Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 36
36 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Heilbrigðismál Í Fréttablaðinu 18. desember er frétt um spítalasýkingar. Þar er ýmislegt haft eftir mér. Nokkrar athugasemdir hef ég við þessa frétt. Reyndar ekki stórvægilegar með tilliti til alvarleika fréttarinnar. Í fyrsta lagi starfa ég við Hringbraut en ekki í Fossvogi. Í öðru lagi hef ég sennilega ekki sagt eftir einfalda aðgerð því við fram- kvæmum sárafáar einfaldar aðgerðir á Landspítalanum. Hef ég sennilega sagt venjulegar aðgerðir. Spítalasýkingar geta sjálfsagt verið flókið fyrirbæri. Viss grundvallaratriði eru þó vel þekkt. Hand- þvottur er stundaður af kappi á Landspítalanum og er það vel. Aftur á móti eru þrengslin slík að oft þurfa sýktir og ósýktir að liggja hlið við hlið. Á gjörgæslu- deildinni á Hringbraut þar sem ég vinn eru þrengslin slík að oft þarf sjúklingur sem er nýbúinn að undir- gangast hjartaaðgerð sem á að færa honum betra líf að liggja við hliðina á mikið sýktum einstaklingi. Þetta finnst aðkomumönnum óhæfa og glöggt er gests augað.Það sem magnar upp áhrifin af þrengslunum er mann e klan og vinnu álagið. Ef hægt væri að hafa einn hjúkrunar fræðing á hvern gjörgæslusjúkling væri hægt að takmarka smit á milli þeirra. Vandamálið er skortur á hjúkrunar fræðingum. Stundum verður einn hjúkrunar- fræðingur að sinna fleirum en einum sjúklingi í einu. Að sjálfsögðu er reynt að raða þeim þannig niður á sjúklingana að það lágmarki hættuna á smiti. Einnig er farið eftir ströngustu reglum í smitgát. En vegna manneklu er álagið oft gríðarlegt og hreinlega til að bjarga sumum sjúklingum þarf að hlaupa á milli. Þar að auki eru þessar bakteríur mjög erfiðar viðfangs. Sjálfsagt finnst rekstraraðilum spítalans mikilvægt að spara í rekstri hans. Það er nánast orðið að trúarsetningu að gera slíkt. Einn sýktur hjartaskurðsjúklingur er á við heila herdeild af hjúkrunarfræðingum í peningum talið. Þar að auki held ég að sá sýkti hafi ekki ætlast til að skattgreiðslum sínum væri svona illa ráðstafað. Ef ungverski læknirinn Semmelweis gengi aftur á gjörgæsludeildinni á Hringbraut, þar sem allir þvo sér um hendurnar í dag, myndi hann segja; HJÚKKA Á KJAFT. Höfundur er svæfinga- og gjörgæslulæknir. Athugasemd og hugleiðing GUNNAR SKÚLI ÁRMANNSSON Sú kenning að hið opinbera skuli halda sig fjarri samkeppnis- rekstri á markaði hefur á síðustu árum náð slíku fylgi meðal þjóðarinnar að hún er lítt umdeild. Vitanlega greinir menn á um hvar skilji á milli hlutverka hins opinbera og einkaframtaksins, en ágætt sátt er um að sniðmengi þessara tveggja heima skuli vera sem minnst. Þar sem blandast saman í einn graut opinbert fé og áhættufé einstaklinga er hætt við því að hagsmunir stangist á og sá ólíki hraði sem tíðkast í þessum heimum valdi streitu og núningi, og hættu á óskynsamlegum ákvörðunum og jafnvel spillingu. Hún er því ekki að ósekju tortryggnin sem sjálfstæðismenn hafa í garð opinberra fyrirtækja og flestum okkar gremst að enn skuli vera dæmi þar sem afli ríkisins er beitt í samkeppni við einkaframtakið. Ungir sjálfstæðis- menn hafa ætíð lagt áherslu á að þrýsta á um að stjórnvöld sleppi taki sínu af þeim atvinnurekstri þar sem eðlilegt og rétt er að einkaframtakið fái að njóta sín. Einkavæðing stórra ríkisfyrir- tækja á borð við bankana og Landssímann hefur án nokkurs vafa haft veruleg og jákvæð áhrif á þróun íslensks atvinnulífs á síðustu árum – og hið sama er að segja um aðra þætti atvinnulífsins þar sem einkaaðilar hafa komið í stað hins opinbera. Ákvarðanir byggðar á pólitík En til þess að hægt sé að flytja eigur úr eigu hins opinbera og selja á markaði er óhjákvæmilegt að um hríð lendi þær á svæði þar sem mörkin milli þessara tveggja heima eru ekki kristaltær. Þannig stóð Síminn í langvinnri samkeppni við einkaaðila á markaði áður en fyrirtækið var einkavætt og hafði þá auk þess yfirráð yfir dreifingar- kerfi sem samkeppnisaðilar treystu á afnot af. Á meðan það ástand varði að Síminn var ekki enn einkavæddur hefði tæplega þótt viðeigandi að fyrirtækið legði niður alla nýsköpun, markaðssetn- ingu og fjárfestingu. Til þess er ætlast af ríkinu að það hirði vel um sínar eignir og reyni að fá fyrir þær gott verð ef þær eru seldar á almennum markaði. Reynslan er þó vitaskuld sú að strangt aðhald markaðarins, neytenda og sam- keppninnar er mun áhrifaríkari hvati til góðra verka heldur en þau verðlaun sem fást fyrir velgengni hjá hinu opinbera. Þetta er sanngjarnt og eðlilegt fyrirkomu- lag. Nýleg umræða um einkavæð- ingu og fjárfestingu í orkugeiran- um er áhugaverð fyrir þær sakir að þar er teflt með mörg þeirra álitamála á mörkum einkarekstrar og hins opinbera. Í Sjálfstæðis- flokknum, meðal annars hjá SUS, ríkir það viðhorf að ekki skuli undanskilja orkugeirann í þeirri þróun að færa samkeppnisrekstur frá ríkinu. Ríkiseinokun í orku- geiranum hefur leitt af sér hið óhjákvæmilega að ákvarðanir byggjast meira á pólitík en arðsemi. Það er til að mynda alls óvíst að fjárfesting í Kárahnjúka- virkjun hefði átt sér stað ef engin pólitík hefði þar átt í hlut. Annar fylgifiskur slíkrar einokunar er að arður fyrirtækja er gjarnan falinn í of miklum starfsmannafjölda, ævintýralegri tilraunastarfsemi, of íburðarmikilli yfirbyggingu – eða hluti hans einfaldlega sprengdur í loft upp sem skemmti- atriði, t.d. í formi flugelda. Af þessum sökum og fleirum hafa ungir sjálfstæðismenn lagt áherslu á einkavæðingu í orku- geiranum. Hin gríðarlegu umsvif orkufyrirtækja í opinberri eigu er ekki hægt að réttlæta til eilífðar- nóns. Tilraunir til að búta niður opinber fyrirtæki og aðskilja samkeppnisrekstur og fjár- festingar starfsemi frá almanna- þjónustu er skref í rétta átt – og hvert og eitt ferðalag hefst jú einmitt á einu skrefi. Það er ekki líklegt að nægileg sátt náist um að einkavæða alla þætti í orkugeiran- um. Reynsla annarra þjóða hefur sýnt að ekki er vansalaust að einkavæða starfsemi sem lýtur lögmálum náttúrulegrar einokunar. Skýr vilji En allt öðru máli gegnir um mjög stóran hluta af starfsemi íslensku orkufyrirtækjanna. Ákvarðanir um fjárfestingar í stóriðju hér lendis, svo ekki sé talað um útrás þeirra til annarra landa, hefur ekkert að gera með hlutverk þeirra gagnvart íslenskum almenningi. Sjálfstæðismenn ættu því að berjast fyrir því að skynsamlegar leiðir verið farnar til þess að koma þessum þáttum orkufyrirtækjanna burt úr faðmi hins opinbera. Að Landsvirkjun og OR eigi félög um áhættufjárfestingar, hér á landi og í útlöndum, er vitaskuld ekki mikið fagnaðarefni fyrir þá sem styðja frjálsa samkeppni. En sé litið á hana sem hluta af þróun í þá átt að flytja stóran hluta þessarar starfsemi yfir línuna milli opinbers og einkarekstrar hljóta flestir að sætta sig við að hún staldri í skamma stund við í snið menginu milli þessara tveggja heima. Þá er nauðsynlegt að vilji stjórnvalda sé sem skýrastur og aðilar á markaði, og kjósendur, hafi réttar upplýsingar um fyrirætlanir stjórnvalda og sérstaklega skýrt sé kveðið á um ábyrgð þeirra sem fara með völd í fyrirtækjum sem þannig er ástatt um. Höfundur er formaður SUS. Orka milli tveggja heima ÞÓRLINDUR KJARTANSSON Í DAG |Orkumál Kröftugur málflutningur Ómar Valdimarsson almannatengill fór mikinn í Kastljósi á miðvikudag, þar sem hann og Þorsteinn Þorsteinsson, yfirmaður auglýsingasviðs RÚV, ræddu umdeilt auglýsingahlé í áramótaskaup- inu. Ómar lét vaða á súðum, klifaði á orðinu „fáránlegt“, fannst út í hött að að Glitnir styrkti Laugardagslögin, sem væri „langlélegasti“ þátturinn á dag- skrá, sakaði Sjónvarpið um að „hirða peninga af einkaaðilum“ og „seilast ofan í vasa auglýsenda“. Þar átti hann sjálfsagt við þá einkaaðila sem kusu að kaupa auglýsingu í miðju Skaupi. Þá var óneitanlega sérstakt að heyra for- mann Almannatengsla- félags Íslands tala um að það væri verið að „troða auglýs- ingum ofan í kokið á landsmönnum á þessum degi“. Samsæri? Það er ekki laust við að sumir hafi klórað sér í höfðinu yfir því hvað almannatengilinn var að gera í þættin- um yfir höfuð. Hans eina aðkoma að málinu var sú að hann hafði bloggað um það og Kastljós hefur hingað til ekki verið að elta ólar við bloggara með sterkar skoðanir. Sú samsæris- kenning hefur heyrst að Ómar hafi verið flugumaður á vegum RÚV. Það sé eina haldbæra skýringin, enda snerust ófáir andstæðingar auglýsingahlésins á sveif með Sjónvarpinu eftir þessa hólmgöngu. Soðið, kalt og steikt Skjólstæðingar velferðarsviðs Reykja- víkurborgar fá lambakjöt að borða á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Á aðfangadag verður lambakjötið soðið og með því grænmetisjafningur og snittubrauð. Á jóladag verður kalt hangikjöt á borðum með uppstúfi og grænmeti og á öðrum degi jóla verður steikt lambalæri með sveppasósu og steiktum kartöflum. Á fimmtudag, föstudag og laugardag verður boðið upp á fisk og kjúkling en á sunnudag fær fólkið enn eina lambakjötsmál- tíðina, í það sinnið lambasnitsel með hrásalati og steiktum kartöflum. bergsteinn@frettabladid.is bjorn@frettabladid.is GJAFABRÉF – TILVALIN JÓLAGJÖF MÁLMUR STEINN TRÉ ÍHLUTIR SILFUR KVEIKING NÁMSKEIÐ SÖGUN BORUN SLÍPUN ÚTSKURÐUR VÉLAR RENNIBEKKIR SKRÚFUR KLUKKUR FESTINGAR Opið lau - sun 10 –16 • opið 17. – 23 desember 10 – 21 Handverkshúsið Bolholt 4, 105 Rvk. Sími: 555 1212 Vefverslun: handverkshusid.is Námskeið - vélar - verkfæri - bækur Jó la ti lb oð á ha nd ve rk sh ús ið .is (áður Hjá Gylfa, Hafnarfirði) Hringdu og við sendum Silfurleirssett 4.950 kr. 20% afsl Steinatromla 8.500 kr. 15% afsl Útskurðarsett 11.750 kr. 15% afsl Smáfræsari 6.950 kr. 20% afsl F yrir réttum tveimur árum skrifaði Matthías Johannes - sen skorinorða ádrepu um nútímann í Lesbók Morgun- blaðsins. Eins og gjarnt er um eldri menn fannst skáld- inu og ritstjóranum fyrrverandi mörgu hafa hnignað í áranna rás. Þar á meðal fannst honum lítið koma til nýju kapítalistanna sem rutt höfðu sér til rúms á sviði íslensks athafnalífs á kostnað þeirra gömlu, sem Matthías þekkti og vann fyrir suma. Þeir voru „gott auðvald“ að mati Matthíasar. Nú þekkjum við lítið til innrætis þeirra kapítalista sem mest eru áberandi í viðskiptalífinu um þessar mundir; þeir eru örugglega engir englar, en hitt vitum við að þeir gömlu voru alls ekki allir góðir. Verðsamráð olíufyrirtækjanna og metsekt Eimskipafélags- ins fyrir að misnota markaðsráðandi aðstöðu sína taka af öll tvímæli um hversu „gott“ gamla auðvaldið var. Þetta eru þau fyrirtæki sem voru krúnudjásnin í veldi auðvalds Matthíasar. Ekki skal því haldið fram að vondir menn hafi stýrt þessum fyrirtækjum. En þeir voru að minnsta kosti ekki góðir, nema við sjálfa sig og þá sem voru innvígðir og innmúraðir í þeirra hirð. Sannarlega voru þeir ekki góðir við viðskiptavini sína, almenning í landinu. Við hann sátu þeir á svikráðum og voru brotin „alvarleg og til þess fallin að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samfélagslegu tjóni,“ eins og segir í úrskurði Samkeppnis eftirlitsins í máli Eimskipafélagsins. Frá því brotin voru framin hefur Eimskipafélagið skipt oftar en einu sinni um eigendur og stjórnendur. Frammi fyrir lögunum er félagið þó sami lögaðilinn og skal því bera sektina. Skal engan undra að nýir eigendur vilji ekki una þeirri niður- stöðu. Það er einkennilegt til þess að hugsa að þeir einstaklingar sem lögðu á ráðin um brot Eimskipafélagsins geta í dag látið eins og þau komi þeim nánast ekki við. Góðu heilli hnykkja nýlegar breytingar á samkeppnis lögunum á ábyrgð stjórnenda fyrirtækja vegna brota á lögunum. Þar með á að vera búið að taka af allan vafa um að þeir geti ekki skákað í skjóli þess að „brot hafi verið framin af félögum sem þeir störfuðu hjá,“ eins og lögmaður eins olíuforstjóranna hélt fram til varnar skjólstæðingi sínum fyrr á árinu. Allir viti borni menn sjá auðvitað að félög geta ekki haft sjálfstæðan vilja. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að þeir stjórnendur félaga sem verða uppvísir að brotum á samkeppnis- lögum axli á því persónulega ábyrgð. Forstjóri Eimskipafélagsins á brotaárunum var Ingimundur Sigurpálsson, núverandi forstjóri Íslandspósts og formaður Samtaka atvinnulífsins. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins hlýtur að vera aðilum að þeim samtökum umhugsunarefni. Það eflir hvorki traust né trú á atvinnulífi landsins að þar sé í forsæti einstaklingur sem hefur að mati Samkeppniseftirlits- ins orðið uppvís að því að skipuleggja svo alvarleg brot á sam- keppnislögum. Sekt Eimskipafélagsins og ábyrgð stjórnenda: Auðvald sem sat að svikráðum JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.