Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÍSLENSKAR KONUR EKKI HARÐBRJÓSTA Mikið fjör var á brjóstauppboði UNIFEM á Íslandi í gærkvöldi þar sem brjóst sem hekluð voru af íslenskum handverkskonum voru boðin upp. Uppboðið var hluti af söfnun UNIFEM í styrktarsjóð til afnáms ofbeldis gegn konum í Fiðrildaviku sem lýkur í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 8. mars 2008 — 67. tölublað — 8. árgangur Ferðaklúbburinn 4x4 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 25 ára FYLGIR Í DAG Með húð og hári Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir og tónlistarmaðurinn Nico Muhly stilla saman strengi sína fyrir sýningu í The Kitchen í New York 46 PÖNKPRINSESSUR Í LONDON Breskir tískuhönnuðir sýna krínólínur og tjullpils með gotnesku ívafi 58 VEÐRIÐ Í DAG FÓLK Manuela Ósk Harðardóttir, fyrrverandi fegurðardrottning Íslands, segir fegurðarsamkeppnir ávísun á einhvers konar átraskanir. „Það er afskaplega óhollt fyrir ungar stelpur að komast áfram á einhverju sem er bara út á við – vera fyrst og fremst metnar eftir útliti en ekki hvers virði þær eru sem manneskjur og þessi keppni er að mínu mati því miður einfald- lega ávísun á einhvers konar átröskun,“ segir Manuela, en sjálf segist hún hafa þolað illa pressuna sem keppninni fylgdi. „Verkefni mitt í keppninni var auðvitað að vera tipp topp en svo eftir að því tímabili lauk hætti ég að sjá mörkin – hvað væri eðlilegt í því samhengi og hvað ekki. Metnaðurinn hafði verið sá að missa ekki tökin og fitna ekki og ég var svo hrædd um það að ég sá ekki að ég var í raun löngu búin að missa tökin og það í hina áttina.“ Manuela talar einnig um ham- ingjuríka hveitibrauðsdaga í Bolt- on og samband sitt og knattspyrnu- mannsins Grétars Rafns Steins sonar. - jma /sjá síðu 36 Manuela Ósk Harðardóttir segir óhollt fyrir stúlkur að vera metnar eftir útliti: Keppni í fegurð ávísun á átröskun Opið 10–18 LÖGREGLUMÁL „Hann segist heita Richard Smith og vill að ég sendi sér þúsund pund undir eins,“ segir Guðjón Friðmar Gunnarsson á Fáskrúðs- firði, sem á að hafa unnið tvær milljónir Bandaríkjadala í lottói á netinu. Guðjón segist hafa verið á netinu í lok febrúar þegar upp hafi komið gluggi á skjánum þar sem sagt var á íslensku að hann væri vinningshafi. Leiðbeiningar fylgdu á íslensku um það hvernig hann gæti tekið þátt í leiknum, sem síðan reyndist vera á netsíðunni freelotto.com. „Ég smellti dálítið áfram og var þá beðinn um ýmsar upplýsingar sem ég gaf upp. Af hverju veit ég nú eiginlega ekki, ætli það hafi ekki verið forvitni,“ segir Guðjón, sem á endanum var tilkynnt á fimmtudag að hann hefði unnið tvær milljónir dollara í lottóinu, jafnvirði yfir 135 milljóna króna. „Richard sendi mér tölvubréf og sagði að ég yrði strax að borga eitt þúsund pund, um 135 þúsund krónur, fyrir þátttökuna til að fá stóra vinninginn. Hann hringir líka stöðugt og heimtar greiðsluna. Ég segi honum alltaf að málið sé í vinnslu,“ segir Guðjón, sem í gærmorgun setti sig í samband við ríkislög- reglustjóra. „En þar var mér sagt að þeir gætu ekkert gert því netsíðan væri í öðru landi. Best væri fyrir mig að tala við fjölmiðla til að vara aðra við.“ Hjá Neytendasamtökunum var Guðjóni sagt að allt benti til þess að freelotto.com væri svikamylla. „Algengt er raunar að fólk hafi farið mjög illa fjárhagslega út úr svona brellum og jafnvel misst aleiguna. Svona svikamyllur eru mjög algengar og viljum við því vara fólk við að taka þátt í erlendum happdrættum – sama hvaða þau heita,“ segir í svari Neytendasamtakanna til Guðjóns, sem ætlar þó ekki að slíta sambandinu við Richard alveg strax: „Mig langar að sjá hvernig þetta þróast og það er ekkert að því að leyfa þessum herra- manni að engjast dálítið lengur. Ég fékk reyndar að vita hjá ríkislögreglustjóra að mönnum berist stundum í svona tilfellum alvarlegar hótanir ef þeir borga ekki, jafnvel um líflát. En ég óttast það ekki neitt.“ - gar Rukkaður fyrir lottóvinning Maður á Fáskrúðsfirði er krafinn um þúsund pund vegna 135 milljóna króna vinnings á útlendri lottósíðu á netinu. Örugglega svindl segja Neytendasamtökin. Ríkislögreglustjóri gerir ekkert segir maðurinn. FISKELDI Fiskeldishópur AVS, sem er rannsóknasjóður á vegum sjávarútvegsráðuneytisins, leggur til að á tímabilinu 2008-2010 verði opinbert framlag til rannsókna í þorskeldi 100 milljónir króna á ári. Í Noregi er tveimur milljörð- um íslenskra króna varið til þessa málaflokks árlega. Vísindasamfélagið og framleið- endur í þorskeldi eru ekki sam mála um hvort tímabært sé að hefja stórfellda framleiðslu á eldisþorski. - shá / sjá síðu 16 Óleyst vandamál í þorskeldi: Vilja finna svar við sjúkdómum FÓLK Teitur Jónasson, ljósmyndari á dagblaðinu Nyhedsavisen, hlaut í gær verðlaun danskra blaðaljós- myndara. Hann átti mynd ársins í flokki „action“-íþróttamynda. Verðlaunin námu tíu þúsund dönskum krónum. Verðlaunamynd Teits er af dýfingamanni í keppni í klettadýfingum í Mexíkó. Alls sendu 140 danskir ljósmyndarar inn um 3.400 myndir í keppnina. - hdm / sjá síðu 70 Teitur Jónasson ljósmyndari: Tók íþrótta- mynd ársins HÆGVIÐRI Í dag má búast við hægviðri víðast hvar um landið, hitastig er yfir frostmarki víðast hvar, nema þá helst langt inni í landi. Úrkoman dreifist jafnt um landið, él við norðurströndina en rigning fyrir sunnan. VEÐUR 4 3 3 0 1 1 Í HÓP MEISTARANNA Ólafur Jóhann Ólafsson hlýtur hin virtu O‘Henry- verðlaun. Hann fetar þar með í fótspor Heming- way, Steinbeck og Faulkner. FÓLK 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.