Fréttablaðið - 19.12.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 19.12.2007, Síða 28
[ ] Orkunotkun á höfuðborgar- svæðinu fór í fyrsta skipti yfir 200 megavött nú í desember. Helgi Pétursson hjá OR segir umfangsmikla jólalýsingu ásamt hefðbundinni notkun í atvinnulífinu vera ástæður þessarar miklu notkunar. „Öfugt við það sem fólk kannski heldur, þá er ekki mest raforku- notkun á aðfangadag eins og oft var fyrr á árum. Orkunotkunin nær hámarki snemma í desember þegar allar skreytingar eru komn- ar upp en skólar, stofnanir og fyr- irtæki eru enn í gangi,“ segir Helgi Pétursson hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Raforkunotkun náði nýju meti 10. desember þegar hún fór í fyrsta skipti yfir 200 megavött. Helgi segir Orkuveituna vel í stakk búna til að anna þessu álagi. Fyrir nokkrum vikum hóf fyrir- tækið rafmagnsframleiðslu í nýrri vél í Hellisheiðarvirkjun og fer orkan frá henni alfarið á almennan markað. „Kerfið er hannað til að bera mikið álag og því verða engin vandræði af þessu. Við verðum með vakt yfir hátíðirnar ef eitt- hvað bilar en kerfið er mjög öflugt og við fljót að bregðast við ef eitt- hvað kemur upp á.“ Þeir sem hafa áhuga á að spara orku geta nýtt sér vefsíðu Orku- veitunnar, www.or.is, en þar er að finna orkureiknivél sem kemur að góðum notum við að skipuleggja orkunotkun heimilisins. hnefill@frettabladid.is Orkunotkun aldrei meiri Helgi Pétursson segir kerfið vel anna aukinni notkun. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Epli eru afskaplega jólaleg, Ilmurinn og bragðið minna á hátíðina góðu og auk þess eru fagurrauð epli hin fínasta jólaskreyting. Það má til dæmis skera í þau og setja sprittkerti í miðjuna. Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeista ra GOLF ENN BETRANBETRA G O LF Arnar M ár Ó lafsson og Úlfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Fæst í helstu bókabúðum og víðar! Verð kr. 3.490,- m/vsk Mörkinni 6, Símí 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.