fimmtán Evrópu- ríki voru á listanum yfir tuttugu dýrustu löndin. Ísland mælist jafnframt í þriðja sæti yfir lönd með mesta einka- neyslu, á eftir Lúxemborg og Bandaríkjunum. - sgj LÖGREGLUMÁL „Maður hefur auð- vitað alltaf varann á í útlöndum en það hvarflar ekki að manni að svona gerist á Íslandi,“ segir Ragnheiður Guðjónsdóttir, sem varð á mánudag fyrir barðinu á skipulögðum vasaþjófum að erlendri fyrirmynd. Ragnheiður brá sér inn í Tiger á Laugavegi til að kaupa eitthvað smálegt fyrir dóttur sína. Að hennar sögn stóðu þrír búð- argestir, tvær konur og einn karl sem töluðu saman erlent tungumál, óvenjulega þétt upp við hana á meðan hún skoðaði vörur í búðinni. „Það var nóg pláss í búðinni,“ segir hún. „Ég skildi ekki hvað var að þessu fólki.“ Það var svo ekki fyrr en hún kom að afgreiðsluborð- inu að hún upp- götvaði að ekk- ert peningaveski var lengur í hliðartösku hennar. „Ég áttaði mig náttúrulega strax á því hvað hafði skeð og af hverju fólkið hafði króað mig svona af,“ segir Ragn- heiður. Í veskinu voru um þrjátíu þúsund krónur, bankabækur, skil- ríki og fleiri mikilvæg gögn. Allslaus þurfti Ragnheiður svo að ganga heim í slagviðri og eyddi deginum í gær í að verða sér úti um nauðsynleg skjöl og gögn. Fréttir af skipulögðum vasa- þjófnaði af þessu tagi koma flatt upp á lögreglu. Geir Jón Þórisson lögregluvarðstjóri segist sárasjaldan hafa heyrt af hnupli sem þessu hérlendis. „Það er ekk- ert nýtt að veski séu hrifsuð af fólki með bægslagangi en ég hef ekki heyrt oft af svona, að menn læðist í vasa eins og tíðkast víða erlendis.“ Geir Jón segir ástæðu til biðja fólk að hafa varann á í jólainn- kaupunum. „Þegar fólk er í mann- hafi eða fjölda og það þrengir að þá er hættan greinilega sú að það verði stolið af því. Það er alveg ljóst að það er fagfólk á ferð sem ætlar sér að stela og gerir það vel, þannig að fólk ætti að gæta að sér.“ stigur@frettabladid.is Vasaþjófar að erlendri fyrirmynd í Reykjavík Kona varð fyrir barðinu á skipulögðum vasaþjófum í miðbæ Reykjavíkur. Þeir króuðu hana af í verslun og hnupluðu peningaveski úr tösku hennar. Fréttir af slíkum vasaþjófnaði koma flatt upp á lögreglu, sem biður fólk að hafa varann á. VIÐ TIGER Lögregla hefur ekki orðið vör við aukningu í vasaþjófnaði. Geir Jón Þóris- son yfirlögregluþjónn telur samt ástæðu til að biðja fólk að gæta að sér í jólaösinni. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA RAGNHEIÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR GEIR JÓN ÞÓRISSON Calia Italia Premium hvíldarsófi (Stærð: 222 sm) Öll sætin eru með skemli. Fæst með ljósu, dökkbrúnu eða svörtu leðri Fæst einnig sem 2ja sæta og 4ja sæta. Verð kr. 179.900,- SETT EHF • ASKALIND 2A • 201 KÓPAVOGUR • SÍMI: 534 1400 • WWW.SETT.IS OPNUNARTÍMI: MÁN. - FÖS 11:00 - 18:00 LAUGARDAGA 11:00 -16:00 SUNNUDAGA 13:00 - 16:00 BJÓÐUM MIKIÐ ÚRVAL AF HÚSGÖGNUM Á HAGSTÆÐU VERÐI VÖNDUÐ HÚSGÖGN SÓFASETT, HVÍLDARSÓFAR, BORÐSTOFUHÚSGÖGN, RÚM OG MARGT FLEIRA HEILBRIGÐISMÁL „Hættan er raunveruleg,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir um hættu á spítalasýkingum vegna þrengsla á sjúkrahúsum. Fréttablaðið greindi frá málinu í gær og hafði Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra samdægurs samband við landlækni vegna málsins. Gunnar Skúli Ármannsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir segir fjölda Íslendinga deyja á hverju ári vegna sýkinga sem þeir fá á sjúkrastofnunum. Þrengsli eru einn helsti áhættuþáttur spítala- sýkinga. Hann bendir þó jafnframt á að þeir sem deyi vegna sýking- anna séu að jafnaði veikustu sjúklingar spítalans. Sigurður segir að í teikningum að nýrri spítalabyggingu verði tekið tillit til þessara mála og þess gætt að jafnmikil þrengsli og nú eru á spítölum myndist ekki. Þá sé í undirbúningi úttekt á stöðunni hér á landi en hingað til hafi verið stuðst við tölur frá löndum sem Íslendingar bera sig saman við. „Fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið í heiminum að undanförnu og snúa að öryggi sjúklinga á spítölum og möguleikum á að eitthvað geti farið úrskeiðis sýna að einn af hverjum tíu sjúklingum sem leggjast inn á spítala getur orðið fyrir skaða vegna meðferðarinnar beint,“ segir Sigurður. Í stórum hluta þeirra tilfella er það spítalasýking sem veldur skaðanum. - kdk Heilbrigðisráðherra ræddi við landlækni vegna frétta af spítalasýkingum: Landlæknir vill láta kanna aðstæður SIGURÐUR GUÐMUNDSSON LANDLÆKNIR ÞRENGSLI Erlendar rannsóknir sýna að einn af hverjum tíu sjúklingum verður fyrir skaða vegna meðferðar á spítala. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA BELGÍA, AP Guy Verhofstadt var í gær í þann mund að mynda bráðabirgðastjórn í Belgíu til að takast á við aðkallandi efnahags- mál. Hún mun að óbreyttu sitja fram í lok marz og hafa meiri völd en sú óformlega bráðabirgðastjórn sem setið hefur í hálft ár. Verhofstadt, sem hefur verið forsætisráðherra frá árinu 1999, hefur í reynd gegnt embættinu áfram frá þingkosningum í júní á meðan reynt hefur verið að mynda meirihlutastjórn borgaralegu flokkanna, flæmsku og vallónsku, sem unnu kosningarnar. Þeir hafa nú þriggja mánaða frest til að útkljá ágreining sinn. - gb/aa Stjórnarkreppan í Belgíu: Bráðabirgða- stjórn mynduð DÝRUSTU LÖND Í HEIMI Bandaríkin notuð til viðmiðunar 1. Ísland - 154 2. Danmörk - 142 3. Sviss - 140 4. Noregur - 137 5. Írland - 127 20. Bandaríkin - 100 ÓDÝRUSTU LÖND Í HEIMI 6. Egyptaland - 28 5. Kirgisistan - 28 4. Laos - 28 3. Eþíópía - 26 2. Gambía - 26 1. Tadsjikistan - 24 ÞJÓFNAÐUR „Ég vil bara að fólk viti af því að svona gerist,“ segir Guðbjörg Jónsdóttir. Hún var ásamt vinkonum sínum í röð á skemmtistað um helgina. Þegar vinkona hennar ætlaði að sækja sér tyggjó í töskuna sína komst hún að því að rist hafði verið gat á hana. Svo heppilega vildi til að hún geymdi peninga sína ekki í stærsta hólfinu sem skorið var á heldur í renndu hliðarhólfi. Guðbjörg furðar sig á því hve vel útbúnir þjófarnir hafa verið því það þarf virkilega beitt verkfæri til að rista gat á jafnþykka leðurtösku og vinkonan var með. „Þetta er óhugnanlegt og rétt að láta vita af þessu svo fólk geti verið viðbúið svona löguðu,“ segir hún. - kdk Þjófar í miðbænum: Skorið á leður- tösku í biðröð RIST MEÐ HNÍF Í GEGNUM LEÐUR Það er greinilegt að virkilega beitt verk- færi hefur þurft til að skera í gegnum töskuna svo lítið bæri á. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rannsókn Alþjóðabankans sýnir að verðlag á Íslandi er það hæsta í heiminum: Ísland er dýrasta land í heimi MATVÆLI Dýrast er að búa á Ísland af öllum löndum heims, samkvæmt Alþjóðabankanum. Kona káfaði á jólasveini Kona kann að sæta ákæru fyrir kyn- ferðislega áreitni eftir að jólasveinn í verslanamiðstöð í Kentucky í Banda- ríkjunum sagði hana hafa káfað á sér þegar hún settist í kjöltu hans. Konunni var sleppt úr haldi lögreglu og skal mæta fyrir rétt 3. janúar. BANDARÍKIN ORKUIÐNAÐUR Ríkisstjórnin samþykkti í gær að hægt verði að bjóða út sérleyfi til leitar, rann- sókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu norðaustur af Íslandi um miðjan janúar 2009. „Niðurstöður jarðeðlisfræði- legra mælinga á svæðinu þykja gefa vísbendingar um að þar geti verið að finna bæði olíu og gas í vinnanlegu magni,“ segir í frétt frá iðnaðarráðuneytinu. Þar segir að mikil þróun hafi orðið í bor- og vinnslutækni og reynsla fengist af olíu- og gasvinnslu á miklu hafdýpi á norðlægum slóðum. „Frekari rannsóknir, þar á meðal rannsókn- arboranir, þarf hins vegar til að sannreyna hvort olíu og gas sé í reynd að finna á Drekasvæðinu.“ - gar Olíuleit Íslendinga: Útboð olíuleyfa eftir rúmt ár STJÓRNMÁL „Ég lít á þetta sem vinarbragð frá Össuri,“ segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, aðspurður um nafngiftina BíBí frændi sem Össur Skarphéð- insson iðnaðar- ráðherra velur Birni á bloggi sínu. Össur fjallar um útrásarverk- efni Orkuveitu Reykjavíkur annars vegar og Landsvirkjunar hins vegar á bloggi sínu í fyrrinótt. Segir Össur ósamræmi í viðhorfi sjálfstæðismanna til þessara tveggja verkefna eftir því hvort þeir séu í borgarstjórn eða í landstjórninni. „BíBí frændi segir á heimasíðu sinni að þar sé allt í stakasta lagi og allir séu vinir í þeim skógi,“ skrifar Össur. - gar Nefndur BíBí frændi af Össuri Ég lít á þetta sem vinarbragð BJÖRN BJARNASON Ágúst, fáið þið bara jarðepli í skóinn? Forsvarsmenn Jarðvéla fá að minnsta kosti jarðepli í skóinn. Fær maður það ekki alltaf þegar maður er óþekkur? Líkur eru á að starfsmenn Jarðvéla fái ekki launin sín fyrir jól. Ágúst Þorláksson er þjónustufulltrúi hjá Eflingu sem er stéttarfélag verkamanna hjá Jarðvélum. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.