Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 66
● hús&heimili
„Gamla orðtakið „heima er best“
eru orð að sönnu og þar á ég margar
og mismunandi aðferðir til að næra
skilningarvitin en þetta ber hæst
um þessar mundir,“ segir Ríkey
Kristjánsdóttir textílhönnuður
þar sem hún stendur á Nýja sviði
Borgarleikhússins og tekur síðustu
sporin í búninga leikarahópsins í
Kommúnunni sem er stykki sem
Ríkey segir vera alhliða næringu
fyrir alla. „Eigi ég hins vegar
að lýsa einum stað þar sem öll
skilningarvit eru nærð á sama tíma
nefni ég Indland. Það er hreinn
dekurdans fyrir sjón, heyrn, lykt,
bragð og snertingu.“
BRAGÐ: Við í fjölskyldunni erum
miklar félagsverur og hefur alltaf
tekist að safna í kringum okkur
sæg skemmtilegra vina,
sama hvar við
búum. Margir
eru listakokkar
sem elda af
ómældri ást og
natni og þá er oftar
en ekki slegið upp
miklum matarveislum
þar sem bragðskynið er nært
með snilldarmat og víni. Um leið
skerpast hláturtaugar og einnig
eyrun þar sem vinahópurinn er
allt annað en þögull og hefur
frá miklu að segja. Svo má ekki
gleyma frönskum geitaosti með
frönsku hvítvíni. Það er dásamlegt
bragð sem veitir endurupplifanir
frá París.
HEYRN:
Til að full-
næra eyru
mín finnst
mér tónlist
það besta.
Núna sjá De-
vandra Ban-
hart og José
Gonzáles
að mestu leyti um þá nær-
ingu, en fullkomin helgi
hefst með því að fjöl-
skyldan eldar saman
„french toast“ og þá
sjá tvíburarnir um
að dekka borð, kveikja
á kertum og setja Cohen
eða Dylan í spilarann.
SJÓN: Góð bíómynd
stendur alltaf fyrir
sínu. Í miklu uppáhaldi
er Bagdad Café, en
einnig þykja mér
myndir Almodóvars
og Wes Andersons
mikil augnanæring.
Svo er ein períóda
sem augu mín elska, og það er
art deco-tímabilið frá 1920; bæði
hvað varðar liti, munstur og asísk
áhrif.
LYKT: Nag Champa-
reykelsi.
SNERTING: Mér finnst skemmti-
legast að fara í textílbúðir og
snerta falleg efni. Einnig er gaman
að skoða og snerta útsaum.
Heima er best
● Það er heima sem manneskjan er hvað frjálsust og líður
hvað best. Heimilið er griðastaður. Ósvikinn vettvangur þess
að nostra við sjálfan sig og næra skilningarvitin.
Ríkey Kristjánsdóttir textílhönnuður er meistarinn á bak við hippalega búninga í leikritinu Kommúnunni eftir Lukas Moodysson,
sem frumsýnt var á fimmtudagskvöld fyrir fullu húsi með íslenskum og erlendum stórleikurum í Borgarleikhúsinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
8. MARS 2008 LAUGARDAGUR24