Fréttablaðið - 19.12.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 19.12.2007, Qupperneq 2
2 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR NEYTENDUR Ísland er dýrasta land í heimi til að búa á, samkvæmt nýrri rannsókn Alþjóðabankans. Rannsókn á hagkerfum heimsins, byggð á tölum frá árinu 2005, sýnir að verðlag á Íslandi er rúm- lega áttfalt hærra en í ódýrasta landi heims, Tadsjikistan. Verðlag á Íslandi er 54 prósent- um hærra en í Bandaríkjunum, sem var viðmiðunarlandið í könn- uninni. Á hæla Íslands koma Dan- mörk, Sviss, Noregur og Írland. Japan er dýrasta land heims utan Evrópu, 18 prósentum dýrara en Bandaríkin, en fimmtán Evrópu- ríki voru á listanum yfir tuttugu dýrustu löndin. Ísland mælist jafnframt í þriðja sæti yfir lönd með mesta einka- neyslu, á eftir Lúxemborg og Bandaríkjunum. - sgj LÖGREGLUMÁL „Maður hefur auð- vitað alltaf varann á í útlöndum en það hvarflar ekki að manni að svona gerist á Íslandi,“ segir Ragnheiður Guðjónsdóttir, sem varð á mánudag fyrir barðinu á skipulögðum vasaþjófum að erlendri fyrirmynd. Ragnheiður brá sér inn í Tiger á Laugavegi til að kaupa eitthvað smálegt fyrir dóttur sína. Að hennar sögn stóðu þrír búð- argestir, tvær konur og einn karl sem töluðu saman erlent tungumál, óvenjulega þétt upp við hana á meðan hún skoðaði vörur í búðinni. „Það var nóg pláss í búðinni,“ segir hún. „Ég skildi ekki hvað var að þessu fólki.“ Það var svo ekki fyrr en hún kom að afgreiðsluborð- inu að hún upp- götvaði að ekk- ert peningaveski var lengur í hliðartösku hennar. „Ég áttaði mig náttúrulega strax á því hvað hafði skeð og af hverju fólkið hafði króað mig svona af,“ segir Ragn- heiður. Í veskinu voru um þrjátíu þúsund krónur, bankabækur, skil- ríki og fleiri mikilvæg gögn. Allslaus þurfti Ragnheiður svo að ganga heim í slagviðri og eyddi deginum í gær í að verða sér úti um nauðsynleg skjöl og gögn. Fréttir af skipulögðum vasa- þjófnaði af þessu tagi koma flatt upp á lögreglu. Geir Jón Þórisson lögregluvarðstjóri segist sárasjaldan hafa heyrt af hnupli sem þessu hérlendis. „Það er ekk- ert nýtt að veski séu hrifsuð af fólki með bægslagangi en ég hef ekki heyrt oft af svona, að menn læðist í vasa eins og tíðkast víða erlendis.“ Geir Jón segir ástæðu til biðja fólk að hafa varann á í jólainn- kaupunum. „Þegar fólk er í mann- hafi eða fjölda og það þrengir að þá er hættan greinilega sú að það verði stolið af því. Það er alveg ljóst að það er fagfólk á ferð sem ætlar sér að stela og gerir það vel, þannig að fólk ætti að gæta að sér.“ stigur@frettabladid.is Vasaþjófar að erlendri fyrirmynd í Reykjavík Kona varð fyrir barðinu á skipulögðum vasaþjófum í miðbæ Reykjavíkur. Þeir króuðu hana af í verslun og hnupluðu peningaveski úr tösku hennar. Fréttir af slíkum vasaþjófnaði koma flatt upp á lögreglu, sem biður fólk að hafa varann á. VIÐ TIGER Lögregla hefur ekki orðið vör við aukningu í vasaþjófnaði. Geir Jón Þóris- son yfirlögregluþjónn telur samt ástæðu til að biðja fólk að gæta að sér í jólaösinni. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA RAGNHEIÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR GEIR JÓN ÞÓRISSON Calia Italia Premium hvíldarsófi (Stærð: 222 sm) Öll sætin eru með skemli. Fæst með ljósu, dökkbrúnu eða svörtu leðri Fæst einnig sem 2ja sæta og 4ja sæta. Verð kr. 179.900,- SETT EHF • ASKALIND 2A • 201 KÓPAVOGUR • SÍMI: 534 1400 • WWW.SETT.IS OPNUNARTÍMI: MÁN. - FÖS 11:00 - 18:00 LAUGARDAGA 11:00 -16:00 SUNNUDAGA 13:00 - 16:00 BJÓÐUM MIKIÐ ÚRVAL AF HÚSGÖGNUM Á HAGSTÆÐU VERÐI VÖNDUÐ HÚSGÖGN SÓFASETT, HVÍLDARSÓFAR, BORÐSTOFUHÚSGÖGN, RÚM OG MARGT FLEIRA HEILBRIGÐISMÁL „Hættan er raunveruleg,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir um hættu á spítalasýkingum vegna þrengsla á sjúkrahúsum. Fréttablaðið greindi frá málinu í gær og hafði Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra samdægurs samband við landlækni vegna málsins. Gunnar Skúli Ármannsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir segir fjölda Íslendinga deyja á hverju ári vegna sýkinga sem þeir fá á sjúkrastofnunum. Þrengsli eru einn helsti áhættuþáttur spítala- sýkinga. Hann bendir þó jafnframt á að þeir sem deyi vegna sýking- anna séu að jafnaði veikustu sjúklingar spítalans. Sigurður segir að í teikningum að nýrri spítalabyggingu verði tekið tillit til þessara mála og þess gætt að jafnmikil þrengsli og nú eru á spítölum myndist ekki. Þá sé í undirbúningi úttekt á stöðunni hér á landi en hingað til hafi verið stuðst við tölur frá löndum sem Íslendingar bera sig saman við. „Fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið í heiminum að undanförnu og snúa að öryggi sjúklinga á spítölum og möguleikum á að eitthvað geti farið úrskeiðis sýna að einn af hverjum tíu sjúklingum sem leggjast inn á spítala getur orðið fyrir skaða vegna meðferðarinnar beint,“ segir Sigurður. Í stórum hluta þeirra tilfella er það spítalasýking sem veldur skaðanum. - kdk Heilbrigðisráðherra ræddi við landlækni vegna frétta af spítalasýkingum: Landlæknir vill láta kanna aðstæður SIGURÐUR GUÐMUNDSSON LANDLÆKNIR ÞRENGSLI Erlendar rannsóknir sýna að einn af hverjum tíu sjúklingum verður fyrir skaða vegna meðferðar á spítala. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA BELGÍA, AP Guy Verhofstadt var í gær í þann mund að mynda bráðabirgðastjórn í Belgíu til að takast á við aðkallandi efnahags- mál. Hún mun að óbreyttu sitja fram í lok marz og hafa meiri völd en sú óformlega bráðabirgðastjórn sem setið hefur í hálft ár. Verhofstadt, sem hefur verið forsætisráðherra frá árinu 1999, hefur í reynd gegnt embættinu áfram frá þingkosningum í júní á meðan reynt hefur verið að mynda meirihlutastjórn borgaralegu flokkanna, flæmsku og vallónsku, sem unnu kosningarnar. Þeir hafa nú þriggja mánaða frest til að útkljá ágreining sinn. - gb/aa Stjórnarkreppan í Belgíu: Bráðabirgða- stjórn mynduð DÝRUSTU LÖND Í HEIMI Bandaríkin notuð til viðmiðunar 1. Ísland - 154 2. Danmörk - 142 3. Sviss - 140 4. Noregur - 137 5. Írland - 127 20. Bandaríkin - 100 ÓDÝRUSTU LÖND Í HEIMI 6. Egyptaland - 28 5. Kirgisistan - 28 4. Laos - 28 3. Eþíópía - 26 2. Gambía - 26 1. Tadsjikistan - 24 ÞJÓFNAÐUR „Ég vil bara að fólk viti af því að svona gerist,“ segir Guðbjörg Jónsdóttir. Hún var ásamt vinkonum sínum í röð á skemmtistað um helgina. Þegar vinkona hennar ætlaði að sækja sér tyggjó í töskuna sína komst hún að því að rist hafði verið gat á hana. Svo heppilega vildi til að hún geymdi peninga sína ekki í stærsta hólfinu sem skorið var á heldur í renndu hliðarhólfi. Guðbjörg furðar sig á því hve vel útbúnir þjófarnir hafa verið því það þarf virkilega beitt verkfæri til að rista gat á jafnþykka leðurtösku og vinkonan var með. „Þetta er óhugnanlegt og rétt að láta vita af þessu svo fólk geti verið viðbúið svona löguðu,“ segir hún. - kdk Þjófar í miðbænum: Skorið á leður- tösku í biðröð RIST MEÐ HNÍF Í GEGNUM LEÐUR Það er greinilegt að virkilega beitt verk- færi hefur þurft til að skera í gegnum töskuna svo lítið bæri á. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rannsókn Alþjóðabankans sýnir að verðlag á Íslandi er það hæsta í heiminum: Ísland er dýrasta land í heimi MATVÆLI Dýrast er að búa á Ísland af öllum löndum heims, samkvæmt Alþjóðabankanum. Kona káfaði á jólasveini Kona kann að sæta ákæru fyrir kyn- ferðislega áreitni eftir að jólasveinn í verslanamiðstöð í Kentucky í Banda- ríkjunum sagði hana hafa káfað á sér þegar hún settist í kjöltu hans. Konunni var sleppt úr haldi lögreglu og skal mæta fyrir rétt 3. janúar. BANDARÍKIN ORKUIÐNAÐUR Ríkisstjórnin samþykkti í gær að hægt verði að bjóða út sérleyfi til leitar, rann- sókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu norðaustur af Íslandi um miðjan janúar 2009. „Niðurstöður jarðeðlisfræði- legra mælinga á svæðinu þykja gefa vísbendingar um að þar geti verið að finna bæði olíu og gas í vinnanlegu magni,“ segir í frétt frá iðnaðarráðuneytinu. Þar segir að mikil þróun hafi orðið í bor- og vinnslutækni og reynsla fengist af olíu- og gasvinnslu á miklu hafdýpi á norðlægum slóðum. „Frekari rannsóknir, þar á meðal rannsókn- arboranir, þarf hins vegar til að sannreyna hvort olíu og gas sé í reynd að finna á Drekasvæðinu.“ - gar Olíuleit Íslendinga: Útboð olíuleyfa eftir rúmt ár STJÓRNMÁL „Ég lít á þetta sem vinarbragð frá Össuri,“ segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, aðspurður um nafngiftina BíBí frændi sem Össur Skarphéð- insson iðnaðar- ráðherra velur Birni á bloggi sínu. Össur fjallar um útrásarverk- efni Orkuveitu Reykjavíkur annars vegar og Landsvirkjunar hins vegar á bloggi sínu í fyrrinótt. Segir Össur ósamræmi í viðhorfi sjálfstæðismanna til þessara tveggja verkefna eftir því hvort þeir séu í borgarstjórn eða í landstjórninni. „BíBí frændi segir á heimasíðu sinni að þar sé allt í stakasta lagi og allir séu vinir í þeim skógi,“ skrifar Össur. - gar Nefndur BíBí frændi af Össuri Ég lít á þetta sem vinarbragð BJÖRN BJARNASON Ágúst, fáið þið bara jarðepli í skóinn? Forsvarsmenn Jarðvéla fá að minnsta kosti jarðepli í skóinn. Fær maður það ekki alltaf þegar maður er óþekkur? Líkur eru á að starfsmenn Jarðvéla fái ekki launin sín fyrir jól. Ágúst Þorláksson er þjónustufulltrúi hjá Eflingu sem er stéttarfélag verkamanna hjá Jarðvélum. SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.