Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 21. desember 2007 33
Evrópski flugvélaframleiðand-
inn Airbus hyggst selja nokkrar
af verksmiðjum sínum.
Fréttaveitan Bloomberg grein-
ir frá því að verksmiðjurnar
verði seldar GKN í Bretlandi,
Latcore í Frakklandi og OHB í
Þýskalandi.
Salan er liður í að lækka kostn-
að með því að láta undirverktaka
sjá um hluta framleiðslunnar.
Airbus hefur átt í vandræðum
með að afhenda viðskiptavinum
flugvélar á réttum tíma sem
hefur orðið til þess að þeir hafa
snúið viðskiptum sínum til Boe-
ing í auknum mæli.
Er vonast til að með sölunni
vænkist hagur Airbus. - ss
Airbus selur
verksmiðjur
FLUGVÉLARISINN Lækka á kostnað.
„Góðir hlutir gerast hægt. Fyrst
þurfum við að vinna heimamark-
aðinn,“ segir Jóna Matthíasdóttir,
starfsmaður Snow Magic Mývatn,
um jóladagskrána þar nyrðra.
Fáir útlendingar hafa sótt jóla-
dagskrá Snow Magic í desember,
en þetta er þriðja árið sem verk-
efnið er í gangi. „Það hafa þó
komið nokkrir útlendingar í dags-
ferðir hingað í Mývatnssveit,“
segir Jóna.
Yfir sjö hundruð manns hafi þó
sótt heim jólasveina í Dimmu-
borgum nú í desember. Margir
þeirra er heimamenn og fólk úr
nálægum sveitarfélögum auk
fólks af höfuðborgarsvæðinu.
Atvinnuþróunarfélags Þingey-
inga og heimamanna auk aðila í
Svíþjóð og Finnlandi.
Snow magic hefur tekið þátt í
Jólasýningu í Rovaniemi í Finn-
landi þar sem íslensku jólasvein-
arnir munu vera í hávegi hafðir. Í
tengslum við það hafa verið hönn-
uð og gefin út póstkort með
íslensku jólasveinunum, bæði með
enskum og íslenskum texta.
Þá er jólaverkefnið fyrir norðan
talið í hópi jólaborga heims, en þar
er meðal annars að finna borgir á
Spáni, Japan og Þýskalandi.
Markmið íslenska hlutans er að
efla atvinnulíf í Mývatnssveit,
sérstaklega yfir vetrartímann. Þá
er hugmyndin að fjölga ferðafólki
á svæðinu. - ikh
Fáir erlendir gestir
JÓLASVEINAR Í MÝVATNSSVEIT Jólasveinarnir fóru í sitt árlega bað fyrr í mánuðinum.
Sænski seðlabankinn hélt í fyrra-
dag stýrivöxtum óbreyttum í 4
prósentum. Jafnframt færði bank-
inn niður hagvaxtarspá sína fyrir
næsta ár meðal annars vegna þess
að væntingar um minni einka-
neyslu í Bandaríkjunum og Evr-
ópu draga úr eftirspurn eftir
sænskum útflutningsvörum. Um
helmingur sænska hagkerfisins er
drifinn áfram af útflutningi. Þetta
kom fram í hálffimm fréttum
Kaupþings í gær.
Þrátt fyrir þetta gerir bankinn
ráð fyrir einni vaxtahækkun á
fyrsta helmingi næsta árs en það
mun ráðast af því hvernig mál
þróast á alþjóðamörkuðum, segir í
hálffimm fréttum. - bg
Óbreyttir stýri-
vextir í Svíþjóð
Hinn 2. janúar 2008 tekur gildi ný
flokkun á félögum skráðum á
OMX Nordic Exchange, sem
Kauphöll Íslands er aðili að, eftir
markaðsvirði í Nordic Large Cap,
Mid Cap og Small Cap. Alls 45
félög færast í annan flokk þar sem
markaðsvirði þeirra hefur breyst.
Sænskum, finnskum, dönskum
og íslenskum félögum sem skráð
eru á Nordic Exchange er skipað í
þessa þrjá flokka eftir markaðs-
virði. Large Cap-flokkurinn sam-
anstendur af félögum með mark-
aðsvirði sem nemur 1 milljarði
evra eða meira, Mid Cap-flokkur-
inn af félögum með markaðsvirði
sem nemur 150 milljónum til eins
milljarðs evra og Small Cap-flokk-
urinn af félögum með markaðs-
virði sem nemur minna en 150
milljónum evra. Flokkarnir eru
uppfærðir hálfsárslega í janúar
og júlí. - bg
Ný flokkun í
OMX kauphöll
NORRÆNA KAUPHÖLLIN Flokkar fyrir-
tæki upp á nýtt.
NÝTT
MEMORY
®
Ef þú kaupir spil eða púsl frá RAVENSBURGER gefst þér tækifæri á að
vinna ferð fyrir fjóra til RAVENSBURGER LAND í Þýskalandi með
ICELAND EXPRESS. RAVENSBURGER LAND er í nágrenni við
Friedrichshafen sem er einn margra áfangastaða ICELAND EXPRESS.
Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt í þessum skemmtilega
leik er að geyma kassakvittun þína sem sýnir að þú hafir keypt
RAVENSBURGER spil eða púsl og senda hana í umslagi ásamt nafni,
kennitölu og síma á Egilsson hf, merkt RAVENSBURGER LAND
Köllunarklettsvegi 10, 104 Reykjavík, fyrir 4. Janúar 2008. Dregið
verður úr innsendum kassakvittunum þann 11. Janúar 2008
Nánari upplýsingar um áfangastaði Iceland Express er á www.icelandexpress.is
og Ravensburgergarðinn á www.ravensburger.de/spielelandL
RAVENSBURGER
vörurnar fást í
Office 1
Ravensburger og Iceland Express
...um land allt!Office 1
Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars)
Jólaopnunartímar
verslana Office 1*
*nema í Smáralind - opið samkvæmt
opnunartímum Smáralindar
21. des. Föstudagur 09:00-22:00
22. des. Laugardagur 10:00-22:00
23. des. Sunnudagur 10:00-23:00
24. des. Mánudagur 09:00-13:00