Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 110

Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 110
70 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. brennt vín 6. nafnorð 8. neitun 9. þjálfa 11. tveir eins 12. rabb 14. spilla 16. hólmi 17. efni 18. traust 20. sjúkdómur 21. varningur. LÓÐRÉTT 1. hvæs 3. öfug röð 4. jafnframt 5. sigti 7. ofbjóða 10. örn 13. sigað 15. eldhúsáhald 16. skammstöfun 19. klukka. LAUSN LÁRÉTT: 2. romm, 6. no, 8. nei, 9. æfa, 11. ðð, 12. skraf, 14. eitra, 16. ey, 17. tau, 18. trú, 20. ms, 21. vara. LÓÐRÉTT: 1. fnæs, 3. on, 4. meðfram, 5. mið, 7. ofkeyra, 10. ari, 13. att, 15. ausa, 16. etv, 19. úr. Einar Rúnarsson, einn af meðlimum Snigla- bandsins og sambýlismaður söngkonunnar Andreu Gylfadóttur til langs tíma, gerði sér lítið fyrir og bað sinnar heittelskuðu á tón- leikum Borgardætra á Næsta bar í fyrra- kvöld. Bónorðið var algjörlega óundirbúið en Andrea sagði hiklaust já við mikinn fögnuð viðstaddra. „Það var búin að vera mikil pressa frá svið- inu. Þær voru búnar að vera að tala um að nú væru þær báðar orðnar giftar hinar og Andrea ein eftir. Berglind er gift og svo gifti Ellen sig um daginn eftir 28 ára samband. Ég spratt því á fætur og ákvað að kýla bara á þetta,“ segir Einar og hlær. Hann segir að Andrea hafi tekið vel í uppátæki hans. „Hún virtist nú bara nokkuð ánægð með þetta. Það kom svolítið á hana en hún var alsæl held ég bara.“ Hinir tveir þriðju hlutar Borgardætra eru sem kunnugt er þær Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir, sem giftist Eyþóri Gunnarssyni við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni 16. nóvember síðastliðinn. Fréttablaðið sló á þráðinn til Andreu, sem viður kenndi að bónorðið hefði komið sér á óvart. „Við vorum bara að grínast með þetta á tónleikunum – að hann þyrfti að fara að drífa sig á skeljarnar. Settum hann undir smá pressu. Það kom skemmtilega á óvart að hann skyldi láta verða af þessu á staðnum.“ Einar segir að þau Andrea hafi lengi talað um að gifta sig og því hafi bónorðið ekki komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þau eru búin að vera saman í heil þrettán ár og Einar segist því aðspurður hafa verið nokkuð viss um að Andrea myndi játast honum. „Við höfum lengi ætlað að gifta okkur en aldrei látið verða af því. Nú verðum við bara að drífa í því næsta sumar.“ Eðli málsins samkvæmt var Einar ekki með hring meðferðis á Næsta bar í fyrrakvöld en stressar sig lítið á því. „Hann verður bara að koma seinna. Ætli við kaupum ekki bara hringa fyrir brúðkaupið sjálft.“ sigrunosk@frettabladid.is EINAR RÚNARSSON: BAÐ UNNUSTUNNAR Á ÓVENJULEGAN HÁTT Andrea Gylfa fékk bón- orð á miðjum tónleikum GIFTIR SIG NÆSTA SUMAR Andrea Gylfadóttir játaðist Einari Rúnarssyni, sambýlismanni sínum til þrettán ára, á tónleikum Borgardætra á Næsta bar í fyrrakvöld. KAUPIR HRINGANA SEINNA Einar Rúnarsson bað Andreu Gylfadóttur á tónleikum. Myndin tengist ekki efni greinarinnar beint heldur var hún tekin fyrir Sniglabandið þar sem Einar er hljómborðsleikari. „Ef ég hlusta á eitthvað er það helst hugleiðslutónlist, einhverjir ljúfir tónar eins og Vangelis, Friðrik Karlsson og fleira í þeim dúr. Allt svona afslappandi, til að komast í smá kyrrð með sjálfa mig í jólastressinu.“ Esther Helga Guðmundsdóttir, ráðgjafi fólks sem stríðir við átröskun eða matarfíkn. Létt er í mönnum á Rás 2 eftir fréttir sem bárust í gær þess efnis að Páll Magnússon útvarpsstjóri, í kjölfar Stóra- Klaufamálsins, hygðist veita meira fé til rásarinnar. Svo kátur var tónlistarstjórinn Ólafur Páll Gunnarsson að hann lék í gær upptökur frá hinu umdeilda köntrí- balli Klaufanna frá Hafnarfirði – sem var sú þúfa sem öllu velti. Líklega hefur Óla Palla ekki grunað, þegar Stóra- Klaufa- málið reis sem hæst, að afleiðing- arnar yrðu þær að hann fengi meira fé að spila úr. Leikararnir og leikstjórarnir Björn Hlynur Haraldsson og Baltas- ar Kormákur voru yfirlýsinga- glaðir í Fréttablaðinu á dögunum þegar þeir töluðu um velgengni væntan legra leiksýninga sinna. Björn Hlynur verður með Jesus Christ Superstar í Borgarleikhús- inu en Baltasar með Ivanoff í Þjóðleikhúsinu. Nú virðist Björn Hlynur hafa tekið forystu í einvígi þeirra því nær uppselt er á fyrstu tíu sýningarnar í Superstar. Nú bíða Björn Hlynur og félagar góðir með sig eftir því hvernig Balt- asar bregst við þessum fregnum. - jbg/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Slagviðrið sem gengið hefur yfir landið leggst illa í flesta landsmenn en engan þó eins illa og Sigga storm. „Mér finnst þetta ekki skemmtilegt veður og ég er eiginlega aldrei þreytt- ari en eftir að hafa spáð svona óveðrum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson og viðurkennir að honum hafi eiginlega fallist hendur þegar hann hefur rýnt í kort- in undanfarna daga. „Þetta reynir á þolrifin og þeim hefur fjölgað, gráu hárunum hjá mér. En það er kannski lán í óláni að spárnar hafa gengið eftir,“ bætir Sigurður við. Hann segir það þó ekkert ýkja gaman að vera veður- fræðingur þessa dagana enda sé erfitt að koma brosandi á skjáinn og reyna að peppa fólk upp þegar lægð á eftir lægð er væntanleg yfir eyjuna. „Ég segi fyrir mig persónu- lega að maður hefur fundið fyrir svolítið meira áreiti frá fólki úti bæ sem vill helst ekki tala um neitt annað en veður. Og sumir ganga jafnvel svo langt að halda að við veðurfræðingarnir stjórnum bless- uðu veðurguðunum,“ segir Sigurður. „En sem betur fer sér fyrir endann á þessum stórviðra- kafla,“ segir Siggi og bætir því við að skjótt geti þó skipast veður í lofti. Haraldur Ólafsson segist bara vera kátur þrátt fyrir veðurofsann undanfarna daga. „Kæti veður- fræðinga fer nefnilega að veru- legu leyti eftir því hvort spárnar eru réttar,“ segir Haraldur en bætir því við að hann hafi þó orðið var við að fólk vilji meiri birtu. Finnist myrkrið kannski helst aðeins of áberandi. „Og það þýðir meiri snjó og ég held að það séu nú þó nokkuð margir sem gætu hugsað sér smá föl til að lýsa aðeins upp skamm degið,“ segir Haraldur. -fgg Siggi stormur að verða gráhærður Stefán Þór Steindórsson flýtti sér einum of í jólastressinu og sendi óvart rafrænt jólakort á vini og vandamenn með tengil á klámsíðu. „Ég samdi jólalag og sendi það í jólalaga- keppni Rásar 2. Lagið komst ekki áfram svo ég skellti því bara inn á MySpace-síðuna okkar,“ segir Stefán, sem er í hljómsveitinni Mekbuda. „Svo ákvað ég að senda slóðina á alla á msn- tenglalistanum mínum sem skráðir voru inni þá stundina, sem voru í kringum fimmtán manns. Ég sagðist ekki ætla að senda jólakort í ár en senda heldur jólalag til fólks með þessum hætti,“ segir Stefán. Þennan texta afritaði hann og sendi jafnóðum á msn-vinina. „Fljótt byrjuðu allar línur að blikka neðst á skjánum. Ég hafði þá óvart víxlað stöfum og skrifað mypsace.com í stað myspace.com. Sem er pínleg innsláttarvilla þar sem mypsace er klámsíða,“ segir Stefán. Í stað jólalagsins tók fáklædd kona á móti vinunum sem áttu von á jólakveðju frá Stefáni sem nú sat rjóður og íhugaði hvort skeytið hefði nokkuð lent í óvið- eigandi höndum. „Þetta slapp nú nokkuð vel. Sem betur fer fengu engin börn þetta!“ segir Stefán. „Mamma var ekki skráð inni en hefði örugglega bara hlegið. Verst hefði verið að senda þetta á einhverjar tíu ára frænkur.“ Viðtakendur jólakveðjunnar tóku henni þó vel en skildu fæstir hvað lá að baki og fannst þetta ansi sérstakur brandari. Þeir fengu að lokum að heyra jólalagið sem svo klaufalega gekk að kynna. „Sumir eru rosa ánægðir með lagið og textann sem fjallar ekki um jólagleðina heldur neysluhyggju jólanna, jólaspikið, óvel- komnar gjafir og slíkt. Aðrir kjósa þó fremur hefðbundinn jólatexta,“ segir Stefán. Lagið Jólafár má heyra á netsíðunni www.myspace. com/mekbuda. - eá Pínleg mistök í jólastressinu STEFÁN ÞÓR STEINDÓRSSON Innsláttarvilla breytti jólakveðju í klám. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR NOKKUÐ KÁTUR Haraldur segir gleði veðurfræðinga felast í því hvort spárnar reynist réttar. ERFITT LÍF Siggi stormur segir það taka á að spá endalausum óveðrum. Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? „Við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb...“ - ÚFÓ, Stuðmenn, Höf: Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.