Fréttablaðið - 19.12.2007, Síða 47

Fréttablaðið - 19.12.2007, Síða 47
MIÐVIKUDAGUR 19. desember 2007 27 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 550 6.306 -0,16% Velta: 5.852 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 9,95 +0,10% ... Bakkavör 56,90 -0,18% ... Eimskipafélagið 35,75 -1,38% ... Exista 20,50 -3,76% ... FL Group 14,80 +0,7% ... Glitnir 21,60 -0,46% ... Icelandair 25,70 +0,00% ... Kaupþing 870,00 +0,35% ... Landsbankinn 36,25 +0,14% ... Straumur-Burðarás 15,05 +0,33% ... Össur 98,10 +0,41% ... Teymi 5,75 -2,04% MESTA HÆKKUN ATLANTIC PETROL. 1,64% FÖROYA BANKI 1,11% ÖSSUS 0,41% MESTA LÆKKUN EIK BANKI 4,36% SPRON 4,01% EXISTA 3,76% Umsjón: nánar á visir.is Samgönguráðuneytið hefur samið við Vodafone vegna síðari áfanga á upp- byggingu GSM-þjónustu á Íslandi. Snýst það um uppbyggingu á þjónustu á völd- um svæðum þar sem markaðslegar for- sendur standa ekki undir rekstri slíks kerfis. Stefnt er að því að ljúka verkinu á tólf mánuðum að því er fram kemur í til- kynningu. Samningsupphæðin er fjög- ur hundruð milljónir króna. Þrjú tilboð bárust, frá Símanum, Vodafone og sviss- neska fjarskiptafyrirtækinu Amitelo. Öll voru tilboðin undir kostnaðaráætl- un en Amitelo bauð lægst. Fyrirtækið mun hins vegar ekki hafa fullnægt kröf- um sem gerðar voru vegna verkefnis- ins eftir því sem fram kemur í tilkynn- ingunni. Því var gengið til samninga við Vodafone sem átti næstlægsta tilboðið. Síðari áfangi farsímaverkefnisins varðar styrkingu GSM-farsímaþjón- ustu á stofnvegum og ferðamanna- svæðum þar sem GSM-þjónusta er takmörkuð í dag. Alls eru þjónustu- svæðin í þessum áfanga 32. GSM-þjón- ustan verður bætt á vegum á Vestfjörð- um, Norðausturlandi, í Fljótum, víða á Snæfellsnesi, á Bröttubrekku, Dölun- um og Suðurstrandarvegi svo dæmi séu tekin. Ferðamannasvæðin eru til dæmis þjóðgarðarnir við Snæfellsjökul og í Jökulsárgljúfrum. Síminn átti lægsta tilboð í fyrri áfanga GSM verkefnisins og er það nú langt komið. Í þeim áfanga var komið á GSM-þjónustu á öllum hringveginum, fimm fjallvegum og nokkrum ferða- mannasvæðum. - hhs ÍSLAND VEL TENGT Samgönguráðuneytið hefur samið við Vodafone um síðari áfanga á uppbygg- ingu GSM-þjónustu á Íslandi. Vodafone sér um uppbyggingu Bandaríski bankinn Goldman Sachs hagnaðist um 10,74 millj- arða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 677 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi sem lauk í enda nóvember. Til saman- burðar nam hagnaðurinn á sama tíma í fyrra 9,41 milljarði dala. Þetta var metár í sögu bankans og talsvert yfir væntingum mark- aðsaðila. Þetta er sömuleiðis þvert á þróunina hjá öðrum risabönkum í Vesturheimi sem hafa komið illa út úr lausafjárþurrðinni. David Viniar, fjármálastjóri bankans, segir í samtali við fréttastofu Ass- ociated Press að horfurnar séu ekki jafn hagstæðar á næsta ári og á síðasta ársfjórðungi. - jab Goldman Sachs yfir væntingum FARSÆLL FORSTJÓRI Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, þykir hafa stýrt skútu sinni afar vel í gegnum ólgusjó lausafjárkrísunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Evrópski seðlabankinn hefur ákveðið að úthluta bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæð- inu 348,7 milljörðum evra, jafn- virði rúmra 31.700 milljarða íslenskra króna, á afar lágum vöxtum í því skyni að mýkja áhrif lausafjárkrísunnar yfir jólin. Þá er horft til þess að lánveitingarnar skili sér í lægri vöxtum til við- skiptavina yfir hátíðarnar. Þetta er í samræmi við samstillt átak fimm seðlabanka í Banda- ríkjunum, á evrusvæðinu, í Bret- landi, Sviss og Kanada gegn lausa- fjárþurrðinni, sem kynnt var í síðustu viku. Seðlabanki Banda- ríkjanna greip til sömu ráða í viku- byrjun en þá stóð bönkum til boða að fá jafnvirði 1.261 milljarða íslenskra króna lán að undan- gengnu sérstöku uppboði. - jab Evrópubankinn opnar punginn SEÐLABANKASTJÓRI EVRÓPUBANKANS Seðlabankar í Evrópu og Bandaríkjunum ætla að bæta úr lausafjárþurrð banka með innspýtingu fjármagns. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.