Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 77
FÖSTUDAGUR 21. desember 2007 37 UMRÆÐAN Jafnréttismál Fyrir kosningar lofaði Samfylk-ingin úrbótum í jafnréttismál- um. Það ætti því ekki að vera vand- kvæðum bundið fyrir þingmenn flokksins að samþykkja frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem nú liggur fyrir Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn, sam- starfsflokkur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn virðist hins vegar ætla að standa í vegi fyrir því að þetta mikilvæga frumvarp verði sam- þykkt, nema þá í útþynntri mynd. Það er svo sem ekki við öðru að búast enda er það ekkert launung- armál að margir fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins telja að fullu jafn- rétti hafi nú þegar verið náð og því séu lögin gagnslaus. Þeir sem á hinn bóginn telja að jafnrétti hafi ekki verið náð, vilja í raun og veru ekki gera neitt þar sem þeir eru vissir um að það muni nást með leiðum hins frjálsa markaðar. Fyrir liggur að fulltrúar Vinstri grænna og Framsóknarflokksins eru tilbúnir að styðja frumvarpið í óbreyttri mynd. Ábyrgð á fram- gangi þess hvílir því á fulltrúum Samfylkingarinnar. Nú er því tími til kominn að standa við stóru orðin. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, spurði að því í fyrstu umræðum um frumvarpið á Alþingi hvort félagsmálaráðherra hefði meiri trú á því að troða jafn- rétti ofan í kokið á atvinnulífinu en að gera það með frjálsum samning- um. Hvar er frelsið í því, mætti spyrja sjálfstæðismenn, að konur komi að lokuðum dyrum í sumum stéttum og þurfi að sætta sig við verri kjör? Ef karl og kona hafa mismikla möguleika á að öðlast tekjur og völd í samfélaginu, þá eru þau ekki jafn frjáls. Þess vegna skerða jafnréttislögin kannski það frelsi sem karlar hafa nú umfram konur, en auka um leið frelsi kvenna til hins sama. Við erum því miður búin að bíða of lengi eftir því að jafnrétti kynj- anna komi af sjálfu sér og viljum ekki bíða lengur. Það er augljóst að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja ekki gera neitt til þess að tryggja jafnrétti, bara sitja og bíða. Sam- fylkingin hefur allt að vinna og nægan stuðning. Stöndum saman – stuðlum að jafnrétti. Höfundar sitja í stjórn Ungra vinstri grænna. Að troða jafnrétti ofan í kok ELÍAS JÓN GUÐJÓNSSON ERLENDUR JÓNSSON Við erum því miður búin að bíða of lengi eftir því að jafn- rétti kynjanna komi af sjálfu sér og viljum ekki bíða lengur. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað- inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Hjálparstarf Kannast einhver við það þegar makinn segir við elskuna sína í jólainnkaupunum: „Hvort á ég að kaupa þetta rauða eða bláa?“ og makinn svarar: „Elskan mín, kauptu bara bæði.“ Stundum þarf ekki að gera upp á milli, heldur velja bæði. Í umræðunni um hjálparstarf heyrast stundum raddir sem segja: „Af hverju er verið að hjálpa erlendis, er ekki hægt að aðstoða fólk á Íslandi?“ Í spurningunni ligg- ur að annaðhvort aðstoðum við á Íslandi eða erlend- is. En er spurning um annaðhvort eða í þessu tilviki? Af hverju ekki bæði? Það er að minnsta kosti svar Hjálparstarfs kirkjunnar. Innan- landsstarfið er öflugt allt árið og jólaaðstoðin í desember er í sam- vinnu við Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Á síðasta starfsári voru 3.139 umsóknir afgreiddar fyrir utan 1.647 umsóknir um jóla- aðstoð eða samtals 4.786 umsóknir. Aðstoð felst í ráðgjöf og matargjöf- um. Umsækjendur geta einnig fengið föt, aðstoð við lyfjakaup, kaup á innbúi, aðstoð vegna náms og fleira. Einstaklingar og fyrir- tæki hafa stutt þetta starf rausnar- lega. Samhliða þessu sinnir Hjálpar- starfið neyðaraðstoð, þar má nefna uppbyggingarstarf eftir jarð- skjálftana í Pakistan, mataraðstoð og aðgangur að vatni tryggður á neyðarsvæðum í Afganistan, Dar- fúr og Srí Lanka. Loks eru það þróunarverkefni á Indlandi, Eþíópíu, Mósambík, Úganda og Malaví. Á Indlandi snú- ast verkefnin um mannréttindi og vinnuréttindi stéttlausra, þar sem meðal annars er unnið að því að leysa börn undan skuldaánauð og stutt við heimavist og skólastarf. Verkefnin í Afríkulöndunum snúa að miklu leyti að því að auka aðgengi að hreinu vatni, byggja brunna, fræða um hreinlæti og heilsu. Þegar vatnið er komið skap- ast grundvöllur fyrir auknu skepnu- haldi, meiri uppskeru og fjölbreytt- ari fæðu. Þess vegna segjum við þegar við hvetjum þig til að taka þátt í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar: „Það er gott að gefa vatn“ og það gerirðu með því að borga gíróseðilinn sem sendur hefur verið inn á heimili lands- manna eða með því að leggja inn á reikning 1150 26 50886 kt. 450670- 0499. Stuðningur við Hjálparstarfið er stuðningur til sjálfshjálpar, hvort heldur sem er á Íslandi eða í fjar- lægum löndum. Markmið starfsins er að skapa hverjum einstaklingi grundvöll til að standa á eigin fótum og getu til að mæta skini og skúrum lífsins. Höfundur er fræðslu- og upplýs- ingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Annað hvort eða bæði BJARNI GÍSLASON fi skbúðin hafberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.