Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2008, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 16.02.2008, Qupperneq 31
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi hjá Alcoa Fjarðaáli, er nýkomin niður snævi þakinn Fagradal á sínum Ford Explorer þegar í hana næst. Þar geta veður verið válynd en svo er ekki þennan daginn. „Þetta var eins og að keyra í póstkorti. Fagridalurinn ber nafn með rentu í svona veðri,“ segir Erna. Hún kveðst hafa skroppið í bæinn og bíllinn hennar beðið á Egilsstaðavelli á meðan. Sá er af gerðinni Ford Explorer. „Þetta er ótrúlega góður bíll, sá besti sem ég hef átt,“ segir hún. Ekki stendur heldur á rök- stuðningi þegar rukkað er um hann. „Helsti kostur- inn er sá að bíllinn er svo einfaldur og allur búnaður auðskilinn. Auk þess er hann þægilegur og öruggur í akstri. Ford er elsti bílaframleiðandi í heimi, hjá honum er það einfaldleikinn sem gildir ásamt gæðum og öryggi.“ Í framhaldinu kemur saga um bíl – eða öllu heldur gestaþraut – sem Erna ók nýlega og var komin á langleiðina úr bænum austur fyrir fjall þegar henni tókst að fá miðstöðina til að virka. „Ég er ekki hrifin af tækniundrum í bílum,“ segir hún með áherslu. Fordinn hennar Ernu er af árgerð 2006 og sjálf- skiptur. Hún kveðst grípa til fjórhjóladrifsins þegar með þurfi í hinum austfirsku ölpum og einnig APS- kerfis með átaksmiðlun. „Einu sinni var ég þó í svo kröppum dansi í hálku að ég þurfti að keyra út af en hvorki ég né bíllinn bárum skaða af því,“ segir hún. Erna bætir við að víða á Suðausturlandinu sé útsýnið úr bílgluggunum reyndar svo fallegt að ökumenn geti orðið dáleiddir og átt á hættu að lenda utan vegar. Á langleiðum kveðst Erna ýmist syngja eða hlusta á hljóðbækur og minnist ferðar síðasta sumar er hún hlýddi á Magnús Þór Bernharðsson lesa bók sína Píslar votta nútímans næstum alla leið frá Reyðar- firði til Reykjavíkur. „Sögunni lauk um það bil sem ég kom út úr Hvalfjarðargöngunum og eftir það söng ég,“ segir hún glaðlega. gun@frettabladid.is Einfaldur og auðskilinn Erna í vetrarríki Austurlands. Hún telur leitun að betri bíl en sínum. MYND/HILMAR SIGURBJÖRNSSON FYRIR STÆRRI FJÖLSKYLDUR Þegar fimm manna fjöl- skyldubílar duga ekki lengur koma þeir sjö manna sterkir inn. BÍLAR 3 VATNSHELD Í VÆTUNNI Það er óþarfi að vera fótkaldur og blautur í rigningunni ef rétt er að farið. TÍSKA 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.