Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 37
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari á Hyundai Elantra bíl sem honum þykir mikið til koma enda er bíllinn með sögu og sál. Guðmundur er á leiðinni frá Varmalandi í Borgar- firði niður í Baulusjoppu að fá sér eitthvað að borða þegar blaðamaður hringir til að forvitnast um bílinn hans. En verður ekki orða vant. „Ég á bíl með magn- aða sögu,“ segir hann. „Ég á nefnilega frænda sem heitir Guðmundur Þórðarson sem mér þykir vænt um. Hann var fyrirlesari hjá AA-samtökunum og keyrði mikið út um land. Átti góðan bíl sem hann hafði miklar taugar til en svo fékk hann ekki að end- urnýja skírteinið sitt vegna aldurs. Við frændi búum hlið við hlið og þegar hér var komið sögu bankaði hann upp á hjá mér og stakk upp á að ég keypti bílinn af sér. Bíllinn minn er sem sagt gamli bíllinn hans, Hyundai Elantra 1996 módel. Dökkgrænn stationbíll með 2000 vél og mikla sál. Einstaklega góður en kannski ekkert sérstaklega töff. En ég hef aldrei lagt mikið upp úr að eiga töff bíla. Ég eyði frekar pening- unum mínum í leiksýningar og hljóðfæri. Ég vil bara eiga bíl sem virkar og þessi gerir það.“ Þegar Guðmundur Ingi er spurður hvort hann sé ekki undir pressu með umhirðu á bílnum úr því selj- andinn býr við hlið hans svarar hann. „Jú, ég sé frænda oft rölta og kíkja á gripinn til að athuga hvort ég hugsi ekki vel um hann. En ég sinni bílnum glaður því hann er mér svo góður.“ Þessa dagana býr Guðmundur tímabundið á æsku- slóðum sínum uppi í Borgarfirði og hefur um sitt- hvað að hugsa. Í fyrsta lagi er hann kúabóndi í afleys- ingum meðan faðir hans er í læknisaðgerðum og endurhæfingu, í öðru lagi hefur hann verið að leik- stýra eigin leikgerð af verkinu Þið munið hann Jör- und í Logalandi hjá Ungmennafélagi Reykdæla og í þriðja lagi kennir hann leiklist í skólanum á Varma- landi. „Ég held ég sé búinn að fara tvisvar til Reykja- víkur síðan um áramót. Það er svona að vera belju- bóndi, maður er alveg bundinn. En veðrið og færðin er búið að vera skrautleg þennan tíma þannig að við höfum fengið að finna fyrir íslenskum vetri, ég og bíllinn.“ gun@frettabladid.is Ekki beint töff en með sál „Ég vil bara eiga bíl sem virkar og þessi gerir það,“ segir Guðmundur Ingi sem hér er staddur utan við félagsheimilið Logaland í Reykholtsdal. ÆVINTÝRI Í ÚTLÖNDUM Íslensk ungmenni eru mörg hver farin að huga að ferðum út í hinn stóra heim á komandi sumri, en margt er í boði fyrir þá sem eru fullir af ævintýraþrá. FERÐIR 2 NÝ BIRNU-BÚÐ Birna Karen Einarsdóttir opnaði um síðustu helgi nýja fataverslun í Kaup- mannahöfn en fyrir var hún með eina verslun þar og aðra á Skólavörðustígnum. TÍSKA 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.