Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 42
BLS. 2 | sirkus | 21. DESEMBER 2007 ■ Heyrst hefur Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@frettabladid.is Forsíðumynd Völundur Jónsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is Auglýsingastjóri Guðný Guðlaugsdóttir Sími 512 5462 Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 MORGUNMATURINN: Morgunmatur er ekki mikill hér í Kína, flestir láta sér nægja að fá sér heita sojamjólk og leifarnar frá því kvöldinu áður, það er alla vega hefðin. Með þessari hefð hafa sprottið upp hinir og þessir morgunverðarréttir sem eru byggðir á því að blanda saman öðrum réttum, þú ert samt ekki að kaupa alvöru leifar af kvöldmat annarra. Minn morgunmatur er bara það sem er í boði hverju sinni fyrir framan íbúðina mína, það sem götusölumaðurinn er að elda hverju sinni. Þetta geta verið súpur, pönnukökur eða „dumplings“ og auðvitað heit sojamjólk með. SKYNDIBITINN: Ef ég er ekki í skapi til þess að tala kínversku og reyna að koma mér í gegnum kínverskan matseðil er alltaf hægt að benda á myndirnar í McDonalds eða KFC sem spretta upp á hverju götuhorni hér í Peking. En besti skyndibitinn er samt sem áður hefðbundinn kínversk pönnukaka sem heitir Jian Bing, virkar vel við öll tækifæri ... morgunmat, hádegismat, þynnkumat, hin fullkomni skyndibiti. Þetta er þunn pönnukaka sem er steikt fyrir framan mann, oftast með þunnu lagi af eggi ofan á deiginu, lauk og smá sterkri sósu. Staðirnir sem selja þennan mat eru oftast bara einn maður með hellu á hjólum og hálft hverfið í biðröð, þannig að billjón manns geta varla haft rangt fyrir sér, þetta er besti skyndibiti í heiminum. UPPÁHALDSVERSLUN: Allar verslanir í Peking eru auðveldlega uppáhaldsverslunin, því að allt er um 80% ódýrara en heima á Íslandi... frá mat, fötum og upp í lúxusvörur og bíla. En þar sem ég er mikill bíómaður verð ég að nefna DVD-búðirnar. Löglegar búðir selja DVD-diska á 300 kr. stykkið og úrvalið er eins og það besta úr HMV eða Virgin, ólöglegir sölumenn selja diskinn á 30 kr. stykkið en úrvalið er aðeins stærstu Hollywood-myndirnar og oft eru gæðin léleg. Síðan eru það skemmtilegustu búðirnar, „semi-legal“ DVD-verslanir eins og þær eru kallaðar hér, en þær selja diskana á 60 kr., gott úrval og góð gæði. Allir diskarnir eru ólöglegir en þetta er samt búð í húsnæði, ekki maður að selja úr ferðatösku á götunni. Þar sem þessar búðir borga skatt af húsnæðinu eru þær orðnar svona ... „semi-legal“. LÍKAMSRÆKTIN: Hjóla um alla borgina, tennis í almennings- garði, borðtennis í almenningsgarði eða Tai Chi með gamla fólkinu á morgnana. Fótbolti í einum af amatör-deildum útlenskra stórfyrirtækja. Eða bara fara í líkamsræktarstöð sem eru mjög vinsælar í borginni og nóg af þeim í öllum gæðaflokkum og verðflokkum. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Franskir veitingastaðir ættu að virka best upp á þetta að gera og hér er nokkuð gott úrval af þeim, flestir eru reknir af Frökkum og með kokka beint frá Frakklandi. En verðið er kínverskt, ekki franskt, þannig að hér er hægt að fá alvöru franska þriggja rétta máltíð með víni fyrir um 1000 kr. á mann, og gæðin eru alls ekki minni en í Evrópu. BEST VIÐ BORGINA: Andrúmsloftið er rólegt, hér skiptir mestu máli að fólk sé að lifa lífinu, þannig að fólk vill frekar geta eytt tíma með börnunum eða vinum og fjölskyldu heldur en að vera í lífsgæðakapphlaupinu. Þannig að hér er fólk mikið á veitingahúsum, í görðum að leika sér og almennt að taka því rólega frekar en að hlaupa í þrjár til fjórar vinnur. Róbert Douglas, leikstjóri PEKING „Við fluttum herrafataverslun okkar í alfaraleið í verslunarhúsnæði Kjörgarðs við Laugaveg og erum þar í kjallaran- um,“ segir Kormákur Geirharðsson, verslunareigandi og framkvæmdamaður. En Kormákur rekur Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar ásamt félaga sínum Skildi. Tvíeykið hefur rekið herrafataverslunina um áraraðir og lengi vel var verslunin á Skólavörðustígnum. „Verslun okkar virðist hafa gleymst þar sem hún er í kjallara ofarlega á Laugaveginum,“ segir Kormákur. „Það er mikil synd þar sem vöruúrvalið hefur aldrei verið betra. Við bjóðum nú upp á þýska gæðamerkið Herr Von Eden sem hingað til hefur einungis verið selt í Þýskalandi en þeir sérhæfa sig í jakkafötum, bindum og skyrtum. Einnig seljum við fatnað frá ítalska merkinu DNA sem framleiðir föt í sixtís anda og hafa verið gífurlega vinsæl,“ bætir Kormákur við og vonast til að fólk muni eftir þeim félögunum þegar kemur að jólainnkaupunum. En hvað ætti hver karlmaður að eiga fyrir jólin? „Vesti er algjör skyldueign og góður sixpensari er nauðsynlegur til að komast út í slabbið,“ segir Kormákur að lokum. Bergthora@frettabladid.is HERRAFATAVERSLUN KORMÁKS OG SKJALDAR GRAFIN OG GLEYMD VEL KLÆDDIR Kormákur og SKjöldur svíkja ekki kúnnana sína og breyta ekki mikið út af vananum. Þeim finnst sixpensari og vesti vera alger skyldueign. MYND/VÖLUNDUR H eilsugúrúið og matgæðingurinn Sólveig Eiríksdóttir seldi sinn hlut í veit-ingastaðnum Grænum kosti fyrir þremur og hálfu ári. Nú er fyrirtæki henn-ar, Himnesk hollusta, hins vegar búið að kaupa staðinn aftur af fyrri með- eiganda hennar, Hjördísi Gísladóttur. „Þetta er mjög góð tilfinning, mér finnst eiginlega eins og ég hafi bara „skroppið aðeins frá“ og sé að koma aftur. Ég er hvort sem er alltaf kennd við Grænan kost. Síðast um daginn var ég í einhverju viðtali um Himneska hollustu og spyrillinn segir: „Ég er hérna með hana Sollu á Grænum kosti sem ætlar að segja okkur frá fyrirtækinu sínu HH …“ segir hún og hlær og segir að henni hafi bara fundist það krúttlegt. „Ég fékk ljótt brjósklos fyrir um fjór- um árum, sem reyndist ótrúlega erfitt að sigrast á. Ég hreinlega sá ekki að ég myndi nokkurn tímann aftur geta farið að vinna í eldhúsi og fannst bara best og skynsam- legast að selja,“ segir Sólveig spurð um af hverju hún hafi selt á sínum tíma. Nú er hún hins vegar búin að ná sér að fullu og til í tuskið. Hún segist ekki hafa getað staðist freistinguna þegar hún komst að því að Hjördís væri í söluhugleiðingum og hún segir röð mikilla tilviljana hafa leitt það af sér að Grænn kostur hafi endað í hennar höndum. Þegar hún er spurð að því hvort hún hafi saknað veitingastaðar- ins segir hún svo vera. „Vissulega hef ég saknað Kostsins, en ég kom mjög reglulega í heimsókn til Hjördísar og fékk mér að borða og hélt fínu sambandi bæði við hana og staðinn. Þannig að mér finnst ég eiginlega bara hafa hálf selt,“ segir hún og glott- ir. Ætlar þú að gera einhverjar breytingar? „Hjördís var sjálf byrjuð að gera breytingar og ég mun halda áfram með þær. Ég hef sjálf breyst á þessum árum síðan við opnuðum Grænan kost, verið dugleg að sækja mér nýjungar og fróðleik úti um allan heim. Allt hráefnið hefur breyst og úrvalið aukist ótrúlega mikið. Kúnnarnir hafa breyst og bara meðvitundin almennt hjá fólki. Grænn kostur hefur verið í fararbroddi og mun ég sjá til þess að svo verði áfram.“ Sólveig tekur við Grænum kosti um áramótin. Hún mun hafa yfirumsjón með eldamennskunni en vegna brjósklossins getur hún ekki staðið miklar vaktir í eldhúsinu. „Ég mun hafa puttana í matargerðinni og skipta mér mikið af, gera það sem mér finnst skemmtilegast sem er að búa til nýjar uppskriftir og leyfa kúnnan- um að njóta.“ Grænn kostur var stofnaður 1994 og segir Sólveig að á þeim tíma hafi orðið miklar breytingar á matarvenjum þjóðarinnar. „Í byrjun fengum við fullt af fólki sem kom eingöngu hreinlega til að skoða matinn, það var ekki alveg að trúa því að hægt væri að búa til mannamat úr þessu, hvað þá að maður yrði saddur. Við þóttum „svolítið“ skrítnar og djarfar en í dag liggur við að krakkar læri að segja „spínat“ á eftir pabbi, mamma og datt,“ segir hún og hlær. SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR ER KOMIN AFTUR HEIM Keypti Grænan kost SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR Er alsæl að vera komin aftur „heim“. Hún segist ekki ætla að gera neinar stökkbreytingar. MYND / VÖLUNDUR Ellý Ármanns er byrjuð að blogga aftur Aðdáendur ljósblárra skrifa Ellýjar Ármanns á bloggsíðu hennar geta tekið gleði sína á ný því Ellý er byrjuð að blogga aftur. Ellý lokaði bloggsíðu sinni á haustdögum enda þótti síðan afar umtöluð. Ellý slær ekki slöku við í nýjustu færslunum og fer hamförum í lýsingum sínum á samskiptum íturvöxnu vinkonunnar og kakóbrúna útvarps- mannsins. Þeim sem vilja létta af sér í jólastressinu er bent á að kíkja á síðuna hennar, http://ellyarmanns.blog.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.