Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 2
2 8. mars 2008 LAUGARDAGUR Nóatún mælir með 479 kr.kg. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Gott í helgarmatinn SPRENGI VERÐ! Móa kjúklingur, ferskur 40% afsláttur! SPURNING DAGSINS MANNRÉTTINDAMÁL Sævar Óli Helgason, 37 ára Íslendingur, hefur undanfarinn fjórar vikur búið á heimili í Danmörku fyrir pólitíska flóttamenn. Hann hefur óskað eftir hæli í Danmörku vegna þeirra ofsókna sem hann segist hafa orðið fyrir af íslensk- um embættismönnum. Sævar segir aðra hælisleitend- ur afar undrandi á því að maður frá Íslandi sé meðal þeirra. Hælis- leitendur í Sundholm þar sem hann dvelur séu margir hverjir frá íslömskum Asíulöndum sem hafi þurft að sæta ofsóknum vegna kynhneigðar. Þá sé þar fólk frá Afríkulöndum svo sem Erítreu, Súdan, Eþíópíu og Níger- íu sem hefur sætt ofbeldi í heima- löndum sínum. Sævar segist eiga von á svari í næstu viku um hvort hann fái hæli. Verði Danir við bón hans vilji hann sækja íslenska ríkið til saka. Sævar var dæmdur í sex mán- aða fangelsi árið 2005 fyrir að rjúfa skilorð með því að slá konu sem lagði fyrir innkeyrslu hans. Árið 2007 staðfesti Hæstiréttur sex mánaða fangelsisdóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir Sæv- ari fyrir að hafa veist að Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglu- stjóra á Selfossi, árið 2005 með því að hafa þrifið í öxl hans og brugðið fyrir hann fæti svo hann hrasaði. Sævar gekk að Ólafi Helga þar sem hann stóð í afgreiðslu héraðsdóms og krafð- ist viðtals. Ólafur Helgi sagði Sævari að hann væri í réttarhaldi og bauð honum því viðtal daginn eftir, en þá átti Sævar að hefja afplánun annars dóms og varð hann því ósáttur. Sævar segist hafa orðið fyrir einelti íslenskra stjórnvalda og þar að auki hafi þau neitað að taka við kærum hans á hendur emb- ættismönnum. „En aðal ástæða fyrir tilraun minni til að komast undir verndarvæng EU [Evrópu- sambandsins] er Ólafur Helgi Kjartansson,“ segir Sævar en hann segir að kærum hans á hendur Ólafi til ríkissaksóknara hafi ítrekað verið vísað frá. „Ég held að líkurnar á því að Danir veiti honum hæli á þeim grundvelli að hann sé pólitískur flóttamaður frá Íslandi séu minni en engar,“ segir Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, og bætir við: „Nema Danir hafi orðið þeim mun meiri áhyggjur af íslenskum efnahagsmálum.“ Ólafur Helgi segir ásakanir Sævars „gjörsamlega út í hött“. „Ég hef hvorki ofsótt Sævar né lagt hann í einelti sem persóna eða embættismaður,“ segir Ólafur Helgi. karen@frettabladid.is Íslendingur leitar hælis í Danmörku Íslenskur karlmaður hefur leitað hælis í Danmörku sem pólitískur flóttamaður. Hann segir fólk í flóttamannabúðunum sem hann dvelur í fremur hissa. Líkur á því að hann fái hæli eru minni en engar segir forstjóri Útlendingastofnunar. SEGIST PÓLITÍSKUR FLÓTTAMAÐUR Sævar Óli vill fá hæli í Danmörku en hann hefur dvalið á heimili fyrir flóttamenn síðustu fjórar vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON HILDUR DUNGAL ÍRAK, AP Aðstandendur syrgðu í gær fórnarlömb tvöfaldrar sprengjuárásar sem framin var í fjölsóttum verslunarkjarna í hverfi sjía-múslima í Bagdad í fyrrakvöld. 68 manns létu lífið og minnst 120 særðust. Tilræðið var grimmileg áminning um að ofbeldisaldan í landinu hefur aðeins dvínað, ekki stöðvast. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á sprengingunum í gær, en talsmenn bandaríska herliðs- ins kenndu al-Kaída í Írak um. Tvöfaldar sprengjuárásir á fjölfarna staði til að hámarka mannfall eru sagðar einkenna árásir al-Kaída-liða. - aa 68 fórust í Bagdad: Al-Kaída í Írak kennt um HARMUR Aðstandendur fórnarlamba tilræðisins syrgja í Bagdad í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TRÚMÁL Biskup Íslands, Herra Karl Sigurbjörnsson, vísiterar Hallgrímssöfnuð á morgun og predikar í Hallgrímskirkju. Viðburðurinn er sagður mikilvægur fyrir starf kirkjunn- ar og þjónustu, og til þess fallinn að styrkja þjóðkirkjuna. Vísiter- ing sæti tíðindum enda hafi það síðast gerst árið 1995, „þegar Herra Ólafur Skúlason fór í yfirreið sína um söfnuði Reykja- víkurprófastsdæmis vestra,“ eins og segir í tilkynningu frá Hallgrímskirkju. Búist er við að fjölmennt verði við messuna sem hefst klukkan ellefu. - kdk Búist við fjölmenni í messu: Biskup vísíterar í Hallgrímskirkju Helgi, varð sem sagt engin iðnbylting? „Nei, ég fékk 97 prósent atkvæða eins og síðast. Leitin sem hófst í fyrra að þessum þremur prósentum stendur enn yfir.“ Helgi Magnússon var endurkjörinn for- maður Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi. ALÞJÓÐAMÁL Olubanke King- Akerele, utanríkisráðherra Líberíu, og Joanne Sandler, starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM, tala á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. Tilefnið er að í dag er alþjóðlegur dagur kvenna og er yfirskrift fundarins „Konur um heim allan: Samstaða og samvinna.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, verða með framsögu á fundinum. Fundurinn fer fram í stofu 105 á Háskólatorgi og hefst klukkan 12. - sgs Alþjóðlegur dagur kvenna: Samstaða og samvinna SAMGÖNGUR Forsvarsmenn Orku- veitunnar hafa hug á því að hita upp vinsæl biðskýli Strætós á fjölfarnari stöðum í Reykjavík og jafnvel eina stoppistöð á Akra- nesi. Til greina kemur að byggja ný og betri skýli eða einangra þau sem fyrir eru og koma fyrir hit- unartækjum í þeim, að sögn Kjartans Magnússonar, stjórnar- formanns Orkuveitunnar. Hann nefnir sem dæmi stoppi- stöðina við Háskólann, við Menntaskólann í Reykjavík, við Hamrahlíð, Fjölbraut í Breið- holti og víðar. „Þetta skiptir miklu máli því mörgum finnst ekkert leiðinlegt að ferðast með strætó eða ganga til og frá stoppistöðinni. Þeim finnst gaman í vagninum sjálfum en neikvæðasti þátturinn er biðin eftir vagninum, sérstaklega í vondu veðri,“ segir Kjartan. Því sé gott ef Orkuveitan geti, með stuðningi annarra, gert dvöl- ina í biðskýlum huggulegri fyrir farþega. Tillagan var samþykkt ein- róma á stjórnarfundi Orkuveit- unnar á fimmtudag. Forstjóra fyrirtækisins hefur því verið falið að leita eftir samstarfi um þetta við umhverfis- og sam- göngusvið borgarinnar og við Strætó. - kóþ Orkuveita Reykjavíkur gerir almenningssamgöngur borgarbúa þægilegri: Biðskýli verði einangruð og hlý VINDURINN ALLTAF Í FANGIÐ Strætis- vagnafarþegar munu líklega hugsa hlýlega til Orkuveitu Reykjavíkur þegar búið verður að loka skýlunum og verma þau. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Fáklæddur maður fannst á ráfi við Köldukinn í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var hann í annarlegu ástandi, kaldur og illa á sig kominn með áverka á fæti eftir eggvopn. Maðurinn vísaði lögregluþjón- um að húsnæði við Eyrartröð, þar sem þeir fundu fyrir annan mann í svipuðu ástandi. Þeir fundu einnig eggvopn sem er talið hafa verið notað í átökum milli mannanna. Mennirnir eyddu því sem eftir var nætur í fangageymslu. Þeim var sleppt eftir yfirheyrslur í gær. - sþs Lenti í átökum: Ráfaði fáklædd- ur í Hafnarfirði HEILBRIGÐISMÁL Ráðherrar ríkisstjórnarinnar keyptu í gærmorgun fyrstu slaufurnar sem seldar eru til styrktar átaki sem beinist að körlum og krabbameini. Þetta er í fyrsta sinn sem kynning- arátaki af þessu tagi er hleypt af stokkunum og mun það standa næstu tvær vikurnar. Algengustu tegundir krabbameins sem greinast í körlum hérlendis eru í blöðruhálskirtli, lungum og ristli. Á hverju ári greinast um 630 karlar með krabbamein, þar af um þrjú hundruð með eitt- hvert fyrrnefndra meina. „Bráðum verður hægt að bjóða körlum upp á skipulagða leit að ristilkrabbameini sem er merkur áfangi,“ segir Guðrún Agnarsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Íslands. Guðrún segir átakið mikilvægt þar sem karl- menn séu síður duglegir við að leita til lækna en konur. Úr þessu þurfi að bæta þar sem áríðandi sé að grípa snemma inn í þegar fólk fær krabbamein. Lífslíkur kvenna eftir greiningu eru að sögn Guðrúnar betri en karla í dag og er skýringin að hluta til sú að meinið greinist fyrr hjá konum. Slaufa átaksins er þrílit, blá, hvít og fjólublá og tákna litirnir blöðruhálskrabbamein, lungna- krabbamein og ristilkrabbamein. Á vefsíðunni karlmennogkrabbamein.is sem er hluti átaksins gefst körlum tækifæri á að kynna sér hættumerki. - kdk/seg Krabbameinsfélag Íslands efnir til átaks sem beinist að körlum og krabbameini: Körlum kennt að þekkja hættumerki RÍKISSTJÓRNIN Guðrún Agnarsdóttir seldi ráðherrum fyrstu slaufur átaksins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Tillaga um að leggja niður Félag íslenskra stórkaup- manna (FÍS) var felld með rúmum 60 prósentum atkvæða á aðalfundi félagsins í gær. Tillagan var lögð fyrir aðalfund eftir að klofningur í stjórn félagsins varð til þess að látið var af viðræðum við Samtök verslun- ar og þjónustu (SVÞ) um samein- ingu félaganna. „Við erum mjög ánægð með þetta og gott að fá jafnafgerandi úrslit þannig að allir geti verið sáttir,“ segir Birgir Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri Kjarans, en hann er fyrrum formaður FÍS og er á móti sameiningu við SVÞ. - óká Aðalfundur FÍS í gær: Aflagningu fé- lagsins hafnað Fastur á Breiðdalsheiði Lögreglan á Egilsstöðum þurfti að sækja ökumann bifreiðar á Breið- dalsheiði um klukkan tíu á fimmtu- dagskvöldið. Hafði maðurinn hunsað tilkynningar um að heiðin væri lokuð en fest illa útbúinn bíl sinn. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.