Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 8

Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 8
 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR Frábær jólatilboð Gríptu augnablikið og lifðu núna Nokia 6085 Frábær samlokusími, styður tónlist í símann, með myndavél, FM útvarpi, MP3 spilara og Bluetooth þráðlausri tengingu við tölvuna eða heyrnartólin. Silfurlitaður og svartur. Fer á Netið með Vodafone live! 14.900 kr. Nokia 3110 Öflugur sími með Bluetooth, myndavél og stórum tökkum. Fer á Netið með Vodafone live! 18.900 kr. Nokia 6500 Örþunnur og stílhreinn 3G sími með innbyggðu 1GB minni, myndavél og MP3 spilara. Fæst svartur og bronslitaður. Fer á Netið með Vodafone live! 39.900 kr. Komdu við í næstu Vodafone verslun TÍSKA „Flestir lögreglumenn hafa skipt út jökkum sínum fyrir stærðir mörgum númerum minni til að jakkinn – eða kápan – sé að einhverju leyti klæðilegur,“ segir G. Jökull Gíslason, ritstjóri Lögreglublaðsins. Jökull fjallar um nýju einkennisbúninga lögregl- unnar í grein í Lögreglublaðinu. Þar segir hann Dani hafa eytt hundruðum milljóna króna í hönnun nýrra lögreglubúninga sem Íslendingar hafi síðan haft að fyrirmynd fyrir nýja búninga. Íslenska lögreglan hafi valið tiltekinn danskan einkennisjakka en ákveðið að síkka hann – úr hófi að mati margra: „Hafa menn jafnvel valið að fórna innra fóðri til að passa í minni númer sem klæða þá betur,“ lýsir Jökull ritstjóri ástandinu í blaði sínu. Hann segir breytingar þó í aðsigi. „Nýjustu fréttir eru að í næstu framleiðslu eigi að að stytta jakkann, en ekki að taka upp hið danska verðlaunasnið heldur gera enn eina útgáfu sem yrði millistig danska jakkans og síðu kápunnar,“ skrifar Jökull. Snið nýja einkennisbúningsins er að sögn Jökuls ekki eina séríslenska breytingin sem valdið hefur lögreglumönnum vandræðum. Í Danmörku séu búningarnir gráleitir en hér séu þeir svartir. „Er það ein skýringin á þeim töfum sem hafa orðið á afhendingu en það segja mér fróðir menn að svart efni sé erfiðara í framleiðslu,“ segir Jökull, sem kveður svo langan drátt hafa orðið á afhendingu að ekki séu „einu sinni allar flíkurnar komnar þrátt fyrir að ár sé liðið frá ráðgerðum afhendingartíma“. - gar Ósáttir lögreglumenn troða sér í litla jakka Heimagerðar breytingar á danskri verðlaunahönnun falla illa að smekk ís- lenskra lögreglumanna, sem troða sér í lítil númer svo jakkar þeirra líti ekki út eins og kápur. VIÐSKIPTI „Ég fagna því að hálft skref sé stigið. Nú vona ég bara að þeir og aðrir stigi skrefið til fulls,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að fella niður seðilgjald frá og með áramótum. Fram kemur á vef sjóðsins að viðskiptavinir hans þurfi eftir sem áður að greiða 75 króna greiðslugjald sem renni til banka og sparisjóða sem taki við afborg- unum af lánum sjóðsins. Seðil- gjaldið í heild hafi áður numið 195 krónum. Gísli segir hæpið að gjaldtaka af þessu tagi standist lög. „Það er nógu slæmt að velta kostnaðin- um yfir á neytendur og bæta svo enn við hann, sem þeir eru raunar að hætta núna hjá Íbúða- lánasjóði.“ Sé miðað við að gjald fyrir hvern seðil af íbúðarláni til fjörutíu ára sem greitt er af mán- aðarlega kosti 595 krónur nemur heildarkostnaðurinn 285.600 krónum. Gjaldið er allt frá 75 krónum og upp í 595 fyrir hvern seðil. Upphæðin fer eftir því hvort fólk fær sendan heim greiðslu- seðil sem það greiðir í bankaúti- búi, eða hvort það greiðir í heima- banka. Seðilgjald vegna greiðslu á lánum í erlendri mynt getur farið yfir 800 krónur fyrir hvern seðil. Starfshópur viðskiptaráðherra fjallar nú um seðilgjald og fleiri mál. Hópurinn fundaði síðast í gær. - ikh Íbúðalánasjóður fellir niður seðilgjad frá áramótum: Seðilgjaldið hátt í 300 þúsund GÍSLI TRYGGVASON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.