Fréttablaðið - 19.12.2007, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 19.12.2007, Qupperneq 47
MIÐVIKUDAGUR 19. desember 2007 27 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 550 6.306 -0,16% Velta: 5.852 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 9,95 +0,10% ... Bakkavör 56,90 -0,18% ... Eimskipafélagið 35,75 -1,38% ... Exista 20,50 -3,76% ... FL Group 14,80 +0,7% ... Glitnir 21,60 -0,46% ... Icelandair 25,70 +0,00% ... Kaupþing 870,00 +0,35% ... Landsbankinn 36,25 +0,14% ... Straumur-Burðarás 15,05 +0,33% ... Össur 98,10 +0,41% ... Teymi 5,75 -2,04% MESTA HÆKKUN ATLANTIC PETROL. 1,64% FÖROYA BANKI 1,11% ÖSSUS 0,41% MESTA LÆKKUN EIK BANKI 4,36% SPRON 4,01% EXISTA 3,76% Umsjón: nánar á visir.is Samgönguráðuneytið hefur samið við Vodafone vegna síðari áfanga á upp- byggingu GSM-þjónustu á Íslandi. Snýst það um uppbyggingu á þjónustu á völd- um svæðum þar sem markaðslegar for- sendur standa ekki undir rekstri slíks kerfis. Stefnt er að því að ljúka verkinu á tólf mánuðum að því er fram kemur í til- kynningu. Samningsupphæðin er fjög- ur hundruð milljónir króna. Þrjú tilboð bárust, frá Símanum, Vodafone og sviss- neska fjarskiptafyrirtækinu Amitelo. Öll voru tilboðin undir kostnaðaráætl- un en Amitelo bauð lægst. Fyrirtækið mun hins vegar ekki hafa fullnægt kröf- um sem gerðar voru vegna verkefnis- ins eftir því sem fram kemur í tilkynn- ingunni. Því var gengið til samninga við Vodafone sem átti næstlægsta tilboðið. Síðari áfangi farsímaverkefnisins varðar styrkingu GSM-farsímaþjón- ustu á stofnvegum og ferðamanna- svæðum þar sem GSM-þjónusta er takmörkuð í dag. Alls eru þjónustu- svæðin í þessum áfanga 32. GSM-þjón- ustan verður bætt á vegum á Vestfjörð- um, Norðausturlandi, í Fljótum, víða á Snæfellsnesi, á Bröttubrekku, Dölun- um og Suðurstrandarvegi svo dæmi séu tekin. Ferðamannasvæðin eru til dæmis þjóðgarðarnir við Snæfellsjökul og í Jökulsárgljúfrum. Síminn átti lægsta tilboð í fyrri áfanga GSM verkefnisins og er það nú langt komið. Í þeim áfanga var komið á GSM-þjónustu á öllum hringveginum, fimm fjallvegum og nokkrum ferða- mannasvæðum. - hhs ÍSLAND VEL TENGT Samgönguráðuneytið hefur samið við Vodafone um síðari áfanga á uppbygg- ingu GSM-þjónustu á Íslandi. Vodafone sér um uppbyggingu Bandaríski bankinn Goldman Sachs hagnaðist um 10,74 millj- arða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 677 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi sem lauk í enda nóvember. Til saman- burðar nam hagnaðurinn á sama tíma í fyrra 9,41 milljarði dala. Þetta var metár í sögu bankans og talsvert yfir væntingum mark- aðsaðila. Þetta er sömuleiðis þvert á þróunina hjá öðrum risabönkum í Vesturheimi sem hafa komið illa út úr lausafjárþurrðinni. David Viniar, fjármálastjóri bankans, segir í samtali við fréttastofu Ass- ociated Press að horfurnar séu ekki jafn hagstæðar á næsta ári og á síðasta ársfjórðungi. - jab Goldman Sachs yfir væntingum FARSÆLL FORSTJÓRI Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, þykir hafa stýrt skútu sinni afar vel í gegnum ólgusjó lausafjárkrísunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Evrópski seðlabankinn hefur ákveðið að úthluta bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæð- inu 348,7 milljörðum evra, jafn- virði rúmra 31.700 milljarða íslenskra króna, á afar lágum vöxtum í því skyni að mýkja áhrif lausafjárkrísunnar yfir jólin. Þá er horft til þess að lánveitingarnar skili sér í lægri vöxtum til við- skiptavina yfir hátíðarnar. Þetta er í samræmi við samstillt átak fimm seðlabanka í Banda- ríkjunum, á evrusvæðinu, í Bret- landi, Sviss og Kanada gegn lausa- fjárþurrðinni, sem kynnt var í síðustu viku. Seðlabanki Banda- ríkjanna greip til sömu ráða í viku- byrjun en þá stóð bönkum til boða að fá jafnvirði 1.261 milljarða íslenskra króna lán að undan- gengnu sérstöku uppboði. - jab Evrópubankinn opnar punginn SEÐLABANKASTJÓRI EVRÓPUBANKANS Seðlabankar í Evrópu og Bandaríkjunum ætla að bæta úr lausafjárþurrð banka með innspýtingu fjármagns. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.