Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 4
4 8. mars 2008 LAUGARDAGUR ORKUMÁL Skýrsla um kostnað við gerð Kára- hnjúkavirkjunar er meingölluð þar sem inn í hana vantar kostnað upp á milljarða króna, segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þingmenn Vinstri grænna óskuðu eftir því síðastliðið haust að Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra svaraði spurningum um kostnað við virkjunina. Skýrsla með svörum ráðherra, unnum í samráði við Landsvirkjun, var lögð fyrir Alþingi á fimmtudag, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þrátt fyrir að skýrslan sé ekki tæmandi sýnir hún að stuðningsmenn virkjunarinnar voru með glýju í augunum þegar ákveðið var að fara í framkvæmdina, segir Álfheiður. „Það þarf að fá miklu betri skýringar á þeim tölum sem þarna eru. Þetta er ágætt, svo langt sem það nær, heildarkostnaður 133,3 milljarð- ar. Ég sé ekki betur en það vanti enn töluvert inn í þá tölu,“ segir Álfheiður. Þar nefnir hún fyrst kostnað við flutningsmann- virki, tólf til þrettán milljarða. Einnig skuldi ríkið Impregilo um einn milljarð vegna skattgreiðslna. Þá hafi Landsvirkjun fallist á að greiða samtals um einn milljarð króna til að bæta laun starfsmanna. „Bara þetta eru fleiri milljarðar króna, og þá spyr maður sig, eru kannski fleiri svona milljarðar? Það eru ekki öll kurl komin til grafar. Ég mun óska eftir ítarlegum skýringum ráðherra á þessu,“ segir Álfheiður. Í skýrslu iðnaðarráðherra kemur fram að nú sé talið að kostnaður við framkvæmdirnar muni nema 123,9 milljörðum króna. Við það bætist 9,4 milljóna króna fjármagnskostnaður. Samanlagt gerir það 133,3 milljarða króna. Upphafleg áætlun hljóðaði upp á 85,5 milljarða í desember 2002. Verksamningar voru hins vegar hagstæðari, og hljóðuðu upp á samtals 74,5 milljarða. Til að tölurnar séu samanburðarhæfar þarf að reikna þær upp á verðlag september 2007. Þá hljóðar áætlunin upp á 115,6 milljarða, en verksamningarnir upp á 100,8 milljarða. Séu þær upphæðir bornar saman við kostnað utan við fjármagnskostnað sést að fram- kvæmd irnar eru 8,3 milljörðum, 7,2 prósentum, dýrari en áætlun gerði ráð fyrir. Framkvæmdirnar voru 23,1 milljarði, eða 22,9 prósentum, dýrari en um var samið í verk- samningum. Við þetta bætist svo 9,4 milljarða fjármagnskostnaður. Álfheiður segir augljóst að bera verði saman þá upphæð sem samið var um við verktaka og kostnaðinn eins og hann sé metinn í dag. Að bera saman áætlunina og endanlegan kostnað sé eins og að bera saman epli og appelsínur. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, hafði í gær ekki lesið skýrsluna. Hún vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hún væri ánægð að virkjunin væri risin og farin að mala gull. brjann@frettabladid.is Milljarða vantar í skýrslu um Kárahnjúkavirkjun Skýrsla iðnaðarráðherra um kostnað vegna Kárahnjúkavirkjunar er meingölluð að mati þingmanns VG. Mun óska eftir frekari upplýsingum. Sýnir þó að stuðningsmenn virkjunnar voru með glýju í augunum. VIRKJUN Kostnaður við Kárahnjúkavirkjun var 22,9 prósentum yfir þeirri upphæð sem samið var um við verktaka, jafnvel þótt fjármagnskostnaður upp á 9,4 milljarða sé ekki reiknaður með. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR KOSTNAÐARYFIRLIT Milljarðar Áætlun (verðlag des. 2002) 85,5 Áætlun (verðlag sept. 2007) 115,6 Verksamningar (verðlag des. 2002) 74,5 Verksamningar (verðlag sept. 2007) 100,8 Samanlagður kostnaður (verðlag sept. 2007) 123,9 Fjármagnskostnaður (verðlag sept. 2007) 9,4 Heildarkostnaður (verðlag sept. 2007) 133,3 LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem lögreglan hefur leitað vegna tilraunar til stuldar á fartölvum úr tölvubúð við Borgartún hefur verið handtekinn og hefur hann játað verknaðinn. Maðurinn beitti harkalegri aðferð við að losna úr haldi starfsmanns sem hafði gómað hann við verknaðinn. Hann hótaði að stinga starfsmanninn með töng sem hann hafði meðferðis. Starfsmaðurinn skrámaðist aðeins lítillega í framan. Maðurinn er enn í haldi lögreglu. - jss Er enn í haldi lögreglu: Tölvuþjófur hefur játað VIÐSKIPTI Hagnaður MP Fjárfest- ingarbanka nam tæplega 1,8 milljörðum króna eftir skatta í fyrra. Tekjur bankans hafa aukist á öllum sviðum, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphall- arinnar. Eiginfjárhlutfall bankans var rúm 28 prósent í árslok. Stjórnendur bankans segja að bankinn sé fjárhagslega sterkur og því vel í stakk búinn til frekari vaxtar. Þá hyggjast þeir leggja til við aðalfund að sótt verði um leyfi til viðskiptabankastarfsemi til Fjármálaeftirlitsins. Bankinn opnaði útibú í Litháen í fyrra. Frekari möguleikar eru opnir einkum þar með viðskiptabanka- starfsemi. - ikh MP vill verða viðskiptabanki: Tilbúinn til vaxtar Ferðaskrifstofa NEYTENDUR Olíufélögin hækkuðu bensín- og dísilolíuverð í gær og fyrradag. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, telur að landinn geti dregið úr eldsneytiskaupum þegar bensínlítrinn fer yfir 150 krónur. Bensínlítrinn hækkaði um tvær krónur og kostar nú 146,8 krónur hjá Olís, Skeljungi og N1. Dísilolían kostar 154,6 krónur lítrinn. Fimm krónur eru slegnar af ef viðskipta- vinurinn dælir sjálfur. Hjá Atlants- olíu kostar bensínlítrinn 140,2 krónur og dísillítrinn 148 krónur. „Þetta eru mikil ótíðindi, það sér ekki fyrir endann á þessum hækk- unum á heimsmarkaði,“ segir Runólfur. „Við höfum verið að bíða eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum við áskorun um að draga úr þessum miklu sköttum sem eru á dropan- um.“ Hann segir forsvarsmenn olíu- félaganna hafi áhyggjur af því að fólk fari að kaupa minna eldsneyti ef það hækkar meira í verði. „Það má búast við því að þegar bensín- lítrinn fer yfir 150 krónur vakni einhverjir til vitundar og dragi úr neyslunni.“ - sþs Bensín- og olíuverð hækkaði í gær og kostar bensínlítrinn nú 146,8 krónur: Vitundarvakning í 150 krónum BENSÍN Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segist ekki sjá fyrir endann á verðhækkunum á eldsneyti á heimsmarkaði. LÖGREGLUMÁL Lögreglan handtók um tvöleytið í fyrrinótt ökumann bíls sem hafði skömmu áður ekið í gegnum girðingu á lóðinni við Langholtskirkju í Reykjavík. Manninum hafði tekist að fá aðstoð við að draga bílinn til baka í gegnum gatið á girðingunni. Svo virðist sem maðurinn hafi síðan ekið sem leið lá í miðborg- ina en lögreglumenn fundu bílinn yfirgefinn við Garðastræti. Maður inn fannst svo í grenndinni og var handtekinn. Maðurinn var ölvaður og var látinn sofa úr sér vímuna í fangaklefa. Hann var yfirheyrður í gærdag. Málið er talið upplýst. - ovd Háskaakstur í fyrrinótt: Keyrði í gegn- um girðingu Að gefnu tilefni skal árétta að orðalag um „ófrávíkjanlegt skilyrði“ í frétt um gagnaver, Landsvirkjun og Þjórsá, sem birtist á miðvikudag, var orðalag blaðamanns. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, not- aði ekki þessi orð. Blaðamaður kaus að nota þau eftir samtal við Þorstein, sem notar orðið „fyrirvari“. ÁRÉTTING VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Bassel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 9° 7° 5° 7° 5° 11° 11° 3° 9° 10° 18° 4° 8° 20° 7° 24° 17° 13° Á MORGUN Hægviðri um mestallt land. MÁNUDAGUR Vestanátt 3-8 um allt land. -1 -0 -1 3 7 3 3 3 1 0 1 1 2 1 8 8 6 7 5 6 2 7 12 64 2 1 0 1 2 1 1 1 RÓLEGT UM HELGINA Vindur verður hægur og hitinn rétt yfi r frost- marki um helgina en búast má við smá úrkomu í fl est- um landshlutum. Elín Björk Jónsdóttir Veður- fræðingur GENGIÐ 07.03.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 135,993 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 67,83 68,15 136,49 137,15 104,47 105,05 14,012 14,094 13,223 13,301 11,121 11,187 0,6647 0,6685 110,21 110,87 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.