Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 98

Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 98
58 8. mars 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Geggjað neonbleikt varagloss frá Lancome fyrir okkar innri pönkprinsessu. Í dag er dagur kvenna og ekki úr vegi að velta fyrir sér hvað kvenréttindabaráttan hefur fært okkur í tískunni. Við erum vissulega ekki fangar korseletta og krínólína lengur, getum gengið um án brjóstahaldara ef okkur svo sýnist, þökk sé brennum sjöunda áratug- arins, og getum reyndar gert allt það við útlit okkar sem okkur kemur til hugar. Við getum strílað okkur upp, litað húðina appelsínugula, gengið um í níðþröngum hnakkafötum og gengist upp í Britney Spears og MTV-væðingunni eða þá sett „piercing“ í allan líkamann og litað hárið svart. Við getum klætt okkur eins og strákar eða rokkarar eða ýkt allan okkar kvenleika. Tískan er leikvöllur okkar og við sýnum heiminum hverjar við erum með því sem við kjósum að klæðast. Það eru forréttindi okkar vestrænu kvenna að sýna frelsi okkar með klæðavali. Því heyrist oft fleygt að það séu karlar sem stjórna tískuheiminum. En það eru jú konur sem velja í hvað þær vilja fara og stjórna því hvað selst hjá blessuðum tískuhúsunum. Oftast virðast konur velja fatnað fyrir sjálfar sig eða til þess að ganga í augun á öðrum konum því við erum jú í eilífri samkeppni, ekki satt? Það hefur virst svo sem ákveðnir feministar sem geta ekki hugsað sér að kenna sig við varalit telji að púritanismi og „náttúrulega“ lúkkið sé það eina sem gildir ef maður vill ekki líta út fyrir að vera ofurpjattað leikfang karlmanna. Farði og háir hælar eru nánast á bannlista, hvað þá flegin föt, minipils eða bikini-vax. (Brýnna þykir mér þá í kvennabaráttunni að fara að setja flugfreyjur í praktíska búninga og afnema sjónvarps- þulustarfið tilgangslausa). Auðvitað er margt skrýtið i kýrhausnum hvað tísku varðar og hefur alltaf verið. Fyrir fjögur þúsund árum voru karlmenn og konur ekki svo ólík þegar kom að pjatti, bæði kyn fjarlægðu hár, lituðu hár, gengu með hárkollur og notuðu andlitsfarða. Það sama var uppi á teningnum til dæmis á 18.öld þegar karlmenn tipluðu um á háum hælum með rauðar varir, hvítt andlitspúður og fegurðarbletti. Og í dag eru karlmenn farnir að fjarlægja jafn mikið af líkamshárum og konur, hvað svo sem okkur kvenfólkinu kann að finnast um það. Persónulega finnst mér einmitt að það sé það ólíka sem laðar okkur að hinu kyninu en auðvitað er smekkur misjafn í þeim efnum. Staðreyndin er sú að konur eru jú mýkri en karlmenn að eðlislagi og eins og sjálfur Charles Darwin sagði í Uppruna tegund- anna stafar lítill hárvöxtur kvenfólks á líkamanum væntanlega af náttúruvali. Því finnst mér hæpið þegar ákveðnum hópi feminista dettur í hug að stimpla háreyðingu sem einhverskonar annarlega hvöt eða klámvæðingu og kúgun. Einnig finnst mér hæpið að það séu óskir karlmanna sem ýta undir nýjasta æði seinni ára - „Size Zero“ eða núllstærðina svokölluðu, sem er ástand sem margar frægar konur virðast vera hreinlega að hverfa úr. Ólíklegt að það séu karlmenn sem vilja hafa konur eins og spýtukarla. Það er aldeilis af nógu að taka í baráttumálum kvenna heima fyrir og erlendis. Raddir kvenna um heim allan segja okkur frá hörmu- legum aðstæðum, kúgun, trúarbrögðum og stjórnunarháttum sem hafa aðeins eitt að markmiði- að halda konum niðri. Við konur þurfum að standa saman til að hjálpa kynsystrum okkar og það er ansi sorglegt ef við ætlum að eyða dýrmætum tíma í að tuða yfir því í hverju við mætum í slaginn. Frelsið í tískunni Það var eitthvað mjög krúttlegt en um leið dálítið gotneskt og hryllingsmyndalegt við fatnaðinn sem Luella Bartley, John Rocha og Bora Aksu sýndu á tískuvikunni í London fyrir haust og vetur 2008. Luella Bartley sagðist hafa fengið innblástur af sænsku leikkonunni Britt Ekland í „The Wicker Man“ og af nornasafninu í Cornwall. „Ég vildi gera eitthvað dáldið hrátt. Svona eitthvað krúttlegt en samt dáldið „sick“.“ Tjullpils þessara hönnuða minntu bæði á ballerínur og á pils sem unglingsstelpur finna gjarnan á flóamörkuðum og klæðast í bland við grófa skó og pönklega fylgihluti. - amb GOTNESK HRYLLINGSMYND Svart og gyllt hjá Luellu Bartley. SETTLEGT Hvít skyrta og appelsínugult pils með tjulli frá John Rocha. STELPULEGT Svartur og app- elsínugulur kjóll með krínólínu frá John Rocha. BRESKIR HÖNNUÐIR SKAPA LITLAR PÖNKPRINSESSUR Krínólínur og tjullpils SVART TJULL Blússa, pils og leggings frá John Rocha. SKÆRBLATT Fallegur stuttur kjóll frá Luellu. GRÁTT OG GLÆSILEGT Grátt tjull við bleika skyrtu hjá Bora Aksu. > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Victoria Beckham á forsíðu Vogue Fótboltaeiginkonan fræga, kryddpían Victoria Beck- ham er framan á nýjasta eintaki breska Vogue. Í opinskáu viðtali við ritstjórann Alexöndru Schul- man ræðir hún um tónleikaferð Spice Girls, lífið með David og fjölskyldunni og nýja fatalínu sem hún hefur skapað og heitir DVB. „Línan er gerð í samvinnu við David,“ segir hún. „Hann veitir mér svo mikinn innblástur. Til dæmis sagði hann mér í dag að ég liti út eins og sambland af George Michael og Andrew Ridgley og ég sagði, vá þá er ég greinilega að ná „eighties“ lúkkinu.“ Æðisleg ökklastígvél sem eru eins og beint út af Chanel tískupallinum. Frá Taryn Rose og fást hjá Þráni Skóara, Grettisgötu. OKKUR LANGAR Í … Svakalega glamúrleg svört sólgleraugu með semelíu- steini frá Marc Jacobs. Fást í Gleraugnasmiðjunni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.