Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 78
38 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Auðlindagjald Á síðustu dögum hefur nokkuð verið fjallað um veiðigjald í sjávarútvegi. Ástæðan er sú að ákveðið var á síðasta degi þings- ins núna fyrir jólin að lækka gjaldið um helming auk þess sem það var alveg fellt niður á þorski og rækju í tvö ár. Framsóknarflokksins hefur lítið verið getið í tengslum við þessa umræðu sem vissulega er tákn um breytta tíma. Fram til þessa hefur umræða um sjávar- útvegsmál yfirleitt beinst að Framsókn enda var það í tíð Halldórs Ásgrímssonar sem sjávarútvegsráðherra sem kvótakerfinu var komið á, á sínum tíma. Aðrir flokkar hafa að sjálfsögðu setið í ríkisstjórn síðan þetta gerðist en ekki séð ástæðu til að gera grundvallar- breytingu á þessu fyrirkomu- lagi. En nú snýst umræð- an um veiðigjaldið. Framsóknarflokkur- inn var hlynntur fyrr- greindum breyting- um í átt til lækkunar og tímabundinnar niðurfellingar á veiði- gjaldinu. Það vorum við vegna þess að við höfum áhyggjur af rekstrargrundvelli útgerðarfyrirtækja og sjávarbyggðum vegna þriðjungs niðurskurðar á leyfilegum þorskafla. Þrátt fyrir þessa lagabreytingu eru tekjur ríkisins af veiðigjaldinu þær sömu á yfirstandandi fiskveiði- ári og var á því síðasta. Leiðarahöfundar dagblaðanna fjalla um þetta mál sl. þriðjudag. Morgunblaðið leggur út af því að alþingismenn séu hræddir við sérhagsmunasamtök og að þing- menn allra flokka hafa gefist upp fyrir þrýstingi útgerðar- manna. Tekið sé stórt skref afturábak eftir að merk löggjöf um auð- lindagjald hafi verið samþykkt fyrir nokkrum árum. Nú sé Alþingi að ganga á bak orða sinna gagn- vart þjóðinni. Sem sagt, þing- menn eru vesalingar sem láta undan LÍÚ. Fréttablaðið er með allt aðra nálgun á þessu máli. Þar segir t.d. að flestum sé ljóst að ekki sé sérlega réttlátt að láta eina auð- lind bera skatt en ekki aðrar eins og gildandi löggjöf geri ráð fyrir. Ástæðan fyrir því að þeir sem telji auðlindaskatt vera réttlæt- ismál en hafi þrátt fyrir það ekki krafist skattlagningar á orkubú- skapinn sé sú að skattur á því sviði eigi greiða leið beint út í verðlagið. Hækkun raforku- verðs og hitaveitureikninga yrði með öðrum orðum óvinsælt rétt- læti. Leiðarinn segir jafnframt að skattheimtan sem hér um ræðir hafi líklega áhrif í þá veru að veikja sjávarútveg í sam- keppni um vinnuafl. Sem sagt það séu greidd lægri laun í sjávarútvegi vegna þess- arar skattheimtu og veiðigjaldið því vafasamt réttlæti. Framsóknarflokkurinn átti aðild að því um árið að lög voru sett um veiðigjald í sjávarút- vegi. Þá var talað um sátt í þjóð- félaginu um sjávarútvegsstefn- una og að þessi skattheimta væri liður í því. Við höfum verið þeirr- ar skoðunar að hóflegt gjald sé verjandi ef aðstæður eru eðli- legar og rekstrargrundvöllur sjávarútvegs viðunandi. Það er hann hins vegar ekki í dag og ræður þar ekki eingöngu niður- skurðurinn í þorskveiðum held- ur einnig of hátt skráð gengi krónunnar. Sjávarútvegurinn hefur tapað tugum milljarða vegna þess á fáum misserum. Það hefur verið stefna okkar framsóknarmanna að auðlinda- gjald verði almennt lagt á nýt- ingu auðlinda í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Úthlutun veiði- leyfa og veiðileyfagjalds undir- strikar svo ekki verður um villst að þjóðin á þessa auðlind, en best er að greypa það ákvæði í stjórn- arskrá, svo enginn vafi geti leik- ið á því. Um það snerist umræð- an í þinglok sl. vor en engin samstaða náðist um afgreiðslu málsins. Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokksins. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Umræðan um veiðigjaldið UMRÆÐAN Miðbær Reykjavíkur Þeir sem höfðu vit á að kaupa sér húshjall við Laugaveginn fyrir nokkrum áratugum geta nú margir hverjir óskað sjálfum sér til hamingju. Hafi þeir haft viðskiptaáætlun í upphafi hljómaði hún sennilega eitthvað á þessa leið: Kaupa gamlan timburhjall á Laugaveginum fyrir lítið og kosta engu í viðhald hans. Inn- heimta okurleigu á meðan húsnæðið drabbast niður. Þegar notkun húsnæðisins fer að stríða gegn helstu reglugerðum á að hefja söng um að nú sé miðbærinn dauður og það þurfi að rífa gamalt og byggja nýtt og helst að láta áróðursher- ferðina sigla undir virðulegum titli eins og Endurreisn miðborgarinnar eða Þétting byggðar. Kvabba í skipulagsyfirvöldum um að fá að auka byggingamagn til hins ítrasta, byggja út í lóða- mörk og eins hátt upp og komist verður. Selja síðan byggingaréttinn til hæstbjóðanda. Þessir hjallahertogar (e. slum lords) eru klókir í viðskiptum, þeir hafa grætt stórfé á því að gera ekki neitt fyrir miðbæinn. „Hjallastefna“ þeirra með háhýsum, bílastæðahúsum og verslunarmið- stöðvum mun ekki glæða miðbæinn lífi. Miðbær- inn mun ekki lifna við það að breyta Laugavegin- um í kalt og dimmt steinsteypugljúfur eins og vesturhluti Austurstrætis er, Laugavegurinn er gömul reiðgata og ber ekki háar byggingar. Og reyndar var miðbærinn aldrei neitt sérstaklega dauður, það hefur aldrei verið jafn eftirsótt að búa í honum og sjaldan hefur verslunarhúsnæði þar staðið autt í langan tíma. En til að koma í veg fyrir meintan dauða miðbæjarins á nú að rífa niður hundrað hús til viðbótar við það sem þegar hefur verið rifið, í Skuggahverfinu og víðar og byggja og byggja og byggja. Það á að byggja stóra verslunarmiðstöð á Barónsreit, látum það vera, reiturinn er ljótur eins og hann er núna, ef til vill yrði það bragar- bót. Hins vegar hef ég miklar efasemdir um að hægt verði að koma Listaháskólanum fyrir við Frakkastíg án stórfellds niðurrifs eða með því að byggja hátt og úr samhengi við þá byggð sem fyrir er. Ég er sammála því að Listaháskólinn á heima miðsvæðis og vil því benda á stóran byggingareit milli Skúlagötu og Sölvhólsgötu sem myndi henta skólan- um betur. Svo eru einnig hafnar stórframkvæmdir við höfnina og þar verður ekki spöruð steypan. Gerir fólk sér almennt grein fyrir því að þegar tónlistarhúsið og ráðstefnuhöllin verða risin sést hvorki í sjó né fjöll frá Arnarhóli? Er búið að hugsa þessi mál til enda eða ræður bútasaumsaðferð deiliskipulagsins sem er að gera Reykjavík að einhverri ljótustu borg í Vestur- Evrópu? Þingholtin eru vel heppnuð og eftirsótt til búsetu af því að menn gættu þess að snúa görðum á móti sól og þar er leitun að húsum sem eru hærri en þrjár hæðir. Þar er veðursæld hvergi meiri og þar eru mörg elstu og fallegustu hús borgarinnar. Því miður er það svo, að ef frá eru taldar nokkrar eldgamlar skinnbækur, þá er landið mjög fátækt af fornminjum og menningar- sögulegum minjum. Svo fátækt að það er fremur sjaldgæft að hús séu eldri en hundrað ára. Hafi miðbærinn einhvern tíma verið dauður mun hann ekki lifna við það að fjarlægja þessi hús og hella í hann milljón tonnum af steinsteypu. Lífsvon miðbæjarins byggist á sögu hans, menningu og mannúðlegu umhverfi. Höfundur er íbúi í miðbænum. Meintur dauði miðbæjar UMRÆÐAN Hagur aldraðra Nú þegar jólin og nýtt ár nálgast óðfluga er rétt að líta yfir farinn veg á árinu 2007. Alþing- iskosningar voru vorið 2007 og útkom- an úr þeim varð þess valdandi að ný ríkisstjórn kom til valda. Ríkis- stjórn jafnaðarmanna/Sam- fylkingar og sjálfstæðismanna sem á bak við sig hefur mjög sterkan meirihluta á Alþingi Íslendinga. Í aðdraganda kosn- inganna lofuðu allir stjórn- málaflokkar landsins bættum kjörum til eldri borgara þessa lands. Við skulum vona að þeir stjórnmálaflokkar sem eru nú í ríkisstjórn komi til með að standa við þau loforð. Það átti að hækka grunnlífeyri eldri borgara, útrýma skorti á hjúkr- unarrýmum á nokkrum mánuð- um o.s.frv. Fyrir nokkrum dögum kom lítið skref, mjög lítið skref til aukningar á kjörum eldri borg- ara, það ber að þakka. En við sem erum að basla í bættum kjörum eldri borgurum til handa teljum þetta aðeins agn- arlítið skref. Í raun er þetta ekki talið vera fimm milljarðar frá ríkinu heldur í raun, 1 millj- arður því ríkið er talið fá það mikið til baka af þessum 5 milljörð- um. Ef þetta er byrj- un á öðrum meiri skrefum þá er vel. En það vantar mikið upp á, til að kjör eldri borgara séu sambærileg við það sem við teljum sanngjarnt. Það vantar tilfinnanlega fleiri hjúkrunar- rými, mikið hærri grunnlífeyr- ir, skattar af eftirlaunum eru fáránlegir, sem eru tví eða þrí- sköttuð og allar tekjutenginar eru með ólíkindum, svo má lengja telja upp. En hvað sem öðru líður vonum við, sem teljumst eldri borgarar að þessi skref er rík- isstjórnin samþykkti séu aðeins forsmekkur af því er koma skal. Allavega munu eldri borg- arar landsins fylgjast vel með og láta vel í sér heyra, bíða í ofvæni eftir því að loforðin fyrir alþingiskosningar 2007 komi í framkvæmd. Það er ekki nóg að hafa stefn- ur og loforð fyrir kosningar, það verður að framkvæma lof- orðin. Við fylgjumst með. Bestu jóla- og nýársóskir til allra nær og fjær. Jón Kr. Óskarsson, formaður 60+ Hafnarfirði. Jóla- og áramóta- hugleiðing Við höfum verið þeirrar skoð- unar að hóflegt gjald sé verj- andi ef aðstæður eru eðlilegar og rekstrargrundvöllur sjávar- útvegs viðunandi. Það er hann hins vegar ekki í dag … BENÓNÝ ÆGISSON Er búið að hugsa þessi mál til enda eða ræður bútasaumsaðferð deiliskipulagsins sem er að gera Reykjavík að einhverri ljótustu borg í Vest- ur-Evrópu? JÓN KR. ÓSKARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.