Fréttablaðið - 21.12.2007, Side 68

Fréttablaðið - 21.12.2007, Side 68
BLS. 12 | sirkus | 21. DESEMBER 2007 JÓLASTRESSIÐ Af hverju verða margir stressaðir fyrir jólin? Hver sagði að það þyrfti að senda 112 jólakort, baka átta smákökutegundir og fægja silfrið? Einfaldaðu líf þitt því það eru ekki allir sem geta leyft sér hvíldarinnlögn á heilsuhælinu í Hveragerði eftir jól. MISHEPPNAÐAR FEGRUNARAÐGERÐIR Varast ber allar róttækar fegrunar- aðgerðir fyrir jólin. Láttu það vera að fara í fyrsta skipti í ljós á árinu 23. desember eða maka á þig brúnkukremi hafir þú aldrei notað slíkt. Það vill enginn vera sótbrunninn eða appelsínugulur á jólunum. JÓLAGJAFIR Í ALLTOF STÓRRI STÆRÐ Það er óskemmtilegt að fá allt of stóra gjöf frá þeim sem þekkir líkama þinn hvað best. Leðurhanskar sem gætu passað á vörubílstjóra eða nærbuxur sem gætu náð utan um heilt sirkustjald er eitthvað sem ekki gleður. ÁSTARSORG Á AÐVENTUNNI Sambandslit ættu að vera bönnuð á þessum tíma ljóss og friðar þegar allt Grafarvogsgengið tekur sig til og fyllir miðbæinn af sykursætri rómantík og arkar um stræti og torg haldandi hvort utan um annað. JÓLABOÐ MEÐ FJARSKYLDUM ÆTTINGJUM Þarf einhver að segja meir? VANDRÆÐALEGAR GJAFIR Hvað er hægt að segja þegar nákominn vinur tekur upp á því að færa þeir matarkörfu fulla af kjötvörum þegar þú hefur verið grænmetisæta í meira en tíu ár? ÁRAMÓTASKAUPIÐ Af hverju hefur enginn gefist upp á skaupinu? Það bíða allir fullir eftirvæntingar eftir hápunkti sjónvarpsdagskrárinnar allt árið en verða síðan fyrir sárum vonbrigðum á þessum síðasta klukkutíma ársins. MAGAPEST UM JÓLIN Fáar flensur geta verið jafn óheppilegar og magapestir á þessum tíma, þegar át og góður matur eru í hávegum höfð. HIMINHÁIR VISAREIKNINGAR Á NÝJU ÁRI Það er ekki gaman að ranka við sér 1. janúar eftir neyslufyllirí desembermán- aðar. Hægt er að afskrifa Mallorca-ferð í maí með fjölskyldunni og gleyma líkams- ræktarkortinu sem átti að fjárfesta í eftir jól. ÚTÞENSLA JÓLANNA Jólin eru ekki vinur þeirra sem þurfa að passa línurnar enda freistingar á hverju horni. Auðvitað vilja allir geta leyft sér malt og appelsín í morgunmat, smákökur í öll mál, laufabrauð með miklu smjöri og rjómasósur með steikunum. ÁRAMÓTAGLEÐI Þær eru miklar væntingarnar í kringum síðasta kvöld ársins, samt vita fæstir hvar þeir ætla að eyða nýársnóttinni og verða ekki í rónni fyrr en partíið er fundið, sem endar yfirleitt á því að vera súrasta partí ársins. SPILAÆÐI JÓLANNA Á þessum tíma ársins virðist fólk leggja sig í líma við að taka fram fjölskylduspilin sem að allir geta spilað. Pictionary- og Trival Pursuit- partíin spretta upp eins og gorkúlur og áður en þú veist er þér farið að líða eins og „Gettu betur“-settinu. Martröð hvers heilbrigðs manns. RAUÐ JÓL Alla dreymir um hvít jól. Við megum þola snjóþunga vetur, snjóhríð, kulda og gadd á vetrarmánuðunum en þegar kemur að sjálfum jólunum virðast veðurguðirnir og gróðurhúsaáhrifin bindast böndum um að færa Íslending- um rauð jól. ÓSMEKKLEGAR JÓLAGJAFIR Myndarammi með óheppilegri mynd af þér í, loðin bleik handjárn með áletruninni „Hot Sex“, jóla g- strengur, krem sem styrkir appelsínuhúð... ÞORLÁKSMESSUGLEÐI Margir fagna oft síðustu jólagjafainn- kaupunum á Þorláksmessu með nokkrum drykkjum á barnum sem oft getur verið afar hressandi áður en jólin hringja inn. Oft vill þó annríki og stress gleymast þegar Bakkus tekur völdin og ófáar gjafirnar hafa týnst í þessari „Þorláksmessugleði“ sem getur haft dramatískar afleiðingar í för með sér þegar fólk rankar við sér á aðfangadagsmorgun. SMS FRÁ FYRRVERANDI Á AÐFANGADAGSKVÖLD Þegar klukkan hringir jólin inn á slaginu sex fá margir sms- skilaboð frá hinum og þessum. Súrast er að fá hjartnæm skilaboð frá gömlum sjens sem er fyrir löngu útrunninn og velkjast í vafa með það öll jólin hvort þú eigir að svara. 18 HLUTIR SEM SPILLA GLEÐI JÓLANNA OF MIKIL MARINERING Hver vill vera angandi eins og bjórkjallari öll jólin? Það kyngir enginn jólasteikinni niður með malti og appelsíni eða lifir af eitt jóla-„ættarmótið“ án áfengis og því getur hátíð ljóss og friðar oft orðið vel kennd hjá þeim sem finnast sopinn góður. BLÚSUÐ ÁRAMÓT það er eitthvað blúsað við það að kveðja árið sem er að líða. Hafi árið verið erfitt getur þetta verið svartasti tímapunktur ársins, ástarsorg, vonlausir sjensar rifjast upp og áramótun- um getur hæglega verið eytt í táradal.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.