Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 107

Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 107
LAUGARDAGUR 8. mars 2008 67 HANDBOLTI Það er stór dagur á Ásvöllum í dag þegar karla- og kvennalið Hauka fá Stjörnuna í heimsókn. Kvennaleikurinn fer fram kl. 14:00 og karlaleikurinn þar strax á eftir kl. 16:00. Karlalið Hauka situr sem stendur á toppi N1-deildarinnar með 28 stig en Stjarnan er í fjórða sæti með 22 stig þegar tíu leikir er eftir. Liðin hafa mæst tvisvar sinn- um í vetur og vann Stjarnan á Ásvöllum um miðjan október en Haukar unnu í Mýrinni í lok nóvember og Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, á von á hörkuleik. „Leikirnir á milli Hauka og Stjörnunnar hafa verið skemmti- legir undanfarin ár og mikil spenna í kringum þá meðal leik- manna og áhorfenda og það verð- ur engin undantekning núna. Við töpuðum frekar illa gegn þeim á Ásvöllum fyrr í vetur og vorum mjög óánægðir með leik okkar þá og þurfum að bæta fyrir það,“ sagði Aron. Kvennalið Hauka hefur helst úr lestinni í toppbaráttu N1-deildar- innar en Stjarnan hefur sett mikla pressu á topplið Fram undanfarið og nú skilja aðeins tvö stig liðin að í fyrsta og þriðja sæti. Valur er þar á milli einu stigi á eftir Fram en liðið hefur leikið einum leik fleiri en hin liðin tvö. Stjórn Hauka stendur fyrir skemmtilegri dagskrá í kringum leikina í samstarfi við Adidas og Aron, sem er einnig framkvæmda- stjóri Hauka, kvað uppákomur sem þessa hafa gefið sig vel. „Við settum okkur það markmið að reyna að bæta umgjörðina í kringum leikina hjá okkur og finn- um það að þegar við bjóðum upp á einhverja dagskrá í kringum leik- ina þá fáum við betri mætingu. Adidas mun gefa 150 fyrstu mið- ana á hvorn leik og standa fyrir vítakastkeppni þar sem áhorf- endum gefst tækifæri á að vinna sér inn handbolta með því að skora mark gegn markverði Hauka. - óþ Haukar og Stjarnan mætast í N1-deildum karla og kvenna að Ásvöllum í dag: Adidasdagurinn að Ásvöllum BARÁTTA Það verður hart barist þegar topplið Hauka fær Stjörnuna í heimsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHLEM FÓTBOLTI Samkvæmt nýlegu viðtali sem Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, á að hafa átt við Daily Mirror virðist hann vera búinn að ákveða lauslega hvenær hann hyggðist hætta í þjálfun. „Ég hef enn mikla ástríðu og er mjög ánægður í starfi mínu. Ég er hins vegar 66 ára gamall og kannski að ég láti þrjú ár til viðbótar duga,“ á Ferguson að hafa sagt í viðtali en hann bar allt til baka í viðtali við Sky Sports fréttastofuna í gær. „Það er ómögulegt að segja hvenær ég hætti. Það gæti verið eftir fjögur ár og það gæti jafnvel verið á morgun ef marka má það sem ég les í skrifum fjölmiðla- mafíunnar sem vill losna við mig,“ sagði Ferguson í léttum dúr. - óþ Sir Alex Ferguson, Man. Utd: Engin plön um að hætta MEÐ NEISTANN Sir Alex Ferguson kveðst enn hafa mikla ástríðu fyrir starfi sínu hjá United. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Roy Keane, knattspyrnu- stjóri Sunderland, er allt annað en sáttur með dómgæsluna í leikjum liðs síns í ensku úrvalsdeildinni í vetur. „Það er alltaf verið að tala um sanngirni í samhengi við dóm- gæslu en dómarnir hafa svo sannarlega ekki fallið með okkur í ár. Það eru alla vega fimm rangar ákvarðanir sem ég man eftir sem hafa haft áhrif á niðurstöðuna í leikjum okkar og kostað okkur á að giska sex stig. Ég verð að játa það að ég er mjög taugaveiklaður yfir því að þurfa að horfa upp á þetta gerast aftur og aftur,“ sagði Keane í viðtali við útvarpsstöð BBC í Newcastle. Sunderland er í harðri fallbaráttu og er sem stendur í fimmtánda sæti aðeins tveimur stigum frá fallsæti. - óþ Roy Keane, Sunderland: Ósáttur við dómgæsluna ÓSÁTTUR Roy Keane finnst heldur hafa hallað á lið sitt í dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni í vetur. NORDIC PHOTOS/GETTY 8. Mars 2008 Haukar - Stjarnan kl. 16:00 N1-deild karla kl. 14:00 N1-deild kvenna 150 fyrstu á hvorn leik fá frítt í boði adidas Vítakeppni í hálfleik í báðum leikjunum Kynntu þér það nýjasta í handboltavörum frá adidas
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.