Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 80
40 8. mars 2008 LAUGARDAGUR „VIÐ ERUM KOMNIR YFIR ÞESSI RIFRILDI OG ÞESSI LEIÐINDI SEM VORU OFT. NÚ HUGSAR MAÐUR BARA: ÆI, HANN ER BARA SVONA.“ Friðrik Sturluson bassa- leikari og Jens Hansson saxófón og hljómborð- sleikari Sálarinnar. J ens og Friðrik hafa hreinlega aldrei áður komið saman í við- tal, enda oftast vaninn að Guð- mundur Jónsson tali fyrir Sál- ina. Stefán Hilmarsson birtist svo á tyllidögum, en forðast sviðsljósið þess á milli. „Þetta verður örugglega undarlegt viðtal,“ segir Friðrik og hlær. „Við erum samt alveg ómissandi hluti af hljómsveitinni,“ fullyrðir Jens. Þið komuð snemma inn í bandið, er það ekki? „Jú, ég kom í byrjun árs 1989, eftir fyrsta sumarið, og Jens aðeins seinna sama ár,“ segir Friðrik. „Bandið var í mótun eftir að glimmerjökkunum hafði verið lagt. Meðlimir komu og fóru.“ Var tekin meðvituð ákvörðun um að breyta um stefnu og leggja glimmer- jökkunum? „Já, já, þetta átti náttúrulega bara að vera stundargaman í byrjun. Svo reyndist innanborðs ofvirkur laga- höfundur sem er ótrúlega duglegur að semja lög og flest þeirra eru frá- bær svo það var grundvöllur fyrir því að hafa band í kringum það.“ Hvar er draumurinn kom út fyrir jólin 1989 og varð megahittari. „Já, þetta varð ótrúlega vinsæl plata. Ég gerði mér ekki grein fyrir á þessum tíma hvað var að gerast, hafði aðallega verið í sveitaballajukki og var búinn að selja græjurnar mínar. Ætlaði bara að hætta. Svo lenti maður í þessu. Bandið tók yfir hvort sem maður vildi eða ekki.“ „Platan seldist í 12-13.000 eintökum minnir mig,“ segir Jens. „Það var stanslaust eitthvað að gera. Þrjú til fjögur kvöld í viku.“ Forréttindi að vera í Sálinni Eftir plötuna Hvar er draumurinn varð ekki aftur snúið. Og nú erum við hér, tuttugu árum síðar, og Sálin er alltaf jafn vinsæl. „Það hefur eiginlega alltaf gengið vel,“ segir Friðrik. „En eftir 2-3 ár kom þessi týpíski leiði og rifrildi. Þá gerð- um við bláu plötuna (Þessi þungu högg) til að reyna að laga móralinn. Þá fengu allir að vera með og bandið samdi lögin saman. Ekki það að Gummi hafi verið uppþornaður, við vildum bara virkja lýðræðið í bandinu. Mér finnst sú plata hafa lifað vel.“ „Það er mjög prógressíf rokkplata,“ samsinnir Jens. „Það var hungur og kraftur í bandinu sem þurfti að virkja.“ „Það var samt búið að fullmóta það sem Sálin stóð fyrir í hugum fólks,“ segir Friðrik. „Bandið er gúdderað sem poppband og það þýðir eiginlega ekkert að reyna að breyta því.“ „Okkur fannst þessi plata ekki ganga nógu vel,“ segir Jens, „enda seldist hún ekki nema í 7.000 eintök- um!“ Við skellihlæjum allir. Eftir að þessi „uppreisn“ leið undir lok hefur stefn- an verið einföld: Gummi semur lögin, Stebbi flesta textana. „Þetta hefur virkað,“ segir Friðrik. „Þegar maður sér að fólkið á tónleik- um er ánægt og syngur með lögunum þá kinkar maður bara kolli og hugsar: Þetta er fínt svona.“ „Það er alltaf gaman þegar gengur vel. Annars væri maður ekkert í þessu rugli,“ segir Jens. „Án vinsældanna væri þetta löngu sprungið. Það eru auðvitað forréttindi á Íslandi að vera í hljómsveit og geta meira og minna lifað á því. Það er það besta sem er til fyrir hljóðfæraleikara. Sérstaklega saxófónleikara. Það hefur ekki verið saxófónsóló í neinu popplagi síðastlið- in fimmtán ár nema með Sálinni!“ Pitsurnar í Stuttgart Innan hljómsveita er oft togstreita enda felast náin samskipti í því að skrölta um landið, æfa og standa á sviði. Sálin hefur ekki farið varhluta af átökum og oft hefur útlitið verið svart. „Ég held við hættum aldrei úr þessu en pásurnar eru til að hvíla okkur. Þá hringjum við ekki í hvern annan í langan tíma,“ segir Friðrik. Hvað er lengsta pásan? „Þrjú ár, þegar bandið sprakk og Pláhnetan varð til,“ segir Jens. „Þetta er bara eins og hjónaband. Það þarf að hliðra til og gera málamiðlanir.“ „Við erum að gera heimildarmynd og því var ég að skoða úrklippur sem ég var duglegur að safna á fyrstu árunum. Þá fann ég bréf sem ég skrif- aði í bræðikasti. Þar rakkaði ég alla í bandinu niður og sagðist vera hætt- ur.“ Hvað hrinti þessum bréfaskriftum af stað? „Það hefur bara verið eitthvað rifr- ildi „on ðe ród“, eitthvað fáránlegt. Reyndar fékk enginn að sjá þetta bréf, kannski sem betur fer.“ „Ég er alltaf að hætta líka,“ segir Jens. „Nú sér maður heildarmyndina,“ segir Friðrik. „Á maður að fara út á land og skemmta sér með vinum sínum eða á maður að vera heima í einhverri fýlu. Þetta er búið að vera mjög gaman í heildina.“ Það hljóta nú samt að vera einhverj- ir bömmerar á sigurgöngunni. Hvað með meint útlandameik þegar Sálin kallaði sig The Beaten Bishops? „Það já!“ segja strákarnir og hlæja. „Við nenntum nú bara ekkert að standa í því,“ segir Jens. „Íslenski útgefandinn vildi að við flyttum til Englands og eitthvað og færum að reyna að meika það en við höfðum bara engan áhuga á því. Og ég hafði heldur ekki mikla trú á þessu dæmi öllu þegar við vorum einhvern tím- ann úti í Stuttgart og einhverjir útlendir stórlaxar keyrðu í fjóra tíma til að hitta okkur. Við fórum á ómerki- legan pitsustað og íslenski útgefand- inn tímdi ekki einu sinni að borga pit- surnar ofan í útlendingana. Þá sá ég fram á það að þetta myndi aldrei ganga.“ Er það satt að þið hafið markvisst fjarlægt allt upplagið af Beaten Bishops úr búðunum hérlendis? „Þetta er allavega safngripur,“ segir Jens, lævís á svipinn. „Ég á ekki einu sinni eintak sjálf- ur,“ segir Friðrik. „Gaf þetta eina sem ég átti. Sögulega séð hefði hún nátt- úrulega átt að vera með í kassanum sem er að koma út.“ Komnir yfir leiðindin Það stendur mikið til á stórafmælinu. Tónleikar í Höllinni, 13-platna heild- arkassi í tvennu lagi, og í haust er fyr- irhugað að gefa út heimildarmynd og heildarsafn myndbanda Sálarinnar á dvd. En hvað með nýja plötu? „Ekki á þessu ári,“ segir Friðrik. „Kannski tvö ný lög í sumar. Gummi er alltaf að semja og nóg er til af lögum. Við sjáum til eftir sumarið hvernig stemmingin verður.“ „Það verður alltaf að hvíla þetta líka,“ segir Jens. „Markaðurinn er svo lítill að það þýðir ekki að keyra Sálin hans Jóns míns heldur í næstu viku upp á 20 ára afmæli sitt. Hámarki nær afmælið með stórtónleikum í Laugardalshöll föstudagskvöldið 14. mars og um svipað leiti koma út tveir plötukassar, Vatnaskil 1988-2008, með öllum þrettán plötum sveitarinnar. Dr. Gunni hitti Sálarmennin Jens Hansson og Friðrik Sturluson. Ég var að skoða úrklippur og fann bréf sem ég skrifaði í bræði- kasti. Þar rakkaði ég alla í band- inu niður og sagðist vera hætt- ur.“ Við hættum aldrei úr þessu þetta endalaust. Þá keyrir maður sig bara í kaf.“ „Það er ótrúlegt hvað þetta band hefur gengið vel,“ segir Friðrik. „Sálin hefur alltaf flotið með tíðar- andanum og búið til sína einstöku tón- listarblöndu.“ Hvað eruð þið að gera fyrir utan Sálina? „Ég er alltaf í talsetningunni. Það er mitt færiband,“ segir Friðrik. „Ég skríð á hnjánum fyrir peninga,“ segir Jens. „Við að dúkleggja, meina ég. Og svo spila ég eitthvað í öðrum verkefnum.“ Þú hefur líka fengið listræna útrás á sólóplötu, Jens. „Jú, jú, ég gerði sólóplötu með ins- trúmental efni sem fór mjög hljótt. Ég tók hana úr verslunum fyrst fólk vildi ekki kaupa hana. Kassarnir eru heima og fólk getur haft samband við mig ef það vill eignast eintak. Ég er að vinna í annarri sólóplötu núna. Lík- lega bara fyrir sjálfan mig.“ „Ég fæ listræna útrás í að semja mínar bassalínur og að gera texta, þótt maður geti kannski ekki sagt hvað sem er í Sálinni. Svo gerði ég barnaplötu fyrir jólin því mér leiddist svo síðasta sumar. Ég sé hálf eftir því, þetta var svo mikil vinna. Kannski ég ætti að gera sólóplötu þar sem ég geri upp við Sálina með textum um feril- inn, svona afmælisgjöf til bandsins. Ætti að fá einhverja aðra til að syngja og spila, sérstaklega mína uppáhalds- bassaleikara.“ Hvernig er félagslífi innan bandsins háttað? „Þegar við tökum þessar frægu pásur þá tölumst við eiginlega ekkert við. Það er nauðsynlegt til að vera fer- skir þegar við komum saman á ný. Það er alltaf voða gaman þegar við hittumst aftur. Við erum bara eins og bræður. Við erum allir mjög góðir vinir. Við erum komnir yfir þessi rifr- ildi og þessi leiðindi sem voru oft. Nú hugsar maður bara: Æi, hann er bara svona.“ „Við erum allir eins ólíkir persónu- leikar og hugsast getur,“ segir Jens. „En það koma svo sem upp ágrein- ingsefni ennþá,“ segir Friðrik. „Menn láta ýmislegt flakka” „Maður verður alltaf að segja sitt álit.” segir Jens. „Það er engin ástæða til að byrgja það inni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.