Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 8. mars 2008 23 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein- göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað- inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Fasteignagjöld Nýverið var á síðum Fréttablaðsins umfjöllun um fasteigna- gjöld í Sveitarfélaginu Árborg í samanburði við innheimtu fasteigna- gjalda í Reykjavík. Að mínu mati var framsetning Fréttablaðs- ins mjög villandi. Blaða- maður tók fasteign úti á landi með tilgreint fasteignamat og reiknaði þá eign út miðað við álagningarforsendur viðkomandi sveitarfélags. Það var síðan borið saman við sambærilega eign með sama fasteignamat á álagningar- forsendum Reykjavíkur. Þetta gefur kolrangan samanburð, eða „arfavitlausan“ eins og tekið var til orða í frétt Fréttablaðsins þann 20. febrúar s.l. um mismun á álagningu í Árborg og Reykjavík. Til að geta skoðað álagningu fasteignagjalda með sambæri- legum hætti, verður í upphafi að finna út á hverjum stað hvert fasteignamatið er, miðað við svo- kallað „höfuðborgarmat“ og er þá hægt að reikna út álagningu fasteignagjalda og bera saman á milli sveitarfélaga. Í meðfylgjandi samanburði er teknar tvær eign- ir, annars vegar íbúðarhús með bílskúr og lóð, samtals að fast- eignamati kr. 23.455.000.- og atvinnuhúsnæði með lóð samtals að fasteignamati kr. 91.700.000.- Álagningarforsendur viðkom- andi sveitarfélaga eru notaðar, þannig að með þessum hætti kemur glögglega fram hversu há gjöld eigendur þessa húsnæðis myndu greiða ef húsið þeirra væri staðsett í viðkomandi sveitarfélögum, og er þá reiknað út frá fyrr- nefndu “höfuðborgar- mati”. Sjá samanburðartöflu. Tafla 1. Eins og glögglega má sjá þá er hæst álagning í Reykjanesbæ, en lægst í Reykjavík. Mismunur á milli þess hæsta og lægsta er 31,6%. Nauð- synlegt er að geta þess að Akranes er tekið tvisvar í útreikningnum, sem stafar af því að nýlega var breytt um fyrir- komulag á innheimtu lóðarleigu, en meirihluti fasteigna flokkast undir lægri lóðarleiguna og því rökrétt að segja að samanburð- inn eigi að miða við þá niður- stöðu, en engu að síður er eðlilegt að sýna einnig álagningu m.v. nýjar byggingar. Sé skoðað hvernig álagning fasteignagjalda leggur sig á atvinnuhúsnæði, þá kemur í ljós mikill aðstöðumunur sveitar- félaga hvað varðar tekjumögu- leika af atvinnuhúsnæði. Fast- eignamat atvinnuhúsnæðis er margfalt hærra á höfuðborgar- svæðinu en úti á landi, þótt ekki sé farið lengra í þessum saman- burði en til nágrannasveitar- félaga höfuðborgarsvæðisins að viðbættri Akureyri. Sjá samanburðartöflu. Tafla 2. Samanburðurinn sýnir að Kópa- vogur innheimtir hæstu gjöldin á meðan Akranes er um helmingi lægra í gjaldtöku á sambærilegri eign. Það er niðurstaða mín að frétt Fréttablaðsins um „arfavitlausa” íbúa í Árborg vegna tvöfalt hærri fasteignagjalda í Árborg miðað við Reykjavík, sé röng og beri blaðinu að leiðrétta slíkan fréttaflutning, leggja mat á og bera gjöldin saman á réttum forsendum. Það er von undirritaðs að ofan- greindar upplýsingar varpi ljósi á raunverulegan samanburð á álagningu fasteignagjalda hjá sveitarfélögum, en það tel ég ofangreindan samanburð gera með fullnægjandi hætti. Höfundur er bæjarritari á Akranesi. Samanburður á álagningu fasteignagjalda 1. 64 2. 40 3 1. 95 0. 44 4 1. 81 8. 43 1 3. 46 4. 33 6 2. 39 9. 20 0 3. 13 9. 38 1 1. 70 3. 59 3 2. 07 9. 83 9 3. 51 5. 21 6 2. 83 1. 03 4 2. 12 2. 26 7 ATVINNUHÚSNÆÐI, HEILDARÁLAGNING FASTEIGNAGJALDA 2008 Ak ra ne s Ak ra ne s Ak ur ey ri Ár bo rg Ga rð ab æ r Ha fn ar fjö rð ur Kó pa vo gu r M os fe lls bæ r Re yk ja ne s Re yk ja vík Se ltj ar na rn es TAFLA 2 14 9. 95 2 19 0. 65 7 19 2. 70 8 14 6 .4 65 18 1. 00 5 18 2. 88 2 18 0. 38 4 14 9. 57 1 16 8. 90 0 18 1. 27 1 16 4. 20 6 ÍBÚÐARHÚSNÆÐI, HEILDARÁLAGNING FASTEIGNAGJALDA 2008 Ak ra ne s Ak ra ne s Ak ur ey ri Ár bo rg Ga rð ab æ r Ha fn ar fjö rð ur Kó pa vo gu r M os fe lls bæ r Re yk ja ne s Re yk ja vík Se ltj ar na rn es TAFLA 1 JÓN PÁLMI PÁLSSON Jafnvægi náttúrunnar Jón Jónsson, fyrrverandi vagnstjóri, skrifar: Nú nýlega gaf ríkisstjórnin út að fengnu áliti Hafró kvóta ársins 2008. Við þá kvótaskerðingu hafa í kjölfarið margir misst vinnuna. Kvótakerfið í núverandi mynd er orðið þó nokkuð gamalt og var sett á stofn til að reyna að koma í veg fyrir ofveiði. En samt bólar ekkert á því að fiskistofnar, sérstaklega þorskur, nái sér á strik. Í raun er þorskstofninn á hraðri niður- leið. Af hverju? Ef ekki væri kvótakerfinu að þakka, væri þá þorskurinn ekki bara útdauður? Ég er enginn sérfræðingur í fiskifræði eða hafrannsóknum, heldur er ég menntaður bifvélavirki. Það sem mér finnst vanta í umræðu um fiskveiði- stjórnun er grundvallar hugmyndafræði! Við getum ekki gripið inn í náttúruna og friðað eina tegund og nýtt aðra! Hvað á ég við? Hvalveiðar og hvalafrið- un. Hvalir – þorskur – ýsa, öll sjávar- dýr draga fram lífið á svipaðan hátt. Þorskstofninn er að hruni kominn af tveimur aðalástæðum: Friðun hvala, og í kjölfarið, ofveiði! Ef við ætlum að viðhalda jafnvægi í hafinu, þá neyðumst við til að veiða hvali líka. Jafnvel þó við getum ekki nýtt afurðir þeirra. Hvalir eru ótrúlegar átmaskínur. Þeir éta til dæmis loðnu sem er aðalfæða þorsks. Og sumir hvalir éta átu (svif) sem er aðalfæða loðnu! Ég held að ofanritað sé hverju skóla- barni alveg dagljóst. En hvernig hefur þetta sloppið við að síast inn í hausinn á ráðamönnum – fiskifræðingum – útgerðarmönnum, og fólkinu sem var að missa vinnuna? Getur verið að ég hafi kannski rangt fyrir mér? Ef svo er þá óska ég hér með eftir áliti fiskifræðings eða líffræðings á því. Hvað varðar nýtingu á hvalaafurðum, þá mætti til dæmis útbúa úr hvalkjöti mat handa fólki úti í heimi sem sveltur heilu hungri vegna til dæmis uppskerubrests og þurrka. Gæti það ekki verið sanngjarnt framlag Íslendinga til sveltandi fólks úti í heimi? Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is se gl -8 01 1 STÓRSÝNING UM HELGINA OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA - FÖSTUDAGA 10.00 - 18.00 LAUGARDAG 12.00 - 16.00 SUNNUDAG 12.00 - 16.00 se gl -8 01 1 KYNNUM NÝTT ÚTLITÁ T.E.C HJÓLHÝSUM10% KAUPAUKI* Á AUKAHLUTUMFYLGIR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM PANTA Í MARS* 10% AF VERÐMÆTI HJÓLHÝSINS FYLGIR MEÐ Í AUKAHLUTUM BRÉF TIL BLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.