Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 70
BLS. 14 | sirkus | 21. DESEMBER 2007 S igríður Klingenberg spáir fyrir Dorrit Moussa-ieff forsetafrú þessa vikuna. Hún er fædd 12.1.1950 og hefur lífstöluna einn. Sigríður segir að það gefi henni skipulagshæfileika og sjálfs- bjargarviðleitni. „Dorrit þarf ekki á öðrum að halda en ásarnir eru ábúðarfullir og yfirleitt farnir að skipta sjálfir á sér um eins árs. Allir þeir einstaklingar sem ásarnir taka að sér og komast að hjartastað þeirra eru verndaðir út í eitt. Svo að hver sá er Dorrit hefur dálæti á er hólpinn maður. Dorrit er trygglynd og einlæg og á gott með að sjá spaugilegu hliðar lífsins. Hún hefur gleðina í fyrirrúmi og tekur lífið ekki allt of alvarlega. Hún getur verið hörð í horn að taka þegar hún þarf en það er sjaldgæft að sjá hana byrsta sig. Ég tel að hún hafi verið mesti fjörkálfurinn í fjölskyldunni sinni og hún eigi ennþá eftir að skapa sér stærra hlutverk hér á Íslandi,“ segir hún og bætir því við að hún eigi eftir að taka þátt í stórum sem smáum verkefnum sem munu skipta þjóðina miklu máli. „Dorrit á líka eftir að verða ennþá stærra nafn úti í heimi og tala þar í nafni Íslands og hjálpa þar háum sem lágum. Hún á eftir að vinna mikið með börnum, gæti komið að störfum Unicef eða Sameinuðu þjóðanna. Orka þessi byrjar á Íslandi og fer út um allan heim. Dorrit verður hin eina sanna Íslandsstjarna og allir landsmenn vita að hún er drottning- in. Hún er að fara yfir í lífstöluna fimm sem táknar mikið af ferðalögum og fjöri en það hefur reyndar verið þannig hjá henni allt hennar líf þannig að það verður líklega engin breyting fyrir hana. Það var mikið álag á Dorrit á þessu ári og jafnvel of mikið að gera en árin 2008 og 9 verða ástarár og það kæmi mér ekki á óvart þótt hún myndi giftast Ólafi Ragnari aftur, svo búum okkur undir nýtt brúðkaup því ástin blómstrar.“ Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus www.klingenberg.is Dorrit á eftir að verða Íslandsstjarna ÁSTARÁR „Það kæmi mér ekki á óvart þótt hún myndi giftast Ólafi Ragnari aftur, svo búum okkur undir nýtt brúðkaup því ástin blómstrar.“ GLEÐILEGT NÝTT ÁR Líkur á að eyða gamlárskvöldi í ástarsorg verða hverfandi. Hver vill taka á móti nýju ári grátandi yfir „nú árið er liðið í aldanna skaut“ þegar nýtt ár er fram undan? AÐFANGANDAGSKVÖLD Í GLEÐINNI Ekkert kvíðakast á aðfangadagskvöld þegar jólagjafirnar eru teknar upp með fjölskyldunni og engin yfirvofandi vandræðalegheit þegar eggjandi undirföt eru tekin upp úr pakkanum. FLEIRI KRÓNUR Í VASANN Minni útgjöld og meiri peningur fyrir þig að eyða. Keyptu eitthvað fallegt handa þér í jólagjöf fyrir peningana sem jólamaki myndi kosta þig. Þú þarft heldur ekki að svitna yfir því hvað á að gefa einhverjum sem þú hefur þekkt í nokkra mánuði. Tími, orka og peningar sparast. FÆRRI JÓLABOÐ Hættan á að þurfa að dansa í kringum jólatréð í partígallanum með organdi börn minnkar til muna, vandræðaleg- um heimsókn- um til fjarskyldra ættingja fækkar um helming og þar af leiðandi verður enn meiri tími til að njóta jólahátíðanna í faðmi ekta fjölskyldu og vina. ENGIN TOGSTREITA Þú getur gert allt sem þig lystir án þess að bera það undir nokkurn mann, njóttu þess í botn í staðinn fyrir að gráta makaleys- ið! Þessi tími kemur aldrei aftur. ■ ...og gildar ástæður til að eyða jólunum ekki í faðmi jólaelskhuga góðar... SPURNINGAKEPPNI sirkuss Snorri Freyr 1. Freyja Haraldsdóttir. 2. Kynþokka. 3. Ekki hugmynd. 4. Ég ein. 5. Benedikt Guðmundsson. Tónlistarmaðurinn Jóel Pálsson bar sigur úr býtum þessa vikuna. Jóel hlaut sex svör af tíu mögulegum á móti þremur stigum Snorra. Snorri skorar á Harald Vigni Sveinbjörnsson tónlistarmann til að mæta Jóel í næstu viku. 1. Hver var valin kona ársins 2007 af tímaritinu Nýju lífi? 2. Fyrir hvað er Björk tilnefnd af breska tónlistarmiðlinum NME? 3. Hvað heitir ljóðabók Toshiki Toma, þjóð- kirkjuprests innflytjenda, sem kom út nýverið? 4. Söngkonan ástsæla Sigríður Beinteinsdóttir sendi nýlega frá sér sólóplötu, hvað heitir hún? 5. Hver er þjálfari körfuknattleiksliðs KR? 6. Á dögunum sendi rithöfundurinn J.K. Rowling frá sér bók sem kom einungis út í sjö eintökum, hvað heitir bókin? 7. Hvað heitir íslenska orðaleiksspilið sem er nýkomið á markað? 8. Frumsýning jólasýningar Þjóðleikhússins verður annan í jólum, hvaða verk verður sýnt? 9. Hver er nýráðinn leikhússtjóri Útvarpsleik- hússins? 10. Hvað heitir íslenska hryllingsmyndin sem frumsýnd verður 23. desember? 6 RÉTT SVÖR 3 RÉTT SVÖRJóel Pálsson 1. Freyja Haraldsdóttir. 2. Kynþokka. 3. Fimmta árstíðin. 4. Til eru fræ. 5. Benni Gumm. 6. Víða er pottur brotinn. 7. Aparass. 8. Ívanoff. 9. Randver Þorláksson. 10. Pass. 6. Pass. 7. Man það ekki. 8. Því er alveg stolið úr mér. 9. Þórhallur Sigurðsson. 10. Kjötkrókur. Rétt svör 1. Freyja Haraldsdóttir. 2. Kynþokka. 3. Fimmta árstíðin. 4. Til eru fræ. 5. Benedikt Guðmundsson. 6. The Tales of Beedle the Bard. 7. Orðaskak. 8. Ívanoff eftir Tsjekov. 9. Viðar Eggertsson. 10. Örstutt jól. SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR GÖNGU SINNI ÁFRAM ÁN MEGA-BUFFSINS HANNESAR HEIMIS, ÞAÐ VAR TÓNLISTARMAÐURINN JÓEL PÁLSSON SEM BATT ENDA Á SÖGULEGA SIGURGÖNGU HANN- ESAR. HÉR MÆTIR JÓEL BARNALÆKNINUM SNORRA FREY DÓNALDSSYNI. „Bækurnar sem ég sjálf gef út hafa verið ástríða mín og hugarfóstur í rúm tvö ár. Hugmyndina fékk ég þegar ég var nýbyrjuð í Listaháskólanum og sat á klósettinu,“ segir Una Björk Sigurðardóttir, nemi í Listaháskóla Íslands og rithöfundur, en Una gefur út all óvenjulegar jólabækur út fyrir þessi jól. „Ég fór að velta fyrir mér kómískum augnablikum sem eiga sér stað í okkar daglega lífi án þess þó að við gefum því gaum, eins og t.d. þegar við þvoum okkur um hendurnar að loknum klósettferðum,“ segir Una um tildrög hugmyndarinnar. Bækurnar eru þrjár og koma út í 150 eintökum hver. „Fyrsta bókin í seríunni heitir Ævintýri sjúklegu stepunnar og gengur út frá þeirri daglegu þörf mannsins að losa sig við þvag. Önnur bókin heitir Sjúklega stelpan drepur og segir frá atburðarás sem aðalsögupersón- an lendir í eða skapar og bregst við á fullkomlega órökrænan hátt til að leysa úr aðstæðum. Þriðja bókin heitir Sápusögur en Sápusögur segja frá leit Sjúklegu Stelpunnar að sápu,” upplýsir Una. Bækurnar eru sjálfstæðar sem og smásögurnar í þeim, en í hverri bók eru átta sögur og teikningar eftir Unu en Una er á þriðja ári í myndlistardeild Listaháskóla Íslands. „Sögurnar eru allar mjög tragikómískar en sjálfri finnst mér Sjúklega stelpan drepur vera fyndnust,“ segir Una að lokum. Áhugasamir og allir þeir sem vilja gefa óvenjulega jólagjöf geta keypt bækur Unu í verslunum Máls og menningar, hjá Eymundsson, Iðu, 12 Tónum og á kaffihúsunum Babalú, Gráa kettinum og Hljóma- lind. bergthora@frettabladid.is UNA BJÖRK SIGURÐARDÓTTIR HEFUR SETIÐ VIÐ SKRIFTIR KÓMÍSKAR SÖGUR BÆKURNAR ERU MYNDSKREYTTAR TEIKNINGUM UNU. UNA BJÖRK SIGURÐARDÓTTIR MEÐ BÆKURNAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.