Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 20
20 8. mars 2008 LAUGARDAGUR Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Passat F í t o n / S Í A UMRÆÐAN Kosningar Rússar hafa kosið sér nýjan forseta. Ég kaus, og ég hvatti ekki aðeins vini mína og fjölskyldu heldur alla borgara Rússlands til þess að mæta á kjörstað og greiða atkvæði – þrátt fyrir þá stað- reynd að úrslitin væru fyrirsjá- anleg og jafnvel fyrirfram skipu- lögð. Vinsældir Vladimírs Pútíns, sem lýsti yfir stuðninig við Dimitri Medvedev og féllst síðan á að verða forsætisráðherra hans, gerðu það að verkum að úrslitin voru fyrirfram ráðin. Margir í landi okkar hafa gagn- rýnt þessa sérstöð kosninganna. Kjósendum var aldrei gefinn raunverulegur möguleiki á að bera saman tillögur frambjóð- enda um hvernig eigi að takast á við þau vandamál sem steðja að þjóðinni. Fram- bjóðendaúrvalið var ekki sem ákjósanlegast. En samt mætti fólk á kjör- stað og greiddi atkvæði – sem er enn einn lofsöng- urinn til Pútíns. En hversu mikilvægar sem kosningarnar til Dúmunnar og í forseta- embættið hafa verið á síðustu mánuðum, þá velti ég nú fyrir mér hvað gerist næst. Við höfum nú einstakt tæki- færi til þess að notfæra okkur þann stöðugleika og það sjálfsör- yggi sem fengist hefur á síðustu árum og hagstæða alþjóðamark- aði til þess að stíga ákveðin skref í átt til nútímavæðingar. Það þýðir meira en að nútímavæða iðnaðinn. Við þurfum að nútíma- væða stjórnsýsluna, hrinda af stað nýsköpun í efnahagslífinu, leggja aftur áherslu á menntun og heilbrigðismál og, það sem mestu skiptir, vinna að því að minnka bilið milli ríkra og fátækra um leið og barist er gegn spillingu og skrifræði. Bæði Pútín forseti og frambjóðandinn Med- vedev kusu sem betur fer að beina athyglinni að þessum erfiðu verk- efnum síðustu dagana fyrir kosningar. Ég er ekki í vafa um að þeir muni gera sitt besta. En þeirra verk munu þó ekki ein duga til að ná árangri. Á öllum stigum stjórnsýslunn- ar – alríkinu, héruðunum og jafn- vel heima í sveitarfélögunum – þarf að gera miklar breytingar á starfsliði. Ég er ekki að kalla á herferð undir formerkjunum „rekum þrjótana burt“. Við þurf- um að kenna embættismönnum nýjar leiðir til að leysa ný vanda- mál. Enn meiri þörf er þó á því að opna leiðir fyrir unga fólkið. Ef þetta verður ekki gert þá verður ekki staðið við mörg þeirra loforða sem við höfum gefið og sú staðreynd verður ekki falin með neinum ímyndar- herferðum. Við þekkjum það af reynslu annarra þjóða að vandamál af þessari stærðargráðu verða ein- ungis leyst í umhverfi þar sem raunverulegt lýðræði er fyrir hendi, í borgaralegu samfélagi þar sem ríkisstjórnin ber ábyrgð gagnvart almenningi og fólk er ekki hrætt við að taka frum- kvæðið. Sumir kunna að andmæla þessu og segja að við getum ekki leyft okkur að „losa um taum- ana“, að það sem Rússland þurfi núna sé ekki að gera fleiri til- raunir með lýðræði heldur styrka stjórn og ákveðna. En styrk stjórn án raunverulegs stuðnings frá almenningi getur verið getu- laus. Pútín fékk þennan stuðning vegna þess að hann áttaði sig réttilega á því sem fólk vildi – að stöðugleika yrði komið á að nýju og rússneska ríkið yrði byggt upp á ný. Við stöndum nú frammi fyrir enn erfið ari og sannarlega sögulegum verkefnum. Til þess að ná árangri í þeim efnum er nauðsynlegt að gagnkvæm sam- skipti ríkis og samfélags komist á nýtt stig. Þetta leiðir mig enn og aftur að því sem ég hef áður lagt áherslu á: Til þess að vera með virkt stjórnkerfi þurfum við umbætur á kosningakerfinu. Ekki nægir að gera smávægilegar lagfærsl- ur, heldur þarf að gera meirihátt- ar breytingar á reglum um for- setakosningar, þingkosningar og héraðsstjórakosningar. Ég legg til að það verði for- gangsverkefni að taka á ný upp blandað kerfi þingkosninga, þannig að fólk geti bæði greitt Tækifæri til að nútímavæða Rússland UNMRÆÐAN Fjölskylduráðgjöf Á þessu ári eru hundrað ár liðin frá því farið var að bjóða foreldr- um á Vesturlöndum leiðsögn í listinni að vera gott foreldri. Allar götur síðan hefur slík fræðsla verið í boði í einhverri mynd víðast hvar. Gjörbreytt þjóðfélagsmynstur í kjölfar almennrar atvinnuþátttöku kvenna til jafns við karla og stór- aukin tíðni hjónaskilnaða kallar á vakningu í þessum efnum. Sá sem er að vaxa úr grasi þarf bæði frjóan jarðveg til að skjóta rótum, og birtu og yl til að vaxa og dafna. Hvort tveggja er að mestu leyti undir foreldrum hans komið. Forseti Íslands sagði í áramóta- ávarpi sínu, að það væri í reynd sjálfstæðisbarátta þessarar aldar að tryggja nýrri kynslóð Íslend- inga farsæla framtíð í heima- landi. Vel hefði tekist að skapa ungum Íslendingum ríkuleg tæki- færi til að tvinna saman rætur á heimaslóð og athafnasemi á ver- aldarvísu, en engan veginn sjálf- gefið að svo yrði áfram. Augljóst er að hin farsæla fram- tíð er ekki eingöngu komin undir viðskiptatækifærum innan lands og utan og góðu árferði. Á mótun- arárum sínum, þegar skapgerðin, sjálfsmyndin og sjálfstraustið er að verða til, er hin nýja kynslóð Íslendinga í umsjá foreldra sinna. Þeir ráða mestu um framtíð henn- ar og farsæld. Við blasir að foreldrar eru misjafn- lega í stakk búnir til að axla þessa ábyrgð og margir hafa nýtt sér ráð- gjafa og stuðningshópa sem hafa myndast hér á landi sem annars staðar. Tilefni þessarar greinar er að vekja athygli á nám- skeiði sem hefur gefist nýjum foreldrum afar vel, ef marka má viðbrögð og þakklæti þeirra sem það hafa sótt. Árangursríkt námskeið ÓB ráðgjöf ehf. er einkarekið fyrirtæki sem veitir þjónustu í heilbrigðis- og menntamálum samhliða þeirri þjónustu sem sem þegar er til staðar í samstarfi við þá aðila sem fyrir eru. Aðstand- endur fyrirtækisins hafa boðið upp á foreldra- færnifræðslu frá árinu 1998 og hafa yfir sex hundruð foreldrar sótt námskeið þeirra á þeim tíma. Í Reykjanesbæ og í Sandgerði sóttu tæplega hundrað foreldrar sex vikna námskeið fyrir for- eldra leikskólabarna á árunum 1998-2001. Verkefnið var grasrótarstarf í samvinnu við foreldra og kennara. Tveimur árum síðar tók stjórn Reykjanes- bæjar þá ákvörðun að bjóða for- eldrafærni námskeið sem hluta af forvarnastarfi sínu og hafa á annað þúsund foreldra tekið þátt í því. Námskeiðið, sem er fyrir for- eldra leikskólabarna, er tólf klukkustundir og stendur í sex vikur, tvær klukkustundir í senn, einu sinni í viku. Námskeiðið var þróað hjá Family Caring Trust. Höfundar þessa námskeiðs eru bresku hjónin Michael og Terri Quinn, sem bæði eru með meist- aragráðu í samfélagsþróun og fjölskylduráðgjöf. Námskeiðið hefur verið þýtt á fjölda tungu- mála. Hér á landi var það gefið út af aðstandendum ÓB ráðgjafar í samvinnu við FCT og Eignar- haldsfélagið Hof. Foreldrafærninámskeið FCT eru viðurkennd í Bretlandi og sóttu yfir fimm hundruð þúsund Foreldrum kennt – ekki kennt um ÓLAFUR GRÉTAR GUNNARSSON MIKHAIL GORBACHEV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.