Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 60
 8. MARS 2008 LAUGARDAGUR18 ● fréttablaðið ● ferðaklúbburinn 4x4 25 ára Skagafirðingadeild var stofnuð 28. febrúar árið 1992. Eins og fleiri á landsbyggðinni voru Skagfirðingar nokkuð seinni til að tileinka sér jeppabreytingar en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þeir voru þó fjölmarg- ir sem fylgdust með og einstaka maður lét sér ekki nægja að horfa á og má þar til dæmis nefna Sigur- þór Hjörleifsson í Messuholti sem var einna fyrstur Skagfirðinga til þess að nota stærri hjólbarða undir bíl sinn snemma á áttunda áratugnum. Einn og einn breyttur bíll slæddist þó hingað, en oftast var þar um að ræða hálfgerða garma sem annað tveggja höfðu ekki reynst vel eða voru orðnir mikið slitnir. Þegar leið á níunda áratuginn fór þeim að fjölga sem áttu breytta jeppa og um 1990 er breyttum jepp- um farið að fjölga mikið og vetrarferðir farnar að vera tíðari. Samhliða hófst umræða meðal eigenda þessara bíla um nauðsyn þess að tengjast meira því félagsstarfi sem þá var farið að blómstra syðra og til þess að auðvelda gæslu hagsmuna sinna. Stofnfundur var haldinn 28. febrúar 1992. Eitt fyrsta viðfangsefni klúbbfélaga var að komast yfir samastað á fjöllum. Samið var við Upprekstrarfé- lag Eyvindarstaðaheiðar um að fá til umráða gangna- mannaskála sunnarlega á Goðdalafjalli þar sem ógjörningur var að fá leyfi á þessum árum til að byggja nýja skála á hálendinu. Gerður var langtíma- samningur um skálann og klúbburinn endurbætti skálann nokkurn veginn eftir sínu höfði en „eigend- ur“ hans myndu svo eignast hann smám saman á samningstímanum sem leigu. Samningamál hafa þróast þannig að fyrirséð er að klúbburinn muni eignast að minnsta kosti verulegan hlut í skálanum út á endurbætur sínar. Skagafjarð- ardeild hefur nú keypt Skiptabakka og er nú skálinn alfarið í eigu deildarinnar og er með vistlegri skál- um landsins. Þar er olíukynt, Sóló-eldavél með mið- stöðvarkatli sem ofnar eru tengdir við. Í skálanum er meðal annars vatnssalerni og einnig hafa verið sett upp sólarrafhlöðuljós. Nú á haustdögum var byrjað að byggja forstofu við skálann þannig að verkefnin eru næg og mikill fjöldi félaga sem kemur að þeim. Það má sjá á fundargerðabókum klúbbsins að strax hafa menn tekið til óspilltra málanna við að afla fræðslu fyrir félagsmenn um hin ýmsu mál sem brunnu og brenna á jeppamönnum. Strax á fyrsta starfsári voru haldin námskeið um notkun korta, átta- vita og leiðsögutækja og síðar fóru fram kynningar frá seljendum ýmiss konar búnaðar og fengnir voru „lærðir“ menn til að kynna hina ýmsu leyndardóma jeppabreytinga. Það komst fljótlega á sá siður að fara þorrablóts- ferð til fjalla snemma vetrar. Síðastliðinn vetur var farið í fimm daga ferð á Vatnajökul og í ár var stefnan sett á fjögurra daga ferð austur í Kverkfjöll. Meðan á endurbótum Skiptabakkaskálans stóð voru svo farnar margar vinnuferðir þangað upp eftir og einnig dreifa félagar áburði og fræjum á mela í kringum skálann. Nú eru félagsmenn í uppgræðslu- átaki þar sem hey- og hálmrúllum er dreift á melana, sú ferð er farin á hverju sumri. Það er ef til vill einna athyglisverðast við starf þessarar deildar hvað félagsfólk hefur verið fúst til að leggja á sig vinnu og fyrirhöfn í þágu klúbbsins. Sá siður komst fljótlega á að almennir fundir væru fyrsta miðvikudagskvöld í mánuði hverjum frá sept- ember fram í apríl. Aðalfundur deildarinnar er hald- inn í maí og sú venja hefur skapast síðustu árin að hafa bjórkvöld í júní. Aðventuferð er orðin að árleg- um viðburði sem og fjölskyldudagurinn í janúar þar sem eitthvað sniðugt er gert og allir fjölskyldumeð- limir geta skemmt sér. Þorrablót er haldið í febrúar og farið í stórferð í marsmánuði sem deildin heldur utan um. Félagar deildarinnar eru orðnir um áttatíu þannig að deildin hefur vaxið og dafnað í gegnum árin. STJÓRN SKAGAFJARÐARDEILDAR 20072008 Hilmar A. Baldursson formaður, K-651, hilbal@sim- net.is sími: 8995204 / 4535204, Grenihlíð 4 Stefán Guðmundsson gjaldkeri, K-621, unaas@sim- net.is sími: 8954405 / 4536025, Hólavegi 30 Rúnar Már Jónsson ritari, K-717, rmjhg@simnet.is sími: 8612673 / 5512674, Birkihlíð 7 Ólafur Björnsson meðstjórnandi, K-668, gugga@sim- net.is sími: 8947485 / 4536752, Hvannahlíð 2 Sigþór Smári Sigurðsson meðstjórnandi, k4@visir.is sími: 8672747, Knarrastígur 4 Starfandi eru ferðanefnd, skemmtinefnd og skála- nefnd. Deildin heldur úti heimasíðu http://skagafjordur. net/4x4 Hilmar A. Baldursson formaður og Rúnar Már Jónsson ritari. Mönnum þótti brýnt að geta horft á fyrstu formúlukeppni ársins. Horft var á keppnina í Setrinu aðfaranótt 18. mars 2007. MYND/RÚNAR MÁR JÓNSSON Húsavíkurdeildin var fyrsta deildin innan f4x4 sem stofnuð var á landsbyggðinni 1987 og er ennþá starf- andi. Húsavíkurdeild var stofnuð til þess að gæta hags- muna jeppamanna og þeirra sem hefðu áhuga á að ferðast saman um landið. Fundir eru haldnir reglu- lega þar sem málefni deildarinnar og það sem við- kemur ferðamennskunni er rætt í þaula. Skipulagðar ferðir eru farnar á vegum deildarinn- ar svo sem dagsferð um áramótin ásamt lengri ferð- um þegar það hentar. STJÓRN HÚSAVÍKURDEILDAR 2007  2008 Ómar Egilsson formaður, sími: 8664083 / 4641647 Oddur Örvar Magnússon ritari, flatey@simnet.is sími 8951776 / 4641776 Árni Pétur Hilmarsson gjaldkeri, arnihilmarsson@ gmail.com sími: 866 3586 Hægt er að panta Þeistareykjaskálann hjá formanni deildarinnar. Oddur Örvar Magnússon ritari EYJAFJARÐARDEILD Eyjafjarðardeild Ferðaklúbbsins 4x4 var stofnuð 14. apríl 1991. Stofnfélagar voru um 60. Núna eru skráðir félagar um 180 talsins. Almennir deildarfundir eru haldnir í húsnæði Björgunarsveitarinn- ar Súlna að Hjalteyrargötu 12. Fundirnir eru haldnir frá septemb- er til júnímánaðar, fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði klukkan 20. Starf deildarinnar einkennist af skipulagningu ferða, fræðslu og skemmtunum. Einnig hefur mikið starf verið unnið við byggingu skála félagsins á Réttartorfu. Starf deildarinnar hefur alla tíð verið nokkuð öflugt og góður kjarni jeppamanna á Eyjafjarðarsvæðinu haldið deildinni gangandi í gegnum árin. Margar ferðir eru farnar sem skipulagðar eru af ferðanefnd eða af félögunum sjálfum. Einnig eru skemmtanir, eins og þorrablót, þrettándagleði, bjórkvöld, árshátíð og fjölskyldudag- ur, haldnar ár hvert. Í öllum þessum ferðum og skemmtunum er jafnan góð þátttaka og eflir það félagsandann og lífgar upp á fé- lagsmenn. Til dæmis fóru 23 bílar með brennuefni á milli jóla og nýárs upp í Réttartorfu og svipað magn af bílum fór á gleðina sjálfa hinn 12. janúar. Þar var mikið um dýrðir, brenna, flugeldasýning og borðaður góður matur. Einnig var hljómsveit á staðnum sem spil- aði undir söng. Árshátíð 4x4 klúbbsins var að þessu sinni haldin á Akureyri og sá Eyjafjarðardeildin um stóran hluta þess undirbúnings. Mæddi þar mest á Benedikt Sigurgeirssyni og kunnum við honum þakkir fyrir. Árshátíðin fór vel fram með skemmtiatriðum, fjöldasöng, dýrindis kvöldverði og dansleik á eftir. Þorrablótið var haldið í Dreka, skála Ferðafélags Akureyrar við Öskju. Menn óku þrjár mismunandi leiðir til þess að koma sér þang- að og lögðu ekki allir af stað á sama tíma en allir náðu að komast á réttum tíma til blóts sem var hin besta skemmtun. Heimferð gekk nokkuð vel þótt smá óhöpp yrðu. Einhver misskilningur varð þegar verið var að draga einn úr krapapytti og bökkuðu þeir bílunum saman. Töluvert tjón hlaust af en engin meiðsl á fólki. Félagsmenn hafa verið nokkuð iðnir í bílaskiptum þetta árið og væri það efni í aðra grein að telja þau skipti upp. Sumir stækkuðu dekkin, aðrir stækkuðu vélarnar og enn aðrir skiptu um bíla og sumir enn þá akandi á geisladiskunum (upphaflegum hjólbörðum). Vert er að minnast samt á þá bjartsýnismenn Baldur og Tryggva Pálssyni sem réðust í það stórvirki að setja 54” háa hjólbarða undir Land Cruiser HJ61. Það skrímsli var vígt í þorrablótsferðinni og virðist kominn nýr kafli í íslenskri jeppamennsku. Þetta virðist vera óstöðvandi tæki hvað drifgetu varðar. Skriðgírs-væðing er orðin nokkuð áberandi hjá Eyjafjarðardeild og fórum við í ferð um daginn í Kerlingarfjöll, svokallaða þing- mannaferð, þar sem í ljós kom að allir sem í þeirri ferð voru með skriðgír (lóló). Enda kom það sér vel þar sem færið var mjög þungt á köflum. Skáli deildarinnar er eins og áður sagði á Réttartorfu. Það hús var reist við hlið lúins gagnamannakofa og er svokallað A-hús. Skál- inn er hinn myndarlegasti og notalegur í að koma. Sumarið 2005 var ráðist í að stækka skálann og var byggt við hann til norðurs önnur A-álma. Hefur það verk verið unnið með hléum síðan og vantar að- eins herslumuninn á að það sé fullklárað. Nýi hlutinn var samt gerður fokheldur strax og hefur nýst okkur vel fram að þessu. Í viðbyggingunni á að vera snyrting, geymsla og verkfæraaðstaða. Að lokum viljum við hvetja alla jeppaáhugamenn á Eyjafjarðar- svæðinu að kynna sér starf okkar með því að líta til okkar á félags- fund. STJÓRN EYJAFJARÐARDEILDAR 20072008: Halldór G. Hauksson formaður, halligulli@kliptrom.is sími: 5645104 / 692 1112 Erlingur Harðarson gjaldkeri, erlingur@unak.is sími: 4627259 / 864 8442 Jörundur Þorgeirsson ritari, jorundur@taeting.is sími: 461 2227 / 894 5771 Sigurkarl Aðalsteinsson meðstjórnandi, passion@simnet.is sími: 462 7053 / 8920083 Eiður Jónsson meðstjórnandi, ejonsson@simnet.is sími: 861 5537 Elías þorsteinsson varamaður, elias@idnval.is sími: 461 4422 / 894 4722 Grétar G. Ingvarsson varamaður, ggi@simnet.is; sími: 462 4335 / 846 9021 Deildin heldur úti heimasíðu http://www.ey4x4.net Halldór G. Hauksson formaður. Þrettándabrenna við Réttartorfu 12. janúar 2008. MYND/ERLINGUR HARÐARSON Dagsferð í Heilagsdal. MYND/ODDUR ÖRVAR MAGNÚSSON HÚSAVÍKURDEILD SKAGFIRÐINGADEILD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.