Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 58
 21. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● jólin koma Í bók Jónínu Leósdóttur Talað út – um lífið og tilveruna standa þessi orð: „Það er alveg makalaust að heilt þjóðfélag skuli árlega fara á annan endann í desember. Bara vegna þess að fram undan eru tveir, þrír frídag- ar sem venja er að nota til að skiptast á gjöfum og hitta fjölskyldu og vini.“ Síðan koma heilræðin hvert af öðru. Öll byggjast þau upp á því að búa sér til lista yfir það sem gera þarf. Fyrst jólakortalista, síðan jólagjafalista og að lokum matarinnkaupalista. Svo kemur þessi gullvæga setning: „Þeir sem ekki geta hugsað sér jól án taugaáfalls og eftirkasta ofþreytu geta þó vitanlega valið sér lengri og krókóttari leið að sama marki. Þeir geta farið ótal ferðir í Bónus, fyllt allar geymslur af niðursuðudósum og bökunarvörum, flett fjórum ár- göngum af Gestgjafanum í leit að uppskriftum, búið til heimagert kon- fekt og bakað fullt af kökum til að henda eftir jólin. Þá verður líka svo mikið fjör hjá þeim í janúar. Þá taka við heimsóknir til bankastjóra til að semja um greiðslujöfnun, heimsókn- ir í líkamsræktarstöð til að ná af sér jólakílóunum og heimsóknir til sál- fræðings til að greiða úr sálarflækj- unum sem sköpuðust af öllu stress- inu.“ Eftir að hafa lesið þessi gull- korn var púlsinn tekinn á höfundin- um, Jónínu Leósdóttur, og hún spurð hvernig hún fari að því að halda blóð- þrýstingnum á réttu róli um þessar mundir. „Mér finnst voða gott að hafa lífið eins einfalt og hægt er og reyni að draga úr streitu á öllum sviðum. Því reyni ég að forðast staði þar sem margt fólk er með angist í augunum og svitaperlur á enninu. Svo róa inn- kaupalistarnir mig. Ég er svo mikil listakona!“ svarar hún brosandi og nefnir sem dæmi að hún gefi eintóm- ar bækur í jólagjöf. „Það vita allir í fjölskyldunni að það koma ferkant- aðir, harðir pakkar frá mér,“ bætir hún við. Jónína kveðst hafa sleppt því í mörg ár að baka fyrir jólin en hafa prófað það þegar hún var yngri. „Ég bjó úti í Bretlandi í nokkur ár þegar ég var rúmlega tvítug. Þá var ég ný- lega gift manni úr Skagafirði og hann var vanur að hafa laufabrauð á borð- um eftir uppskrift mömmu sinnar og ég byrjaði að steikja laufabrauð þar eftir uppskrift frá tengdamóðurinni. Í mörg ár stóð ég líka í tilraunum við að baka mjúkar súkkulaðibitakök- ur en tókst ekki og þá bara hætti ég þessu. Kaupi frekar hnetur og ávexti. Svo finnst mér voða gott að kveikja á kerti heima hjá sér. Það fyllir mig friði.“ - gun Streitulaus jól ● Jónína Leósdóttir reynir að hafa lífið eins einfalt og mögulegt er á jólunum. Hún forðast staði þar sem margt fólk safnast saman og býr til innkaupalista sem róa taugarnar. Jónína Leósdóttir rithöfundur. „Ég fer bara yfir listana mína góðu og finn að engin ástæða er til að stressast upp þó fæðingar- hátíð frelsarans sé í nánd.“ FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I Spilavinir Spil og púsluspil fyrir alla fjölskylduna Langholtsvegur 126 · 104 Reykjavík · Sími 553 3450 · spilavinir@spilavinir.is · www.spilavinir.is Hjá Spilavinum er hægt að kíkja í kassann og jafnvel prófa spilið, áður en það er keypt! Jungle Speed Spil sem byggir á hraða og snerpu! Tilvalið í möndlug jöfi na!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.