Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 24
24 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur > Útstreymi af koldíoxíði (CO2) vegna fiskveiða. Í þúsundum tonna. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 64 0 66 2 76 5 70 3 1999 2001 2003 2005 FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is Stýrivextir haldast 13,75 prósent eftir vaxtaákvörð- un Seðlabankans í gær. Forkólfar stéttarfélaga eru á einu máli um að hækkun vaxta hefði verið röng ákvörðun og margir þeirra segjast hafa vonast eftir lækkun, toppi hækkana sé nú náð. „Ég hef talið að stýrivextirnir væru allt of háir og að það væri ástæða til að lækka þá,“ segir Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. „Ég held að hver sem spáir í efnahags- lífið á næsta ári hafi litlar áhyggj- ur af þenslu og því fyrr sem Seðla- bankinn áttar sig á því, því betra.“ Ólafur Darri Andrason, deildar- stjóri hagdeildar ASÍ, segir ákvörðunina ekki koma á óvart. „Verðbólguhorfur eru ekki ásættan legar, en það hefur margt annað verið að gerast,“ segir Ólafur Darri. „Síðasta stýrivaxta- hækkun hafði áhrif á vaxtastigið og svo hefur verið órói á erlendum mörkuðum og hlutabréf hafa verið að falla í verði. Inn í þessa mynd kemur þetta ekki á óvart.“ Ólafur Darri telur ekki skyn- samlegt að lækka stýrivexti við þessar aðstæður. „En auðvitað væri æskilegt að réttar aðstæður sköpuðust,“ bætir hann við. Löngu hættir að skilja stefnuna Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segist í auknum mæli horfa til upptöku evrunnar, svo að Íslend- ingar fái stöðugan gjaldmiðil. „Ég er fyrir löngu hættur að skilja okurvaxtastefnuna,“ segir hann. „Vonandi er toppnum náð og hægt að slaka vöxtunum niður á nýju ári,“ segir Kristján. „Þessi harða stefna bitnar helst á skuld- ugum heimilum landsins en nær ekki til þeirra sem eru með lán í evrum og svissneskum frönkum og hafa innkomu í erlendum mynt- um. Fólk sem þarf að redda sér á endalausum yfirdrætti frá mánuði til mánaðar borgar af þessu háan toll.“ Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir þessa háu vexti hafa áhrif á allt verðlag. „Maður hefði gjarnan viljað sjá að þeir færu að trappa sig niður því þessi staða sem við erum í skaðar atvinnulífið og hefur áhrif á verðlag sama hvert litið er, hvort sem það eru smákökurnar eða jólagjafirnar,“ segir Guðmundur. Hann segir ríkisstjórnina og Seðlabankann halda hvort í sína áttina. „Seðlabankinn er ekki í neinu sambandi og bankinn og ríkis stjórnin stýra ekki efnahags- málum með sömu aðferðinni. Aðferðir bankans virka ekki,“ segir Guðmundur. Stórskaðleg stefna „Ég tel að bankinn hefði fyrir löngu átt að vera búinn að lækka vextina þannig að þessi ákvörðun slær mig mjög illa,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. „Það er merkilegt að Seðlabanki Íslands skuli vera í þessum heimi og að það sem ger- ist í kringum okkur gefi honum ekki tilefni til lækkunar.“ Friðrik segir stefnu bankans stórskaðlega fyrir íslenskt efna- hagslíf og grafa undan atvinnu- uppbyggingunni. „Það þarf að endurskilgreina markmið bank- ans og horfa til fleiri þátta.“ Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins, segist hafa vonast eftir lækkun. „Í sjálfu sér erum við glaðir yfir að vextirnir hækkuðu ekki. Mér finnst þetta gefa til kynna að við séum komin á tindinn í vöxtunum og að menn fari að fikra sig niður sem er bráðnauð- synlegt,“ segir Jón Steindór. Hann segir engan rekstur geta staðið undir þessu vaxtastigi til lengdar. „Stærri fyrirtækin hafa rýmri möguleika á að víkja sér undan en smærri fyrirtækin hafa það ekki. Þetta er mjög erfitt ástand og allur rekstur þarf að vera býsna stöndugur til að víkja sér undan þessu,“ segir Jón Stein- dór. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans um stýrivexti verður kynnt 14. febrúar 2008. Vona að toppi hækkana sé náð %6. jún. ´05 29. sept. ´05 2. des. ´05 26. jan. ´06 30. mar. ´06 18. maí. ´06 06. júl. ´06 16. ágú. ´06 14. sept. ´06 27. des. ´06 1. nóv. ´07 20. des. ´07 Þróun stýrivaxta frá júní 2005 9,07 9,75 9,97 10,2 10,87 11,54 12,21 12,65 13,09 13,3 13,75 13,75 VILHJÁLMUR EGILSSON ÓLAFUR DARRI ANDRASON KRISTJÁN GUNNARSSON GUÐMUNDUR GUNNARSSON FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON Fjallið Arafat í Sádi-Arabíu hefur verið nokkuð í fréttum nú í vikunni í tengslum við hinar árlegu pílagrímaferðir múslima. Margir lesendur hringdu þó inn í gær til að gera athugasemdir við frétt af helgri stund pílagríma á fjallinu, sem birtist í blaðinu í gær. Margir voru sannfærðir um að fjallið héti ekki Arafat, heldur Ararat. Hvar er Ararat? Fjallið Ararat er vissulega til. Það er hæsta fjall Tyrklands, 5.137 metra hátt eldfjall austast í landinu skammt frá landamærum Armeníu. Þetta mikla fjall hefur reyndar ekki alltaf verið innan landamæra Tyrklands. Öldum saman tilheyrði það Armeníu og er enn í miklum metum meðal Armena, sem margir hverjir líta það sem eitt helsta þjóðar- tákn sitt. Fjallið sést vel frá Armeníu þar sem það gnæfir yfir öllu í vestri, enda hæsta fjall á þessum slóðum. Margir telja einnig að þetta sé sama Araratfjallið og sagt er frá í sögu Biblíunnar af Örkinni hans Nóa, þótt um það ríki reyndar mikil óvissa. Hvar er Arafat? Fjallið Arafat er hins vegar líka til, og sést hér á myndinni þakið pílagrímum. Það er í Sádi-Arabíu og miklu minna en Ararat, ekki nema 70 metrar á hæð og þar af leiðandi alveg á mörkum þess að geta talist fjall. Hallgríms- kirkjan í Reykjavík er nokkrum metrum hærri. Arafat er í 24 kílómetra fjarlægð frá Mekka, borginni helgu. Dvöl þar er einn helsti hápunktur hinna árlegu pílagrímsferða múslima, því þar á fjallinu trúa múslimar því að Múhameð spámaður hafi haldið síðustu ræðu sína. Þar eiga, samkvæmt íslamstrú, Adam og Eva líka að hafa náð saman á ný og hlotið fyrirgefningu guðs eftir brottreksturinn úr Eden. Af þeim sökum nefna múslimar það einnig Fjall náðarinnar, Jabar ar-Rahmah. Til Arafats halda pílagrímarnir á öðrum degi ferðar sinnar, ganga þangað frá borginni Mekka og dveljast þar yfir nótt á sléttunni í kring. FBL-GREINING: FJÖLLIN ARARAT OG ARAFAT Þjóðartákn Armena og fjall spámannsins ÁKVÖRÐUNIN KYNNT Bankastjórn Seðlabankans ákvað að hækka ekki stýrivextina frekar á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTASKÝRING STEINDÓR GRÉTAR JÓNSSON steindor@frettabladid.is Um jólin fara margir neytendur hamförum í matar- og gjafakaupum svo smásalar hafa vart undan. Þuríður Hjartardóttir, framkvæmda- stjóri Neytenda- samtakanna, minnir á að í jólaverslun sem annarri verslun sé það hilluverð sem gildi. Neytendur eigi ekki að borga annað verð við kassann, heldur fá vöruna á því verði sem þeir völdu hana til kaupa. Hvað ber neytendum helst að var- ast um jólin? Fyrst og fremst ætti fólk nú að reyna að gæta hófs og eyða ekki um efni fram. Góð almenn regla í verslun er síðan að spyrja um skilarétt og fá kvittun. Þetta er sérstaklega mikilvægt um jólin svo að sá sem fær gjöfina geti skipt henni. Er mikið um pretti í jólaverslun? Nei, ekki þannig lagað. Neytendur geta yfirleitt treyst því að verslanir séu heiðarlegar um jólin. En þær mættu standa sig betur í verðmerkingum. Það vantar töluvert upp á að reglum um verðmerkingar sé framfylgt og það er mikið vandamál. En hvaða verð á að gilda þegar misræmi er milli hilluverðs og kassaverðs? Það er alveg skýrt í reglum um verð- merkingar að hilluverð gildir fram yfir kassastrimilinn, sé misræmi á milli. Því hvet ég neytendur eindregið til að standa á rétti sínum þegar svo ber við. SPURT & SVARAÐ JÓLIN OG NEYTENDUR Hilluverð er rétta verðið ÞURÍÐUR HJARTARDÓTTIR Framkvæmdastjóri Neytendasamtak- anna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.