Fréttablaðið - 19.12.2007, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 19.12.2007, Qupperneq 27
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ JÓLIN KOMA O.FL. HEIL HEIM Þeir sem þurfa að ferðast landshorna á milli til þess að komast heim til sín um jólin en eiga ekki góðan bíl geta kynnt sér möguleikann á því að taka bílaleigubíl á einum stað og skila honum á öðrum. BÍLAR 4 KVEIKT Á ÖLLU Nýtt met í raforkunotkun var sett á höfuðborgarsvæðinu 10. desember síðastliðinn en ástæðan er umfangs- mikil jólalýsing ásamt hefðbundinni notkun í atvinnulífinu. JÓL 2 Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugar- nesskóla á jólaminningar úr æsku sem gæddar eru fögnuði og spennu. En fyrst er hún innt eftir upprunanum að íslenskum sveitasið. „Ég er svolítil flökkukind. Átti heima í Ólafsvík þar til ég var sjö ára, þá flutti ég vestur í Dali, síðan á Akranes og svo til Reykjavíkur. Ég held að eftir- minnilegustu jólin séu úr Ólafsvíkinni,“ segir Sigríð- ur brosandi og útskýrir það nánar. „Þá var venjan sú að börnin sæju ekki jólatréð og pakkana fyrr en á aðfangadagskvöld. Stofan var heilagt svæði. Mamma skreytti tréð og lagði á borð þegar við systur vorum sofnaðar. Svo var stofunni lokað en ég man eftir mér kíkjandi gegnum skráargatið að gá hvort ég sæi tréð. Það var mikill spenningur.“ Jólin voru fjölskylduhátíð þá eins og nú. „Það var venja að frændur og frænkur og önnur skyldmenni kæmu í heimsókn þannig að ég á fallega mynd í huga mér af okkur frændsystkinum prúðbúnum og drekk- andi appelsín. Svo kom alltaf jólasveinn og ég man hvað ég var hrædd við hann. Mér stóð líka ógn af jólakettinum sem ég las um í bók og skoðaði myndir af. Mér fannst Grýla ljót en ég var hræddari við jóla- köttinn. Það var þó alveg passað upp á að ég fengi ný föt svo ég hafði ekkert að óttast.“ Þegar Sigríður er á leið í myndatöku fyrir utan Laugarnesskólann bendir hún á fallegt furutré í mat- sal skólans og rekur uppruna þess. „Kennarafélag skólans á land uppi í Mosfellsdal sem heitir Katlagil. Þangað fara nemendur í vinnu vor og haust, gróður- setja, grisja, byggja brýr og búa til stíga. Nú erum við með tvö jólatré úr Katlagili og þetta er annað þeirra. Ég fór á laugardaginn með fjölskyldunni og valdi það sjálf. Það er dálítið sérstakt að vera þátttak- andi í öllu þessu ferli.“ gun@frettabladid.is Stofan heilagt svæði Sigríður utan við fagurlega skreyttan glugga Laugarnesskólans. FRÉTTABLAIÐ/VÖLUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.