Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 18
18 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Mér kemur reyndar á óvart að verðlag á Íslandi sé ekki nema rúmlega áttfalt hærra en í ódýrasta landi heims, Tadsjikistan. Að þarna sé ekki meiri munur,“ segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. „Við erum þarna í efstu sætunum með öðrum velferðar- og velmeg- unarlöndum eins og Danmörku, Sviss og Noregi. En þó okkur finnist nú yfirleitt alltaf gaman að vinna keppnir og lenda í efsta sæti þá er þetta kannski ekki listi þar sem við vildum vera í efsta sætinu.“ Einar telur vissulega eitthvað hægt að gera til að Ísland lendi aðeins neðar á listanum. „Til dæmis mætti auka samkeppni á Íslandi.“ SJÓNARHÓLL ÍSLAND ER DÝRASTA LAND Í HEIMI Kemur fátt á óvart EINAR MAR ÞÓRÐARSON Stjórnmálafræðingur. ■ Saga regnhlífarinnar, eða réttara sagt sólhlífarinnar, nær árþúsundir aftur í tímann. Vitað er að heldra fólk í Egypta- landi, Mesópótamíu, Kína og Indlandi notaði einhvers konar hlífar til að skýla sér fyrir sólinni. Kínverjar voru fyrstir til að nota regnhlífar í eiginlegri merkingu, það er að segja til þess að skýla sér fyrir regni, en þeir notuðu vax og olíu til þess að vatnsverja sólhlífar sem gerðar voru úr pappír. Í Evrópu voru Grikkir fyrstir til þess að nota sólhlífar og Rómverjar notuðu þess háttar hlífar til þess að skýla sér fyrir regni. REGNHLÍF: VAR VAXBORIN SÓLHLÍF Í FYRSTU FÓSTBRÆÐUR Á DVD FÓSTBRÆÐUR Loksins á DVD! Tryggðu þér allar 5 seríurnar! Nýjar stellingar „Við vorum orðin töluvert áhyggjufull og fólk var farið að setja sig í stellingar að reyna nýjar leiðir þegar við heyrðum frá forsætisráð- herra. Við vorum nánast komin að þeirri niðurstöðu að það væri ekki vilji til að gera neitt í málinu en förum nú vonbetri inn í jólin.“ INGIBJÖRG R. GUÐMUNDSDÓTTIR, VARAFORSETI ASÍ, UM SKEYT- INGARLEYSI STJÓRNVALDA VIÐ KRÖFUGERÐ SAMBANDSINS. Fréttablaðið 20. desember Einfaldur misskiln- ingur „Margir héldu að við værum þar sem Toys R Us er. Við vildum bara benda fólki á að Just4Kids væri fram undan en ekki til hægri.“ ELÍAS ÞORVARÐARSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI JUST4KIDS, UM STAÐSETNINGU BÍLS SEM NOTAÐUR VAR SEM AUGLÝSING VIÐ REYKJA- NESBRAUTINA. Fréttablaðið 20. desember „Það er allt gott að frétta héðan úr Neskaupstað,“ segir Freysteinn Bjarna- son, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað, gamal- gróins félags sem hefur meðal annars umboð fyrir Tryggingamiðstöðina, Olís og íþróttavöruverslanir auk þess að reka vínbúðir. „Ég hef nóg að gera. Ég kvarta sko ekki undan því,“ segir hann. „Það sem er kannski efst í huga margra er að í dag [í gær] eru 33 ár síðan snjóflóðin miklu féllu hérna 20. desember 1974. Það kemur náttúrlega alltaf upp í huga Norðfirðinga þegar sá dagur rennur upp. En það er nú dálítið öðruvísi umleikis heldur en var þá. Marautt og bull- andi hiti og mikil traffík. Svo er enn verið að vinna hérna síld á fullu og verður líklega til miðnættis annað kvöld. Þá lýkur metvertíð á íslenskri haustsíld. “ Freysteinn segist halda jólin hátíðleg með hefðbundnum hætti. „En ég er nú líka í þessum ágæta kirkju- kór hér sem er alltaf í önnum í kringum jólin. Við förum meðal annars til Mjóafjarðar og syngjum þar. Það er alltaf gaman að heimsækja Mjófirðinga. Þar eru bakaðar stærstu hnallþórur á landinu held ég. Ég held að flestir hérna hugsi allavega með gleði til þeirra góðu daga sem nálgast. Og að bæta á sig nokkrum grömmum, þótt það mætti nú alveg missa sín.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? FREYSTEINN BJARNASON FRAMKVÆMDASTJÓRI Marautt og bullandi hiti Fjöldi Íslendinga styður við menntunar- og uppbyggingarstarf Sambands íslenskra kristniboða- félaga í Afríku með því einu að sóa ekki verðmætum. Sambandið hefur undanfarin ár hvatt fólk til að henda ekki umslögum utan af jólakortum heldur senda þau sambandinu sem svo selur þau frímerkjasöfn- urum. Afraksturinn rennur til skólastarfs og heilbrigðisþjón- ustu, meðal annars í Eþíópíu og Kenía. Að sögn Skúla Svavarssonar kristniboða fengust 800 þúsund krónur fyrir frímerki af umslög- um utan af jólakortum á síðasta ári. Slík fjárhæð dugar langt, þar sem einungis kostar nokkur hundruð krónur að sjá barni fyrir menntun í Eþíópíu. Jarle Reiersen, dýralæknir og frímerkjasafnari, kemur umslög- um og frímerkjum í verð fyrir Kristniboðasambandið. Hann sorterar og auglýsir og hefur sam- band við safnara á hinum Norður- löndunum sem eru duglegir að kaupa íslensk frímerki með góðum stimplum. Talsvert hefur safnast í Lands- bankanum síðustu ár þar sem Sigur jón Gunnarsson, starfsmað- ur bankans, hefur verið drjúgur í umslagasöfnuninni. Hann hefur biðlað til samstarfsmanna í bank- anum og uppskorið nokkra troð- fulla plastpoka af verðmætum umslögum. - bþs Hvetur fólk til að henda ekki umslögum utan af jólakortum: Notuð frímerki nýtast til menntunar VERÐMÆTI Átta hundruð þúsund krónur fengust fyrir frímerki af umslögum utan af jólakortum á síðasta ári, að sögn Skúla Svavarssonar kristniboða. Því er um mikil verðmæti að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sjónvarpið skipar mikil- vægan sess í lífi lands- manna og nú þegar veðurofsinn hefur feykt loftnetum margra um koll eru loftnetsviðgerðarmenn orðnir býsna eftirsóttir. „Það er allt að verða vitlaust,“ segir Georg Valgeirsson loftnets- viðgerðar maður. „Gasgrill hafa fokið á loftnets- stangir og kippt öllu niður og svo hringdi einn í mig um daginn sem hafði fengið gervi- hnattardiskinn inn um gluggann hjá sér þannig að það er hálf- gert neyðarástand hjá sumum. En þetta ástand sýnir líka ágætlega þá stöðu sem sjónvarpið skipar hjá lands- mönnum. Það geta allir beðið eftir pípara í eina viku jafnvel þótt klósettið sé í ólagi en ef sjónvarpið klikkar þá þolir það enga bið. Enda er manni vel fagnað loksins þegar ég kemst til að redda hlutunum, manni er eigin- lega tekið sem einskonar guði þegar ég kem enda er biðlistinn orðinn nokkuð langur.“ Á þriðjudaginn lagaði Georg átta loftnet yfir daginn sem er algjört met. „Vinnudagurinn er líka ansi langur núna eins og ástandið er. Maður er kominn út klukkan níu á morgnana og kemur stundum ekki heim fyrr en klukkan ellefu.“ Magnús Eyjólfs- son, sölustjóri hjá Elnet-tækni sem er sérhæft fyrirtæki á fjarskipta- sviði, segir að mikið sé hringt til þeirra og oftast liggi mikið við. „Við erum í sam- bandi við fag- lærða menn sem við beinum fólki til en það er ansi mikið að gera hjá þeim öllum einmitt núna, það er unnið nótt sem nýtan dag enda höfum við eiginlega ekki fengið svona alvöru ofsaveður síðan 1988.“ Það er því að mörgu að hyggja þegar loftnet og gervihnattadiskar eru settir upp. „Við höfum brýnt fyrir fólki að taka frekar fíber diska heldur en stáldiska, þeir þola betur íslenska veðráttu. Svo er það auðvitað að festa þetta vel, það sér það hver maður að ef einhver stæði með fermetra stálplötu í fanginu í ofsaveðri eins og nú hefur verið að undanförnu að hann myndi nú ekki halda plötunni lengi. Þannig að við sjáum hvers konar öfl þarna eru á ferð.“ Það er einnig nóg um að vera í Rafeindaverkstæði Reykjavíkur. Blaðamaður spurði Hjalta Sveins- son sem þar starfar hvenær maður frá þeim væri laus til loftnetsvið- gerða. „Við erum reyndar meira með stærri verkefni en ef einhver vill panta hjá okkur mann til að festa loftnet þá gæti hann þurft að bíða í þrjár til fjórar vikur, það er ansi mikið að gera hjá okkur,“ segir hann. jse@frettabladid.is Klósettið má klikka en ekki loftnetið GEORG VALGEIRSSON LOFTNETS- VIÐGERÐARMAÐUR Nú þegar rokið hefur komið loftnetum og gervihnattardiskum af stað er mikið um að vera hjá Georg við- gerðarmanni enda er fátt verra í hugum Íslendinga en að geta ekki horft á sjónvarpið. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.