Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 12
12 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR Það væru örugglega tvöfalt eða þrefalt fleiri gestir sem kæmu í óperuna ef framboð væri meira. GUNNAR I. BIRGISSON BÆJARSTJÓRI Í KÓPAVOGI SNERT Á HAMINGJUNNI Kínverska táknið fyrir hamingju þykir vera gæfumerki. Þessi kona vonast til að það færi sér og fjölskyldu sinni ham- ingju að snerta táknið, sem er á vegg við Búddahof í borginni Chengdu, sem er í Sichuan-héraði í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP OSLÓ, AP Tólf skipverjum af rússnesku fraktskipi var bjargað um borð í norska björgunarþyrlu úti fyrir Múrmansk nyrst í Rússlandi á þriðjudag. Voru þeir fluttir til norska bæjarins Kirkenes, allir heilir á húfi. Rússnesk yfirvöld óskuðu eftir aðstoð Norðmanna eftir að skipið missti vélarafl í slæmu veðri og strandaði skammt frá ströndinni, að sögn yfirmanns hjá norsku strandgæslunni. Vegna veðurs gátu nálæg rússnesk skip ekki komið til hjálpar. Lögsaga Noregs og Rússlands liggur saman í Barentshafi og aðstoð við björgun er reglulega veitt á víxl milli landanna. - sdg Skipsstrand við Múrmansk: Tólf skipverjum bjargað í þyrlu KÍNA, AP Kínversk hjón, sem bæði eru kennarar, voru í gær dæmd til dauða fyrir að hafa neytt 23 stúlkur til að stunda kynlíf með kínverskum kolanámueigendum. Sex stúlknanna voru yngri en fjórtán ára. Hjónin störfuðu ásamt fjórtán öðrum að skipulagningu vændis- ins og þénaði hópurinn að andvirði tæplega 280.000 króna. Dauðadómnum yfir eiginmann- inum var frestað um tvö ár og sýni hann góða hegðun verður dómnum breytt í lífstíðarfang- elsi. Hjónin voru handtekin í ágúst þegar þau voru á flótta. - sdg Kínversk hjón dæmd til dauða: Neyddu nem- endur í vændi DÓMSMÁL Fjórmenningar á fertugs- og fimmtugsaldri voru í gær dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að nýta sér villu í Netbanka Glitnis og draga sér þannig milljónir í ágúst í fyrra. Fólkið, þrír karlar og ein kona, bar því við að það hefði nýtt sér villuna í góðri trú um að við það væri alls ekkert saknæmt. Villan lýsti sér þannig að kaup- og sölugengi gjaldmiðla víxluðust. Fólkið keypti dollara fyrir evrur og seldi strax aftur fyrir evrur, og hagnaðist við hverja færslu um upphæð sem ella rennur til bankans í formi álags. Sá stórtækasti fjórmenninganna dró sér á þennan hátt rúmar 24 milljónir í 3.908 færslum á sex daga tímabili. Hinir þrír drógu sér á bilinu 350 þúsund króna til rúmra þriggja milljóna. Dómara þótti sannað að allir fjórmenninganna hefðu vísvitandi nýtt sér villuna í hagnaðarskyni. Sá sem dró sér mest hlaut níu mánaða skilorðsbundið fangelsi, hinir einn, tvo og þrjá mánuði. Tvisvar þurfti að ákæra í málinu. Héraðsdómur og síðar Hæstiréttur höfðu vísað fyrri ákærunni frá þar sem hún barst frá saksóknara efnahagsbrota sem ekki hefur ákæruvald. - sh Fjórmenningar dæmdir á skilorð fyrir að nýta sér kerfisvillu í Netbanka Glitnis: Nýttu villu til að draga sér milljónir GLITNIR Öllu fénu sem fjórmenningarnir drógu sér var skilað strax eftir að málið komst upp. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA RV U N IQ U E 11 07 03 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Nr. 11 R Góðar hugmyndir Hagkvæmar vistvænar mannvænar heildarlausnir 1982–2007 Rekstrarvörur25ára Rekstrarvörulistinn ... er kominn út KÓPAVOGUR „Þetta er ekki vinn- andi vegur nema ríkið borgi meira en þær 176 milljónir sem það greiðir með Óperunni,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, um byggingu óperuhúss. Hún segir ríkið eiga að greiða 650 milljónir með Þjóðleik- húsinu. „Ég mundi segja að til að raunhæft sé að reka 800 manna óperu- hús verði fram- lag ríkisins að fara upp í þá tölu. En það er ekki að heyra á mennta- málaráðherra að hún ætli að fara að auka framlagið,“ segir Guðríður. Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi, segir hugsunina vera að Íslenska óperan reki húsið „og menntamálaráðherra hefur sagt á fundum hjá okkur að hennar hugur standi til þess að ríkið styðji Íslensku óperuna til að hún geti rekið þetta hús með miklum myndarbrag“. Guðríður hefur setið í undir- búningsnefnd um byggingu óperu- hússins. Hún gagnrýnir ýmislegt í viðskiptaáætlun sem nefndin lét gera. „Forsendur sem liggja til grundvallar eru mjög oft byggðar á væntingum álitsgjafa sem eru áhuga- og ástríðumenn um óperur.“ Álitsgjafarnir eru meðal ann- arra Sveinn Einarsson, fyrrver- andi Þjóðleikhússtjóri, Ármann Örn Ármannsson óperuáhuga- maður og Stefán Baldursson óperustjóri. „Ekki hefur verið marktæk aukning í aðsókn að óperum síðastliðin tíu ár og ekki er gefið að sætanýting batni í stærra húsi,“ segir Guðríður. Í spá er gert ráð fyrir að heildar- fjöldi gesta sé 140 þúsund á ári og af því séu óperugestir 43 þúsund. „Við stöndum ekki í vegi fyrir því að húsið rísi en við höfum gert verulegar athugasemdir við eitt og annað í þessari viðskipta- áætlun,“ segir Guðríður. Gunnar segir áætlunina ekki fullunna og fjöldi óperusýninga sé háður því hvað ríkið borgi sýn- ingarnar mikið niður. „Það er meðgjöf með hverjum miða og þegar hún er búin verða menn að hætta að sýna. Það væru örugg- lega tvöfalt eða þrefalt fleiri gestir sem kæmu í óperuna ef framboð væri meira.“ Gunnar segir að þrátt fyrir að Samfylkingin „hafi ekki þorað annað en að greiða atkvæði með þessu á fundinum þá séu þau ennþá í hjarta sínu á móti þessu“. olav@frettabladid.is Samfylkingin telur að 474 milljónir vanti Samfylkingin í Kópavogi gerir athugasemdir við viðskiptaáætlun óperuhússins og segir ekki að heyra að menntamálaráðherra ætli að auka framlag ríkisins til Íslensku óperunnar. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR ÁÆTLAÐ ÓPERUHÚS Í KÓPAVOGI Bæjarfulltrúar Samfylkingar gera fyrirvara við bygg- ingu óperuhússins. BÚLGARÍA, AP Lögregla í Búlgaríu hefur handtekið tvo Þjóðverja og lágt settan yfirmann í búlgarska hernum vegna gruns um að þeir hafi stolið þýskum skriðdreka úr síðari heimsstyrjöld og reynt að stela öðrum. Hristo Tinev, búlgarskur her- saksóknari, sagði hina þrjá grun- uðu hafa verið handtekna þann 13. desember er þeir voru staðnir að verki við að grafa upp MK IV Panzer-skriðdreka skammt frá landamærunum að Tyrklandi. Þeir eru ennfremur sakaðir um að hafa grafið annan slíkan skriðdreka upp og selt úr landi í pörtum í síðasta mánuði. Að sögn Tinevs geta sakborningarnir átt allt að 15 ára fangelsi yfir höfði sér, verði þeir sakfelldir. Búlgarar voru bandamenn Þjóðverja framan af síðari heimsstyrjöld og skriðdrekarnir urðu eftir í landinu við stríðslok. Búlgaría varð síðan eitt af lepp- ríkjum Sovétríkjanna og þar sem það á landamæri að NATO-ríkinu Tyrklandi var á dögum kalda stríðsins komið upp mikilli víg- girðingu þar. Tugir gamalla þýskra skriðdreka voru grafnir í jörðu og fallbyssur þeirra látnar þjóna sem hluti stórskotaliðs í þessari víggirðingu. Vitað er um 40 slíka skriðdreka enn í jörðu, fyrir utan þá tvo sem hinir meintu þjófar grófu upp. Þýsku forn-skriðdrekarnir eru ekki brúklegir til hernaðar, en þeir eru eftirsóttir af stríðs- minjasöfnurum sem greiða allt að 50.000 evrur, andvirði 4,5 milljóna króna, fyrir sæmilega varðveitt eintak. - aa PANZER MK IV Þýski herinn notaði skriðdreka af þessari gerð á öllum vígstöðvum seinna stríðs. Skrið- drekinn var grafinn upp skammt frá landamærum Tyrklands. Bíræfnir þjófar staðnir að verki í Búlgaríu: Stálu skriðdreka úr síðari heimsstyrjöld Trassi beðinn að víkja Verktaki við skólalóð Patreksskóla á Patreksfirði hefur verið beðinn að samþykkja að annar verði fenginn til að annast verkið vegna hættu af steypustyrktarjárnum á skólalóðinni. PATREKSFJÖRÐUR Ekkert hindrar að gerð verði höfn eða legufæri fyrir olíuhreinsunar stöð í Arnarfirði og Dýrafirði. Þetta kemur fram í skýrslu Siglingastofnunar um öldufar. VESTFIRÐIR Öldufar skoðað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.