Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 6
6 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR SAMKEPPNI „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að forsendur Samkeppn- iseftirlitsins fyrir úrskurði sínum séu rangar,“ segir Ingimundur Sig- urpálsson, sem var forstjóri Eim- skipafélags Íslands þegar það braut gróflega gegn samkeppnis- lögum á árunum 2001 til 2002. Samkeppniseftirlitið (SE) hefur gert Eimskipi að greiða 310 millj- óna sekt fyrir brotin. SE fullyrðir í ákvörðun sinni að markvissar aðgerðir Eimskips á þessum tíma hafi miðað að því að bola Samskipum út af markaðnum. Ingimundur furðar sig á slíkum fullyrðingum. „Þetta er bara hrein- lega rangt. Ég hef aldrei tekið þátt í umræðu um að það ætti að bola Samskipum út af markaði enda finnst mér það bara liggja í augum uppi að Eimskip hefði aldrei getað verið eitt á markaði hér. Þetta var aldrei inni í umræðunni.“ Ingimundur segist ekki sjá ástæðu til að hann segi af sér sem formaður Samtaka atvinnulífsins, starfinu sem hann gegnir nú, vegna úrskurðar SE. Í tölvupóstum ræddu yfirmenn Eimskipa um það sem kallað var „árás“ og „markaðsatlaga“ að Sam- skipum og í minnisblaði sem meðal annars var lagt fyrir Ingimund, er nefnt að setja skuli Samskip „á hælana með því að herja á þeirra viðskiptamenn úr mörgum áttum“. „Þetta er tungutakið sem tíðkast þegar menn eru í samkeppni,“ segir Ingimundur. „Þetta þekkist til dæmis úr íþróttunum. Menn nota oft svona orðalag þegar verið er að peppa sig upp í keppni en það þýðir ekki að menn ætli að ganga milli bols og höfuðs á hlut- aðeigandi. Það var aldrei rætt.“ Eimskip var meðal annars fundið sekt um að hafa gert fjölda einkakaupsamn- inga við við- skiptavini, sem skuldbundu þá til að skipta eingöngu við Eimskip. Það er ólöglegt ef fyrirtæki er ráð- andi á markaði. Deilt var um hvort Eimskip hefði á þessum tíma verið ráðandi á sjóflutningamarkaði. „Samkeppniseftirlitið byggir allt sitt á þeirri staðhæfingu að við höfum haft markaðsráðandi stöðu. Því er ég ósammála,“ segir Ingi- mundur. „Við fórum yfir þetta með sérfræðingum á sínum tíma og komumst að hinu gagnstæða.“ Ingimundur, sem í dag er for- stjóri Íslandspósts og formaður Samtaka atvinnulífsins, hefur ekk- ert komið að málinu síðan hann lét af starfi forstjóra Eimskipafélags- ins í lok árs 2003. Hann hefur hvorki verið kallaður til af SE né Eimskipi, og á ekki von á því nema málið endi fyrir dómstólum. En Ingimundur hleypst ekki undan ábyrgð. „Ég bar að sjálf- sögðu ábyrgð á starfsemi fyrir- tækisins á þessum tíma, það er ekki spurning, en þetta snýst ekki um það á þessu stigi heldur hvort Samkeppniseftirlitið hefur rétt fyrir sér eða ekki.“ stigur@frettabladid.is Aldrei rætt um að knésetja Samskip Fyrrverandi forstjóri Eimskips hafnar því að reynt hafi verið að bola Samskipum út af markaði á árunum 2001 til 2002 líkt og Samkeppniseftirlitið fullyrðir. Um- mæli undirmanna sinna um „árásir“ segir hann orðalag sem tíðkast í samkeppni. DETTIFOSS Ingimundur segir Eimskipafélagið hafa fengið álit sérfræðinga þess efnis að félagið væri ekki ráðandi á sjóflutningamarkaði. Markaðsráðandi staða gerir einkakaupsamninga ólöglega. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON Vandinn er RÚSSLAND, AP Leiðtogar Rúss- lands, Kasakstans og Túrkmenist- ans gerðu í gær með sér samning um að leggja gasleiðslu meðfram strönd Kaspíahafs. Rússar hafa þar með tryggt að þeir verði áfram einráðir um flutning á gasi frá ríkjunum við Kaspíahaf. Með samningnum dvína vonir Bandaríkjanna og Evrópusam- bandsins um að lögð verði gasleiðsla beint frá ríkjunum við Kaspíahaf án þess að leiðslan lægi um Rússland. Nýja leiðslan verður tilbúin árið 2010 og á að geta flutt tuttugu milljarða rúmmetra á ári til að byrja með. - gb Gasleiðsla frá Kaspíahafi: Rússar tryggja sér yfirburði VINNUMARKAÐUR Enn bætist í hóp fyrrverandi starfsmanna Jarðvéla sem óskað hafa eftir aðstoð verka- lýðsfélagsins Eflingar við að inn- heimta laun sem þeir eiga inni hjá verktakafyrirtækinu Jarðvélum. „Fyrrverandi starfsmenn Jarð- véla streyma inn til okkar,“ segir Ágúst Þorláksson hjá Eflingu. Hann segir að alls reki Efling nú mál fyrir átján fyrrverandi starfs- menn sem hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu í nóvember. Ágúst segir mennina orðna úrkula vonar um að fá launin greidd fyrir jól, og engin svör fáist um framhaldið frá Jarðvélum. Jarðvélar hafa unnið að tvöföld- un Reykjanesbrautar. Vegagerðin hefur nú aukið eftirlit sitt með merkingum í kringum vinnusvæð- ið við Reykjanesbrautina, til að tryggja að merkingar séu ávallt í lagi. Slíkt er venjulega í höndum verktakans, í þessu tilviki Jarð- véla, en Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri segir að eins og ástatt sé hjá verktakanum hafi þótt þörf á því að auka eftirlit með þessum þætti. Jarðvélar hafa fengið frest til áramóta til að sýna fram á að fyrir- tækið geti lokið tvöföldun Reykja- nesbrautarinnar, og verður ákvörðun um það hvort samningi við Jarðvélar verður rift tekin eftir áramót, segir Gunnar. Ekki náðist í forsvarsmenn Jarðvéla við vinnslu fréttarinnar. - bj Fleiri fyrrverandi starfsmenn Jarðvéla óska eftir aðstoð við að innheimta laun: Úrkula vonar um fé fyrir jól REYKJANESBRAUTIN Vegagerðin yfirfer nú sjálf merkingar við vinnusvæði á Reykja- nesbrautinni, en lítil starfsemi hefur verið þar á vegum Jarðvéla undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær karlmann í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi auk greiðslu 714.805 króna í skaðabætur fyrir að slá annan mann í höfuðið með gleríláti. Málsatvik voru þau að sá dæmdi sló fórnarlambið eftir að þeim sinnaðist á veitingastað í Reykjavík. Hlutust af árásinni mikil sár á höfði, meðal annars fjögurra sentimetra skurður undir hárlínu og þriggja senti- metra skurður framan við eyra. Þykir árásin bæði fólskuleg og hættuleg. Dæmdur þarf einnig að greiða sakarkostnað og málsvarn- arlaun. - ovd Sérstaklega hættuleg árás: Sló mann með gleríláti BANDARÍKIN, AP Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti á miðvikudag frumvarp sem auðveldar athugun á bakgrunni fólks sem vill kaupa skotvopn. Í lögunum er kveðið á um hvaða geðheilbrigðisskýrslur skulu kannaðar. Frumvarpið fer nú til fulltrúadeildar. Í apríl skaut geðveikur maður 32 til bana í háskóla í Virginíuríki. Áður hafði dómari úrskurðað að maðurinn væri sjálfum sér hættu- legur og ætti að sæta meðferð. Persónuverndarlög komu þó í veg fyrir að þær upplýsingar bárust í gagnagrunn á alríkisstigi sem notaður er til að kanna bakgrunn væntanlega skotvopnakaupenda. - sdg Vopnalög í Bandaríkjunum: Geðveikir geti ekki keypt vopn MÓTMÆLI Nýtt frumvarp er á leið til fulltrúadeildar. FORSETAR RÚSSLANDS OG KASAKSTANS Vladimír Pútín og Nursultan Nasarbajev undirrituðu samninginn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÁTTÚRA Landhelgisgæslan brýnir fyrir sjómönnum að fylgjast vel með veðurspá á aðfangadag en þá er fullt tungl og stórstreymi því samfara. Útreikningar sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar sýna að sjávarhæð á aðfangadag og jóla- dag verði rúmum fjórum metrum yfir meðalstórstraumsfjöru. Því ber að fylgjast með hvort blási af hafi og hvort loftþrýsting- ur sé lágur en við slíkar aðstæður verður sjávarhæðin meiri. - jse Landhelgisgæslan: Flóðajól í ár Varað við örverum Umhverfisstofnun varar fólk við örverum í jólamatnum yfir hátíðarnar. Til að eiga ekki matareitrun á hættu þurfi að gæta að hreinlæti og réttri hitun og kælingu matarins. „Enga hálfvelgju, takk!“ segir Umhverfis- stofnun. VÍSINDI FÉLAGSMÁL Miðborgarprestur frá Dómkirkjunni í Reykjavík fær fjögurra milljóna króna styrk á næsta ári úr borgarsjóði. „Miðborgarprestur mun sinna margvíslegum samfélagsverkefnum, aðallega í miðborginni,“ segir í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með tillögu hans til borgarráðs um að framlengja styrkinn úr borgarsjóði til þessarar starfsemi til eins árs. Í skýrslu Þorvaldar Víðissonar miðborgarprests til borgarstjóra um starfið kemur fram að verksvið miðborgarprests er margþætt. Miðborgarpresti í hálfu starfi sé meðal annars ætlað að sinna kristilegu götustarfi, æskulýðsstarfi og sálgæslu og að vera talsmaður þeirra sem eru undir í samfélaginu. Miðborgarprestur, sem starfi sem prestur við Dómkirkjuna og sinni þar hefðbundnum verkum, sé fulltrúi Þjóðkirkjunnar í SAMAN hópnum sem er sam- tarfsvettvangur stofnana, félaga og sveitarfélaga um forvarnir og unglinga. „Dómkirkjan leitast við að svara breyttum aðstæðum með nýjum áherslum í starfi sínu. Fyrsta árið í embætti miðborgarprests sýnir að verkefnin eru næg og verðug. Dómkirkjan vill sinna auknu miðborgarstarfi í hlutverki sínu sem miðborgarkirkja,“ segir séra Þorvaldur í skýrslu sinni til borgarstjórans. - gar Borgarráð framlengir styrkveitingu til samfélagsstarfs miðborgarprests í eitt ár: Fjórar milljónir í borgarprest ÞORVALDUR VÍÐISSON Miðborgarprestur segir næg og verðug verkefni að takast á við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Finnst þér rétt að hafa auglýs- ingahlé í miðju áramótaskaup- inu? Já, 24,5 % Nei 75,5 % ERTU SÁTTUR VIÐ RÁÐNINGU ÞORSTEINS DAVÍÐSSONAR SEM HÉRAÐSDÓMARA? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.