Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 90
50 8. mars 2008 LAUGARDAGUR
U
m síðustu helgi lauk hinni árlegu Mardi Gras-hátíð í
Sydney í Ástralíu, sem er stærsta hátíð samkyn-
hneigðra í heimi. Hátíðin í ár er sú þrítugasta í röðinni
og stendur yfir í heilar þrjár vikur með yfir hundrað
atburðum, tónleikum, leiksýningum og fleiru. Á
lokadegi hátíðarinnar er svo skrúðganga í gegnum miðja borgina.
Þetta minnir óneitanlega á hina árlega Gay Pride-göngu í Reykja-
vík þó mannfjöldinn sé öllu meiri. Yfir fimm hundruð þúsund
manns voru samankomin á lokadeginum í ár þar sem yfir tíu
þúsund þátttakendur taka virkan þátt í göngunni sjálfri.
Dúndrandi danstónlist, glimmer og fjaðrir, karlmenn með brjóst,
stelpur á mótorhjólum, strákar í kjólum og leðurklæddar miðaldra
konur í sleik. Á upphafsárum Mardi Gras
var ekki um eiginlega hátíð að ræða heldur
kröfugöngu þar sem aukinna réttinda
samkynhneigðra var krafist. Gangan var þá
jafnan stöðvuð af lögreglu og borgaryfir-
völdum og þátttakendur urðu fyrir miklu
aðkasti borgarbúa og jafnvel ofbeldi. Í ár
tók lögreglan sjálf fullan þátt í henni, með
pallbíl þar sem lúðrasveit lögreglunnar
spilaði undir söng lögreglukonu, og slökkvi-
liðið, herinn og borgaryfirvöld voru líka
með hópa í göngunni. Gay Pride-gangan
sjálf stendur yfir í hátt á þriðja tíma með
tilheyrandi sýningum og dregur að sér
fjölda ferðamanna enda ótrúleg upplifun.
Þó að yfirvöld séu ekki lengur mótfallin
göngunni og borgarbúar skemmti sér
konunglega hefur hún enn ákveðnar
neikvæðar hliðar. Í stað ofsókna og ofbeldisverka í garð samkyn-
hneigðra hefur tekið við gríðarlegt unglingafyllerí og skemmdar-
verk að göngunni lokinni. Nú í ár hópuðust þúsundir unglinga
saman víða um borgina með tilheyrandi látum. Hátíðin í ár er þó
talin hafa tekist heilt á litið mjög vel, engin alvarleg slys urðu á
fólki að því undanskildu að unglingur kastaði flösku í höfuðið á
lögreglukonu auk þess sem einn var handtekinn fyrir að kveikja í
taglinu á lögregluhesti. Líklega smámunir þegar fimm hundruð
þúsund manns skemmta sér saman (nánari upplýsingar um
hátíðina má finna á http://www.mardigras.org.au).
Allir litir regnbogans
Gay Pride gangan í Sydney í Ástralíu er sú stærsta sinnar tegundar. Logi Karlsson fangaði stemninguna.