Fréttablaðið - 19.12.2007, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 19.12.2007, Qupperneq 58
38 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is „Aska kom út hér á landi um miðjan nóvember og hefur fengið rífandi viðtökur. Hún fer með himinskautum á met- sölulistum landsins og dómar hafa verið afar jákvæðir,“ segir Pétur Már Ólafsson útgefandi hjá Veröld. Og kann sér ekki læti. Ekkert lát er á fregnum af landvinningum glæpa- sagnadrottningarinnar Yrsu Sigurðardóttur og hér kemur enn ein í það safn. Veröld hefur sem sagt gengið frá samningum við Damm í Noregi um útgáfu á Ösku eftir Yrsu. Áður hefur verið samið um útgáfu á bókinni í Þýska- landi, Svíþjóð, Póllandi, Grikklandi og um allan hinn spænskumælandi heim. Yrsa hefur átt velgengni að fagna á Norðurlöndunum en Damm hefur áður gefið út Þriðja táknið eftir Yrsu og Sér gref- ur gröf er væntanleg á norsku í ágúst á næsta ári. „Fréttablaðið gefur Ösku fimm stjörnur af fimm mögu- legum, Morgunblaðið segir að Yrsa fari á kostum í per- sónusköpuninni og að lesend- ur fyrri bóka hennar muni taka Ösku fagnandi,“ segir Pétur og er rétt að byrja á að þylja upp dæmi um lofsam- lega dóma og góðar viðtökur sem bækur Yrsu njóta. - jbg > VISSIR ÞÚ? Leikkonan America Ferrera, sem leikur í Ljótu Betty, var talin á að taka hlutverkið í þátt- unum að sér þegar hún hitti Sölmu Hayek við tökur á þætti Opruh Winfrey. Ferrera hefur látið hafa eftir sér að Bette Midler sé eina ástæða fyrir því að hún lagði leiklistina fyrir sig. Aska Yrsu kemur út í Noregi YRSA SIGURÐARDÓTTIR Samið hefur verið um útgáfu nýjustu bókar hennar í Noregi við Damm forlag. TÍSKUGÚRÚAR Sarah Jessica Parker og stöllur hennar í Sex and the City þykja svo miklir tískugúrúar að hönnuðir slást um að fá að vera með í myndinni. Hér eru þær í heimsókn hjá Opruh Winfrey. Sex and the City kvik- myndin er væntanleg í kvikmyndahúsin á næsta ári, eins og aðdáendur hafa fæstir látið fram hjá sér fara. Tískuhönnuðir slást um að föt frá sér verði not- uð í myndinni. Sjónvarpsþættirnir Beðmál í borg- inni, Sex and the City, nutu gríðar- legra vinsælda, og var það ekki síst vegna fatnaðarins sem aðalleik- konurnar klæddust. Stílistinn Patricia Field skaust upp á stjörnu- himininn í kjölfar þáttanna, og vin- sældir skónna frá Manolo Blahnik ruku upp úr öllu valdi. Þegar Sarah Jessica Parker, sem leikur Carrie, sást í skóm frá Dior á tökustað kvikmyndarinnar seldust þeir upp á örfáum dögum. Tískuhönnuðir vita hversu mikil lyftistöng það gæti orðið ef Carrie, Miranda, Charlotte eða Samantha klæddust fötum frá þeim í kvik- myndinni og hafa því nánast slegist um tækifæri til að vera með, að sögn breska blaðsins Daily Mail. „Trúið mér, ef Patricia Field [sér um búninga í myndinni] hringir og biður um eitthvað þá hoppar fólk af gleði, það er eins og að vinna í lottóinu,“ segir heimildarmaður blaðsins úr tískuiðnaðinum. Vivienne Westwood er meðal þeirra hönnuða sem geta hrósað happi, en Carrie mun klæðast brúð- arkjól frá henni. Samantha sést í Zac Posen og Charlotte og Miranda klæðast Chanel og verða í Loubout- in-skóm. Samkvæmt Daily Mail varð þessi ofgnótt rándýrra hátísku- klæða til þess að framleiðendur kvikmyndarinnar þurftu að ráða sérstaka verði til þess að passa upp á fötin. Þau voru þar að auki tryggð fyrir meira en 20 milljónir dollara. Tískuhönnuðirnir eru ekki þeir einu sem vilja eiga aðild að kvik- myndinni. Carrie og vinkonur henn- ar þykja þvílíkar tískufyrirmyndir að allt frá náttfötunum þeirra til hársápunnar sem þær nota gæti haft áhrif á markaðinn. Það á einn- ig við um áfengi, en framleiðand- inn Michael Patrick King segist hafa verið mjög nærri því að gera samning við framleiðendur Camp- ari. „Það hefði þýtt að Carrie hefði pantað það í staðinn fyrir Cosmo- politan á barnum. Eftir að hafa hugsað aðeins um þetta sá ég að það gekk ekki upp, Carrie hefði aldrei pantað það,“ segir King. Barist grimmt um Beð mál í borginni Bandarísku spjallþáttastjórnend- urnir Jay Leno og Conan O´Brien ætla að taka upp þætti sína á nýjan leik í janúar, þrátt fyrir að verkfall handritshöfunda standi enn yfir. Leno segist hafa skyldum að gegna gagnvart þeim eitt hundrað starfsmönnum þáttar síns sem starfa við annað en skriftir og O´Brien vonar það besta. „Auðvitað verður þátturinn minn ekki eins góður og áður. Hann gæti meira að segja stundum orðið hræðilegur,“ sagði O´Brian. Hann ætlar að gera eins góða útgáfu af þætti sínum og hægt er miðað við aðstæður á sama tíma og hann mun virða verkfallið. Báðir þættirnir hafa verið endursýndir síðan verkfallið hófst fyrir sjö vikum. Engar viðræður eru fyrirhugaðar á næstunni til að leysa hnútinn. Stutt er síðan David Letterman og Craig Ferguson, keppinautar Leno og O´Briens, gerðu samning við samtök handritshöfunda um að þættir þeirra færu aftur í loftið þrátt fyrir verkfallið. Leno aftur í loftið JAY LENO Bandaríski spjallþátta- stjórnandinn Jay Leno tekur viðtal við Arnold Schwarzenegger.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.