Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 106
66 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR BOLTAGREINAR Þrjár ungar boltakonur voru í nokkrum sérflokki með sínum landsliðum á árinu. Margrét Lára Viðarsdóttir (21 árs), Rakel Dögg Bragadóttir (21 árs) og Helena Sverrisdóttir (19 ára) eru allar undir 22 ára aldri en voru engu að síður langstiga- og marka- hæstar í kvennalandsliðum þriggja stærstu boltagreinanna á árinu 2007. Skoraði öllum EM-leikjunum Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði 8 mörk í 9 leikjum kvennalandsliðsins í fótbolta á árinu en liðið vann 61,1 prósent leikja sinna og 3 af 4 leikjum sínum í undankeppni EM. Þetta er annað árið í röð sem Margrét Lára skorar átta mörk fyrir kvennalandsliðið. Hún skoraði fimm mörkum meira en næsta kona á lista sem var Hólmfríður Magnúsdóttir sem gerði þrjú mörk á árinu. Þær Dóra María Lárusdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Katrín Jónsdótt- ir skoruðu síðan allar tvö mörk fyrir A-liðið á árinu 2007. Margrét Lára skoraði í öllum fjórum leikjum Íslands í undankeppninni á þessu ári þar á meðal sigurmarkið þegar íslensku stelpurnar unnu sjöundu bestu þjóð heims á Laugardals- vellinum. Margrét Lára bætti markamet lands- liðsins á árinu og hefur nú þegar skorað 29 mörk í 35 leikjum sínum með A-landsliði kvenna. Yfir sjö mörk í síðustu sjö leikjum Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 70 mörk í 14 landsleikjum sínum á árinu eða fimm mörk að meðaltali í leik. Rakel Dögg lék alla leiki liðsins nema einn og skor- aði 37 mörk í fimm leikjum þegar íslensku stelpurnar tryggðu sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppni EM með því að ná 2. sæti í undanriðli í Litháen. Rakel Dögg skoraði 7,1 mark að meðaltali í síðustu sjö leikjum árs- ins. Hún skoraði 38 mörkum meira en næsta kona á lista en Dagný Skúladóttir skoraði 32 mörk á árinu og Guðbjörg Guðmanns- dóttir var þriðja með 28 mörk. Hrafnhildur Skúladóttir lék aðeins tvo fyrstu landsleiki árs- ins en skoraði engu að síður 17 mörk í þeim sem gera 8,5 mörk að meðaltali í leik. 49 prósent stiganna Helena Sverrisdóttir skor- aði 63 stig í þremur lands- leikjum A-landsliðs kvenna í körfubolta á árinu en það gerir 21 stig að meðaltali í leik. Helena skoraði 33 stig í eina sig- urleiknum sem kom gegn Írlandi í Dublin í lokaleik ársins. Þetta er annað hæsta stigaskorið í sögu A-landsliðs kvenna og var Helena aðeins tveimur stigum frá stigameti Önnu Maríu Sveinsdóttur. Helena var stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í öllum leikj- unum og skoraði 49 prósent stiga liðsins í síðustu tveimur leikjun- um á móti Nor- egi (18 af 38) og Írlandi (33 af 67). Hún skoraði 42 stigum meira en næsta kona á lista sem var Hildur Sigurðardóttir með 21 stig en Signý Hermannsdóttir kom síðan þriðja með 19 stig í þess- um þremur leikjum. Helena hefur alls leikið 21 landsleik og skoraði í þeim 310 stig eða 14,8 að meðaltali í leik sem er hæsta meðal- skor í sögu kvenna- landsliðsins. Þrátt fyrir ungan aldur (19 ára) og fáa leiki (21) hafa aðeins fimm leikmenn skorað fleiri stig fyrir íslenska kvennalandsliðið. Það er því óhætta að segja að þær Margrét Lára, Rakel Dögg og Helena hafi drottnað yfir öðrum leik- mönnum kvennalandslið- anna á árinu að minnsta kosti í marka- og stiga- skorun. ooj@frettabladid.is Drottningarnar í landsliðunum Margrét Lára Viðarsdóttir, Rakel Dögg Bragadóttir og Helena Sverrisdóttir voru í algjörum sérflokki í marka- og stigaskorun í kvennalandsliðunum í þremur stærstu boltagreinunum á árinu 2007. 63 STIG Helena Sverrisdóttir skoraði 42 stigum meira en næsta kona í kvennalandslið- inu í körfubolta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁTTA MÖRK Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fimm mörkum meira en næsta kona í kvennalandsliðinu í fótbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BOLTAGREINAR Körfuboltalandslið karla náði bestum árangri af öllum karla og kvennalandsliðum þriggja stærstu boltagreinanna á árinu sem er að líða. Fréttablaðið hefur skoðað gengi þessara sex A-landsliða og þar kemur í ljós að karlalandsliðið í körfu var með 61,1 prósent hærra sigurhlutfall en kollegar þeirra í fótboltalandsliðinu sem unnu aðeins einn leik af níu á árinu. Gengi karlalandsliðsins í fót- bolta á árinu hefur verið milli tannanna á fólki enda er fátt jákvætt hægt að finna í níu lands- leikjum liðsins á þessu ári nema kannski frábæra vikan í septem- ber þegar liðið gerði jafntefli við Spán og vann Norður-Írland. Þessi vika sér þó til þess að liðið hækkar sigurhlutfall sitt um tvö prósent milli ára en karlalandsliðið hefur aðeins unnið 2 leiki af 15 undan- farin tvö ár. Kvennalandsliðið í fótbolta er besta landsliðið kvennamegin og er auk þess í 2. sæti yfir öll lands- liðin sex. Stelpurnar unnu bæði Kína og Frakkland sem eru í fremstu röð í heiminum og með því að vinna 3 af 4 leikjum sínum í sínum riðli í undankeppni EM á liðið enn góða möguleika á að komast inn á EM í Finnlandi 2009. Það er nokkur munur á karla- og kvennaliðunum í körfubolta og fótbolta en handboltalandsliðin virðast vera á svipuðu róli. Hand- boltalandslið karla náði 42 pró- senta árangri í keppnisleikjum ársins og þar var kvennalandsliðið með 80 prósenta sigurhlutfall. Karlaliðið endaði í 8. sæti á HM og stelpurnar tryggðu sig inn í umspil fyrir úrslitakeppni EM. Það má því segja að handboltafólkið hafi verið í góðu formi í þeim leikjum sem skiptu máli á árinu. Körfuboltalandslið karla náði langþráðu takmarki með því að vinna gull á Smáþjóðaleikunum í fyrsta sinn í 14 ár og endaði síðan undankeppni EM með því að vinna þrjá síðustu leiki sína. Stelpurnar náðu sögulegum árangri en 62-67 sigur liðsins á Írum í Dublin var fyrsti útisigur íslenska kvenna- körfuboltalandsliðsins í Evrópu- keppni. - óój Fréttablaðið ber saman gengi karla- og kvennalandsliða þriggja stærstu boltagreinanna á árinu: Karlalandsliðið í fótbolta var lélegast í ár HJÁLPARHÖND Eiður Smári Guðjohnsen og Ívar Ingimars- son sem lék sína síðustu landsleiki á ferlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STIG FYRIR KVENNA- LANDSLIÐIÐ Í KÖRFU 1. Helena Sverrisdóttir 63 2. Hildur Sigurðardóttir 21 3. Signý Hermannsdóttir 19 4. Pálína Gunnlaugsdóttir 11 5. Svava Ósk Stefánsdóttir 9 MÖRK FYRIR KVENNA- LANDSLIÐIÐ Í FÓTBOLTA 1. Margrét Lára Viðarsdóttir 8 2. Hólmfríður Magnúsdóttir 3 3. Greta Mjöll Samúelsdóttir 2 3. Dóra María Lárusdóttir 2 3. Katrín Jónsdóttir 3 MÖRK FYRIR KVENNA- LANDSLIÐIÐ Í HANDBOLTA 1. Rakel Dögg Bragadóttir 70 2. Dagný Skúladóttir 32 3. Guðbjörg Guðmannsdóttir 28 4. Rut Arnfjörð Jónsdóttir 25 4. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 25 SIGURHLUTFALL LANDS- LIÐANNA Á ÁRINU 2007: 1. Karlalandsliðið í körfubolta 88,9% (9 leikir - 8 sigrar, 1 tap) 2. Kvennalandsliðið í fótbolta 61,1% (9 leikir - 5 sigrar, 3 töp) 3. Karlalandsliðið í handbolta 45,8% (24 leikir - 10 sigrar, 12 töp) 4. Kvennalandsliðið í handb. 40,0% (15 leikir - 6 sigrar, 9 töp) 5. Kvennalandsliðið í körfub. 33,3% (3 leikir - 1 sigur, 2 töp) 6. Karlalandsliðið í fótbolta 27,8% (9 leikir - 1 sigur, 5 töp) KÖRFUBOLTI Stjórn KKÍ hefur valið þau Helenu Sverrisdóttur, Haukum/Texas Christian Univer- sity, og Jón Arnór Stefánsson, Lottomatica Roma, körfuknatt- leikskonu og körfuknattleiks- mann ársins 2007. Þetta er í fimmta sinn á sex árum sem Jón Arnór fær þessa viðurkenningu en Helena var hins vegar valin þriðja árið í röð. Jón Arnór hefur leikið frábær- lega með Lottomatica Roma síðan hann gekk til liðs við liðið í ársbyrjun en sérstaka athygli hefur vakið frammistaða hans í Meistaradeildinni þar sem hann hefur skorað 12,9 stig í leik. Helena Sverrisdóttir var lykilleikmaður liðs Hauka sem vann alla titla í íslenskum körfuknattleik á árinu. Hún gekk til liðs við sterkt háskólakörfu- boltalið í Bandaríkjunum, Texas Christian University, þar sem hún hefur verið í byrjunarliðinu allt tímabilið. - óój Körfuknattleiksfólk ársins: Jón Arnór og Helena valin GOTT ÁR Jón Arnór Stefánsson hefur blómstrað í Róm. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Jens Lehmann, mark- vörður Arsenal og þýska lands- liðsins, er enn mjög bitur yfir því að hafa misst byrjunarliðssæti sitt hjá Arsenal. „Ég get ekki neitað því að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigð- um með að þurfa að horfa á leiki liðsins frá bekknum. Ég verð svo reiður að ég verð að kreppa hnefana með hendurnar í vasanum,“ sagði Lehmann í viðtali við fótboltablaðið Kicker. Lehmann gæti einnig átt á hættu að missa byrjunarliðssæti sitt hjá þýska landsliðinu fyrir EM. Andreas Köpke, markmanns- þjálfari Þýskalands, segir að ekkert sé enn ákveðið með stöðu Lehmanns hjá liðinu, þrátt fyrir yfirlýsingar Joachims Low, þjálfara Þýskalands, í fjölmiðlum. - óþ Andreas Köpke þjálfari: Lehmann ekki öruggur enn ALLT Í MÍNUS Lehmann hefur ekki átt sjö dagana sæla og getur ekki leynt vonbrigðum sínum. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins hefur neitað áfrýjun Tottenham vegna rauðs spjalds sem Didier Zokora, leikmaður liðsins, hlaut í leik liðsins gegn Manchester City í enska deildarbikarnum. Steve Bennett, dómari leiksins, gaf Zokora beint rautt fyrir meinta tveggja fóta tæklingu á Elano, leikmanni Man. City, en engin snerting átti sér stað á milli leikmannanna. Bennett áleit hins vegar svo að Zokora hefði sýnt takkana of mikið og um illan ásetning hefði verið að ræða og nú hefur aganefndin tekið undir dóminn og Zokora þarf að afplána þriggja leikja bann. - óþ Aganefnd FA: Bann Zokora skal standa SJÖTÍU MÖRK Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 38 mörkum meira en næsta kona í kvennalandsliðinu í handbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.