Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 33

Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 33
FÖSTUDAGUR 21. desember 2007 33 Evrópski flugvélaframleiðand- inn Airbus hyggst selja nokkrar af verksmiðjum sínum. Fréttaveitan Bloomberg grein- ir frá því að verksmiðjurnar verði seldar GKN í Bretlandi, Latcore í Frakklandi og OHB í Þýskalandi. Salan er liður í að lækka kostn- að með því að láta undirverktaka sjá um hluta framleiðslunnar. Airbus hefur átt í vandræðum með að afhenda viðskiptavinum flugvélar á réttum tíma sem hefur orðið til þess að þeir hafa snúið viðskiptum sínum til Boe- ing í auknum mæli. Er vonast til að með sölunni vænkist hagur Airbus. - ss Airbus selur verksmiðjur FLUGVÉLARISINN Lækka á kostnað. „Góðir hlutir gerast hægt. Fyrst þurfum við að vinna heimamark- aðinn,“ segir Jóna Matthíasdóttir, starfsmaður Snow Magic Mývatn, um jóladagskrána þar nyrðra. Fáir útlendingar hafa sótt jóla- dagskrá Snow Magic í desember, en þetta er þriðja árið sem verk- efnið er í gangi. „Það hafa þó komið nokkrir útlendingar í dags- ferðir hingað í Mývatnssveit,“ segir Jóna. Yfir sjö hundruð manns hafi þó sótt heim jólasveina í Dimmu- borgum nú í desember. Margir þeirra er heimamenn og fólk úr nálægum sveitarfélögum auk fólks af höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuþróunarfélags Þingey- inga og heimamanna auk aðila í Svíþjóð og Finnlandi. Snow magic hefur tekið þátt í Jólasýningu í Rovaniemi í Finn- landi þar sem íslensku jólasvein- arnir munu vera í hávegi hafðir. Í tengslum við það hafa verið hönn- uð og gefin út póstkort með íslensku jólasveinunum, bæði með enskum og íslenskum texta. Þá er jólaverkefnið fyrir norðan talið í hópi jólaborga heims, en þar er meðal annars að finna borgir á Spáni, Japan og Þýskalandi. Markmið íslenska hlutans er að efla atvinnulíf í Mývatnssveit, sérstaklega yfir vetrartímann. Þá er hugmyndin að fjölga ferðafólki á svæðinu. - ikh Fáir erlendir gestir JÓLASVEINAR Í MÝVATNSSVEIT Jólasveinarnir fóru í sitt árlega bað fyrr í mánuðinum. Sænski seðlabankinn hélt í fyrra- dag stýrivöxtum óbreyttum í 4 prósentum. Jafnframt færði bank- inn niður hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár meðal annars vegna þess að væntingar um minni einka- neyslu í Bandaríkjunum og Evr- ópu draga úr eftirspurn eftir sænskum útflutningsvörum. Um helmingur sænska hagkerfisins er drifinn áfram af útflutningi. Þetta kom fram í hálffimm fréttum Kaupþings í gær. Þrátt fyrir þetta gerir bankinn ráð fyrir einni vaxtahækkun á fyrsta helmingi næsta árs en það mun ráðast af því hvernig mál þróast á alþjóðamörkuðum, segir í hálffimm fréttum. - bg Óbreyttir stýri- vextir í Svíþjóð Hinn 2. janúar 2008 tekur gildi ný flokkun á félögum skráðum á OMX Nordic Exchange, sem Kauphöll Íslands er aðili að, eftir markaðsvirði í Nordic Large Cap, Mid Cap og Small Cap. Alls 45 félög færast í annan flokk þar sem markaðsvirði þeirra hefur breyst. Sænskum, finnskum, dönskum og íslenskum félögum sem skráð eru á Nordic Exchange er skipað í þessa þrjá flokka eftir markaðs- virði. Large Cap-flokkurinn sam- anstendur af félögum með mark- aðsvirði sem nemur 1 milljarði evra eða meira, Mid Cap-flokkur- inn af félögum með markaðsvirði sem nemur 150 milljónum til eins milljarðs evra og Small Cap-flokk- urinn af félögum með markaðs- virði sem nemur minna en 150 milljónum evra. Flokkarnir eru uppfærðir hálfsárslega í janúar og júlí. - bg Ný flokkun í OMX kauphöll NORRÆNA KAUPHÖLLIN Flokkar fyrir- tæki upp á nýtt. NÝTT MEMORY ® Ef þú kaupir spil eða púsl frá RAVENSBURGER gefst þér tækifæri á að vinna ferð fyrir fjóra til RAVENSBURGER LAND í Þýskalandi með ICELAND EXPRESS. RAVENSBURGER LAND er í nágrenni við Friedrichshafen sem er einn margra áfangastaða ICELAND EXPRESS. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt í þessum skemmtilega leik er að geyma kassakvittun þína sem sýnir að þú hafir keypt RAVENSBURGER spil eða púsl og senda hana í umslagi ásamt nafni, kennitölu og síma á Egilsson hf, merkt RAVENSBURGER LAND Köllunarklettsvegi 10, 104 Reykjavík, fyrir 4. Janúar 2008. Dregið verður úr innsendum kassakvittunum þann 11. Janúar 2008 Nánari upplýsingar um áfangastaði Iceland Express er á www.icelandexpress.is og Ravensburgergarðinn á www.ravensburger.de/spielelandL RAVENSBURGER vörurnar fást í Office 1 Ravensburger og Iceland Express ...um land allt!Office 1 Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Jólaopnunartímar verslana Office 1* *nema í Smáralind - opið samkvæmt opnunartímum Smáralindar 21. des. Föstudagur 09:00-22:00 22. des. Laugardagur 10:00-22:00 23. des. Sunnudagur 10:00-23:00 24. des. Mánudagur 09:00-13:00
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.