Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 80
40 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR
UMRÆÐAN
Varnarsvæðið á Miðnesheiði
Mikið hefur verið fjallað um sölu eigna íslenska ríkisins
í hinni fyrrum herstöð BNA,
sem ríkið tók yfir í skiptum fyrir
mengun á herstöðvarsvæðinu.
En samkvæmt grein númer 8 í
leynisamningi sem saminn var
samhliða varnarsamningunum
1951 og leynd var lyft af í byrj-
un árs 2007, bar Bandaríkunum
að hreinsa alla mengun sem og
spilliefni sem þeir skildu eftir
sig. En íslenska ríkið tók á sig
þessa hreinsun og fékk fyrir það
eignir á svæðinu í staðinn.
Ég held að ríkið hefði getað
fengið eignirnar hvort sem var,
því Kaninn var ekki í aðstöðu til
að selja öðrum sín mannvirki
þar sem íslenska ríkið átti land-
ið sem stöðin var á, og hafði látið
í té án gjalds í 55 ár. Nú bregður
svo við að salan á þessum húsum
er orðin að stóru pólitísku
hneyksli. Allar reglur og hefðir
um sölu eigna ríkisins, og þá
fólksins í landinu eru þverbrotn-
ar og líka reglur ESS. Að sjálf-
sögðu átti að bjóða þetta út og fá
sem mest út úr sölunni, en nei
Sjálfstæðisflokkurinn setur
sínar eigin reglur. Fjármálaráð-
herra og hans aðstoðarmaður
standa á bak við sölu á þessum
mannvirkjum til vina og vanda-
manna, og fleiri gullkálfa, og
hlutur bæjarstjórans í Reykja-
nesbæ er ekki til að
hrópa húrra fyrir. Ég
hélt að HS málið væri
nóg fyrir bæjastjórann
í Reykjanesbæ, en svo
virðist ekki vera.
Ég vil taka það skýrt
fram að ég er ekki að
kasta rýrð á störf Þró-
unarfélagsins á vallar-
svæðinu, sú hugmynd
að skapa grunn að sam-
félagi og koma ýmsum
mannvirkjum á svæð-
inu í notkun var góð
hugmynd. En vinnubrögðin við
útboð sölu á þessum mannvirkj-
um er úr takt við hefðir um sölu
eigna íslenska ríkisins, og stenst
þar að auki ekki lög. VG hafa
gagnrýnt þetta mál, þeir virðast
vera eini flokkurinn sem þorir
að segja sannleikann og þeir
einu sem láta hag fólksins í
landinu sig varða. Er ég segi
fólksins í landinu, á ég við
íslenska alþýðu, verkafólk, ein-
stæðar mæður, eldri borgara,
öryrkja, námsfólk, og fleiri
minnihluta hópa í þjóðfélaginu.
Ég á ekki við hinn hópinn, sem
veður í peningum, kvótakarla og
nýríkt hyski sem hagnast hefur
á braski og einkavæðingu eigna,
sem áður voru í eigu ríkisins og
fært hafa þeim gífurleg auðæfi.
Ef atburðir eins og salan á
eignum íslenska ríkisins á vell-
inum, sem mun færa ráðherra-
bróður og fleiri gullkálfum
milljarða gróða er nokkur ár eru
að baki, hefðu skeð t.d
í Bretlandi, þar sem
lýðræði er virkt, hefði
ráðherra og margir
aðrir sem komu að
þessum subbulegu
vinnubrögðum, þurft
að segja af sér strax.
En gætum að því að
Bretar hafa ræktað
lýðræðið í aldir og
flutt það með sér þar
sem þeir hafa ráðið. Í
Bretlandi er vagga
lýðræðins og þar axla
stjórnmálamenn sína ábyrgð.
Íslendingar eru heybrækur sem
láta bjóða sér hvað sem er. Hér á
landi segir enginn af sér, og
almenningur virðist láta sér það
í léttu rúmi liggja, allavega
kjósa þeir kvalara sína aftur.
Réttara væri kannski að segja,
þá sem rændu þá.
Fyrrum fjósamenn íhaldsins í
tólf ár, Framsóknarflokkurinn,
fékk sína refsingu í síðustu
kosningum. Margt kom þar til,
má þar nefna stuðning við Íraks-
stríðið, fjölmiðlafrumvarp,
öryrkja- og eldri borgara ránið,
þegar Hæstiréttur dæmdi þess-
um hópum í hag og fleira. Kratar
fengu sína ráðningu 1971, sama
verður með Samfylkinguna ef
hún stjórnar lengi með íhaldinu.
Ég held að sú stjórn sem nú er,
verði ekki mosavaxin, byrjunin
lofar ekki góðu.
Höfundur er bílstjóri.
SKARPHÉÐINN
SCHEVING
EINARSSON
Sala eigna ríkisins á vellinum
Þjónusta í uppnámi
UMRÆÐAN
Ágreiningur talmeinafræðinga og TR
Fyrir réttu ári sættu sex talmeina-fræðingar hjá Talþjálfun Reykjavík-
ur rannsókn Eftirlits Tryggingastofnun-
ar ríkisins. Var þetta gert í kjölfar
tveggja nafnlausra ábendinga um
misferli ótilgreinds talmeinafræðings
eða talmeinafræðinga á þessari stofu.
Ávirðingarnar voru þær að ekki hefði
verið unnið í 40 mínútur með tiltekinn
skjólstæðing, heldur aðeins í 30 mínút-
ur. Reyndar er ekkert slíkt ákvæði um tímalengd
í samningi Félags talkennara og talmeinafræð-
inga við samninganefnd Tryggingastofnunar
ríkisins. Það fannst því ekkert sem ámælisvert
gat talist hjá talmeinafræðingunum á þessari
stofu og hófst þá lúsaleitin. Það skyldi eitthvað
finnast!
Fádæma lítilsvirðing
Á meðan á þessari aðför stóð var öllum talmeina-
fræðingunum á stofunni greidd laun með
fyrirvara, um hálfs árs skeið. Eftir ómælda
fyrirhöfn Eftirlitsins fannst þó eitt atriði sem
mátti áminna fyrir: Einhverjir foreldrar skjól-
stæðinga höfðu til hagræðingar kvittað fyrirfram
fyrir þjálfunartíma, mánuð í senn. Þetta hefði
ekki uppgötvast nema vegna þess að viðkomandi
talmeinafræðingar voru svo heiðarlegir að þeir
strikuðu yfir kvittun sem ekki átti að þeirra dómi
að standa, vegna þess að skjólstæðingar mættu
ekki í tíma. Fyrir þetta áminnti Eftirlit TR
talmeinafræðinga hjá Talþjálfun Reykjavíkur.
Áminninguna fengu þær í júní í ár. Hún var síðan
látin niður falla gegn því að Talþjálfun Reykja-
víkur drægi til baka stjórnsýslukæru sem send
hafði verið heilbrigðisráðherra. Kæran fjallaði
um brot á andmælarétti, meðalhófsreglu og
jafnræðisreglu.
Allan þann tíma sem þessi rannsókn Eftirlits
TR stóð var komið fram við talmeinafræðingana
hjá Talþjálfun Reykjavíkur af fádæma lítilsvirð-
ingu. Ómældu fé skattborgara var eytt í þessa
óþörfu aðgerð, því að ef farið hefði verið eftir
samningi sem í gildi er milli Félags talkennara og
talmeinafræðinga og málinu vísað til samstarfs-
nefndar aðila, þá hefði mátt leysa þetta mál á
einum dagparti. En fyrir því var ekki vilji hjá
Tryggingastofnun ríkisins. Þar á bæ virðast menn
telja sæmandi að fara fram með offorsi gegn
þeim stéttum sem vinna fyrir þá af heilindum og
samviskusemi og veita þá þjónustu sem Trygg-
ingastofnun er skylt að taka þátt í að greiða.
Einkum er talið hentugt að láta kvennastéttir
finna til tevatnsins.
Nornaveiðar TR
Talmeinafræðingar hjá Talþjálfun Reykjavíkur
kærðu sig ekki um að verða fyrir endurteknum
nornaveiðum af þessu tagi af hálfu Eftirlits TR
og sögðu sig því frá samningi þeim sem í gildi er
milli Félags talkennara og talmeinafræð-
inga og Tryggingastofnunar. Slíkt hið
sama gerðu flestir sjálfstætt starfandi
talmeinafræðingar á landinu, þannig að
þjónusta við skjólstæðingahópa á borð við
börn með þroskafrávik, alvarleg fram-
burðarfrávik og málhamlanir, heyrnar-
skerta einstaklinga, sjúklinga með
málstol eða raddvandamál, svo örfá
dæmi séu nefnd, var í uppnámi. Félag
talkennara og talmeinafræðinga óskaði
eftir að fá birtar þær verklagsreglur sem
Eftirlit TR ætti að vinna eftir, en var
synjað um það.
Þegar þeir talmeinafræðingar sem höfðu sagt
sig frá samningi voru orðnir fleiri en þeir sem
eftir voru, þá var farið að huga að reglugerðar-
smíð hjá Heilbrigðisráðuneytinu. Þann 12. desem-
ber sl. tók reglugerðin gildi, fimm síðna plagg
sem inniheldur svo mörg óvissuatriði að þess eru
vonandi fá dæmi. Hún inniheldur samninginn í
heild sinni sem talmeinafræðingar hafa sagt sig
frá og gott betur en það, því að ýmsum aukaverk-
efnum er bætt við, bæði á talmeinafræðinga og
skjólstæðinga eða foreldra þeirra. Meðal nýmæla
í reglugerðinni er að þar er tilgreint að þjálfunar-
tími skjólstæðings inni með talmeinafræðingi
skuli vera 40 mínútur að lengd. Þeir skjólstæð-
ingar sem ekki þola svo langan tíma munu ekki fá
greiddan styrk frá Tryggingastofnun. Faglegt
mat talmeinafræðings er að engu haft og styrkur
sá sem skjólstæðingar fá vegna þjálfunar er
jafnframt lækkaður umtalsvert.
Tveir kostir
Við talmeinafræðingar eigum nú um tvo kosti að
velja: Eigum við að beygja kné vor og taka til við
að vinna eftir reglugerð heilbrigðisráðherra sem
er enn meira íþyngjandi en gildandi samningur og
láta þar með alla hlutaðeigandi vita að engu skipti
hvernig komið er fram við okkur? Eða eigum við
að halda okkar striki, vinna faglega í þágu skjól-
stæðinga okkar án þess að sinna þeim auknu
skrifræðisverkefnum sem reglugerðin leggur
okkur á herðar?
Ég treysti því að foreldrasamtök muni vinna í
því að fá þessi mistök og rangindi leiðrétt og koma
því til leiðar að þeir sem þurfa á talþjálfun að
halda muni eftir sem áður fá þá þjónustu á
faglegum forsendum og á viðráðanlegu verði.
Einnig hvet ég alla þá sem málið varðar til að
kynna sér reglugerðina vandlega þegar hún verður
birt.
Höfundur er sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur
á Talstöðinni, Kópavogi.
GRÉTA E.
PÁLSDÓTTIR
Allan þann tíma sem þessi rannsókn Eftirlits
TR stóð var komið fram við talmeinafræðing-
ana hjá Talþjálfun Reykjavíkur af fádæma
lítilsvirðingu.