Fréttablaðið - 19.12.2007, Side 58

Fréttablaðið - 19.12.2007, Side 58
38 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is „Aska kom út hér á landi um miðjan nóvember og hefur fengið rífandi viðtökur. Hún fer með himinskautum á met- sölulistum landsins og dómar hafa verið afar jákvæðir,“ segir Pétur Már Ólafsson útgefandi hjá Veröld. Og kann sér ekki læti. Ekkert lát er á fregnum af landvinningum glæpa- sagnadrottningarinnar Yrsu Sigurðardóttur og hér kemur enn ein í það safn. Veröld hefur sem sagt gengið frá samningum við Damm í Noregi um útgáfu á Ösku eftir Yrsu. Áður hefur verið samið um útgáfu á bókinni í Þýska- landi, Svíþjóð, Póllandi, Grikklandi og um allan hinn spænskumælandi heim. Yrsa hefur átt velgengni að fagna á Norðurlöndunum en Damm hefur áður gefið út Þriðja táknið eftir Yrsu og Sér gref- ur gröf er væntanleg á norsku í ágúst á næsta ári. „Fréttablaðið gefur Ösku fimm stjörnur af fimm mögu- legum, Morgunblaðið segir að Yrsa fari á kostum í per- sónusköpuninni og að lesend- ur fyrri bóka hennar muni taka Ösku fagnandi,“ segir Pétur og er rétt að byrja á að þylja upp dæmi um lofsam- lega dóma og góðar viðtökur sem bækur Yrsu njóta. - jbg > VISSIR ÞÚ? Leikkonan America Ferrera, sem leikur í Ljótu Betty, var talin á að taka hlutverkið í þátt- unum að sér þegar hún hitti Sölmu Hayek við tökur á þætti Opruh Winfrey. Ferrera hefur látið hafa eftir sér að Bette Midler sé eina ástæða fyrir því að hún lagði leiklistina fyrir sig. Aska Yrsu kemur út í Noregi YRSA SIGURÐARDÓTTIR Samið hefur verið um útgáfu nýjustu bókar hennar í Noregi við Damm forlag. TÍSKUGÚRÚAR Sarah Jessica Parker og stöllur hennar í Sex and the City þykja svo miklir tískugúrúar að hönnuðir slást um að fá að vera með í myndinni. Hér eru þær í heimsókn hjá Opruh Winfrey. Sex and the City kvik- myndin er væntanleg í kvikmyndahúsin á næsta ári, eins og aðdáendur hafa fæstir látið fram hjá sér fara. Tískuhönnuðir slást um að föt frá sér verði not- uð í myndinni. Sjónvarpsþættirnir Beðmál í borg- inni, Sex and the City, nutu gríðar- legra vinsælda, og var það ekki síst vegna fatnaðarins sem aðalleik- konurnar klæddust. Stílistinn Patricia Field skaust upp á stjörnu- himininn í kjölfar þáttanna, og vin- sældir skónna frá Manolo Blahnik ruku upp úr öllu valdi. Þegar Sarah Jessica Parker, sem leikur Carrie, sást í skóm frá Dior á tökustað kvikmyndarinnar seldust þeir upp á örfáum dögum. Tískuhönnuðir vita hversu mikil lyftistöng það gæti orðið ef Carrie, Miranda, Charlotte eða Samantha klæddust fötum frá þeim í kvik- myndinni og hafa því nánast slegist um tækifæri til að vera með, að sögn breska blaðsins Daily Mail. „Trúið mér, ef Patricia Field [sér um búninga í myndinni] hringir og biður um eitthvað þá hoppar fólk af gleði, það er eins og að vinna í lottóinu,“ segir heimildarmaður blaðsins úr tískuiðnaðinum. Vivienne Westwood er meðal þeirra hönnuða sem geta hrósað happi, en Carrie mun klæðast brúð- arkjól frá henni. Samantha sést í Zac Posen og Charlotte og Miranda klæðast Chanel og verða í Loubout- in-skóm. Samkvæmt Daily Mail varð þessi ofgnótt rándýrra hátísku- klæða til þess að framleiðendur kvikmyndarinnar þurftu að ráða sérstaka verði til þess að passa upp á fötin. Þau voru þar að auki tryggð fyrir meira en 20 milljónir dollara. Tískuhönnuðirnir eru ekki þeir einu sem vilja eiga aðild að kvik- myndinni. Carrie og vinkonur henn- ar þykja þvílíkar tískufyrirmyndir að allt frá náttfötunum þeirra til hársápunnar sem þær nota gæti haft áhrif á markaðinn. Það á einn- ig við um áfengi, en framleiðand- inn Michael Patrick King segist hafa verið mjög nærri því að gera samning við framleiðendur Camp- ari. „Það hefði þýtt að Carrie hefði pantað það í staðinn fyrir Cosmo- politan á barnum. Eftir að hafa hugsað aðeins um þetta sá ég að það gekk ekki upp, Carrie hefði aldrei pantað það,“ segir King. Barist grimmt um Beð mál í borginni Bandarísku spjallþáttastjórnend- urnir Jay Leno og Conan O´Brien ætla að taka upp þætti sína á nýjan leik í janúar, þrátt fyrir að verkfall handritshöfunda standi enn yfir. Leno segist hafa skyldum að gegna gagnvart þeim eitt hundrað starfsmönnum þáttar síns sem starfa við annað en skriftir og O´Brien vonar það besta. „Auðvitað verður þátturinn minn ekki eins góður og áður. Hann gæti meira að segja stundum orðið hræðilegur,“ sagði O´Brian. Hann ætlar að gera eins góða útgáfu af þætti sínum og hægt er miðað við aðstæður á sama tíma og hann mun virða verkfallið. Báðir þættirnir hafa verið endursýndir síðan verkfallið hófst fyrir sjö vikum. Engar viðræður eru fyrirhugaðar á næstunni til að leysa hnútinn. Stutt er síðan David Letterman og Craig Ferguson, keppinautar Leno og O´Briens, gerðu samning við samtök handritshöfunda um að þættir þeirra færu aftur í loftið þrátt fyrir verkfallið. Leno aftur í loftið JAY LENO Bandaríski spjallþátta- stjórnandinn Jay Leno tekur viðtal við Arnold Schwarzenegger.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.