Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 100
60 8. mars 2008 LAUGARDAGUR > VÍKUR FYRIR SWANK Lindsay Lohan hefur verið velt úr sessi sem andlit tískulínunnar Jill Stuart. Leik- konan skrifaði undir samn- ing í fyrra, en eftir vægast sagt viðburðaríkt ár í lífi hennar ku tískuhúsið nú vilja skipta um andlit. Væntanlega verð- ur Hillary Swank fyrir valinu. folk@frettabladid.is Hönnun Borghildar Ínu Sölvadóttur, undir nafninu Jákvæð orð í íslensku, kom í verslanir í vikunni, en Borghildur bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni Hagkaupa á síðasta ári. „Þetta hefur verið svolítið langt ferli, því keppnin var haldin í fyrravor,“ segir Borghildur. „Hugmyndin hefur þróast mikið síðan það var. Ég teiknaði ýmiss konar tillögur í sumar og haust og sýndi innkaupastjórunum og svo völdum við þetta svolítið í sameiningu, því þær hafa nátttúrulega vit á því hvað selst hjá þeim,“ útskýrir hún. Að því loknu tók framleiðslan við með tilheyrandi ferli og samþykktum. „Þetta var í rauninni mjög áhugavert fyrir mig að sjá hvaða möguleikar eru í boði,“ segir Borg- hildur, sem er á öðru ári í grafískri hönnun í Listaháskóla íslands. „Það var mjög góð reynsla að fá að sjá aðeins inn í þennan heim og prófa að vinna með einhverjum viðskiptavini,“ bætir hún við. Lína Borghildar samanstendur af dömuklæðnaði, náttfötum og nærfötum, sem öll eru prýdd jákvæðum íslenskum orðum. „Ég vona að fötin fái fólk til að brosa pínulítið svona í erli dagsins,“ segir Borghildur. „Í dömulínunni notaði ég orðin hamingja og himinlifandi, náttfötin prýða orðið dreymandi, en á nærfötunum stendur lífsgleði,“ útskýrir hún. Vörur Borghildar eru nú fáanlegar í Hagskaup- verslunum vítt og breitt um landið. -sun Jákvæð hönnun í verslanir Kirsten Dunst ku hafa fundið ástina í meðferð. Spiderman-leikkonan dvelst nú á meðferðarheimilinu Cirque Lodge í Utah, þar sem Lindsay Lohan varði einnig tveimur mánuðum á síðasta ári. Dunst er víst orðin ansi náin öðrum dvalargesti, og segja heimildir In Touch Weekly að starfsfólk hafi endurtekið þurft að biðja þau að halda sig frá hvort öðru. „Hún situr í fanginu á honum og reykir og þau fara oft í göngutúra saman. Hann hringdi meira að segja í mömmu sína og bað hana að senda Kirsten blóm í hans nafni. Hann er að reyna að vera eins rómantískur og mögulegt er þegar maður er í meðferð,“ segir heimild- armaðurinn. Ekki er vitað hver sá heppni er. Það er óskandi að betur fari fyrir ástaræv- intýri Dunst á meðferðarheimilinu en Lindsay Lohan á sínum tíma. Hún tók þar saman við snjóbrettamanninn Riley Giles. Sambandið hélt áfram eftir að þau yfirgáfu Cirque Lodge, en þau skildu fljótlega að skiptum. Í kjölfar þess reyndi Giles að selja bæði sögur af kynlífi hans og Lohan ásamt myndum. Fann ástina í meðferð ÁSTFANGIN Í UTAH Kirsten Dunst dvelst nú á meðferð- arheimilinu Cirque Lodge í Utah, þar sem hún ku hafa fundið ástina. Sheryl Crow sagði í nýlegu viðtali að það væri helber misskilningur að Brad Pitt hafi hætt með Jennifer Aniston. Jafnvitlaust væri að halda að Lance Armstrong hafi hætt með henni sjálfri, sagði söngkonan. Slúð- urblöðin hafa haldið því fram að Pitt hafi farið frá þáverandi eigin- konu sinni, Friends-stjörnunni Aniston, eftir að hann varð ástfang- inn af Angelinu Jolie, sem hann er enn með í dag. Crow segir hins vegar að hún og Aniston hafi orðað nánar eftir að Aniston sagði skilið við Pitt, og Crow hætti með hjól- reiðakappanum Armstrong. „Hvað okkur tvær varðar er það almennt talið að okkur hafi verið sagt upp. Trúið mér, það er ekki satt. Hvorugri okkar hefur nokkurn tímann verið sagt upp. Það veit eng- inn hvað gerist í sambandi,“ sagði söngkonan. „Því miður fyrir fólk eins og Jennifer og mig, er svo mikið skrifað um hluti sem maður segir ekki og manni eru eignaðar margar tilfinningar sem maður hefur aldrei upplifað,“ segir Crow. Aðrir félagar þeirra eru sammála Crow. „Þegar Jen áttaði sig á því hvernig málin stóðu hætti hún með Brad. Hún velti hjónabandi þeirra fyrir sér og áttaði sig á því að það var brotið og ekki hægt að laga það. Hún og Brad vildu mjög mismun- andi hluti og voru ekki á sama máli um ástina, ferilinn og að eignast fjölskyldu,“ segir einn þeirra í við- tali við National Enquirer. Aniston hætti með Brad Pitt HÆTTI MEÐ BRAD Samkvæmt Cheryl Crow var það Jennifer Aniston sem sleit hjónabandi henn- ar og leikarans Brad Pitts. MISSKILN- INGUR Crow segir að hvorki henni né Jennifer hafi nokkru sinni verið sagt upp. VILL FÁ BROS Borghildur vonast til að fá fólk til að brosa út í annað með hönnun sinni sem prýdd er jákvæðum orðum í íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Ekki missa af einst sami leikhópur, ein saga - tveir miðlar Brúðguminn leikstjóri Baltasar Kormákur Langstærsta mynd ársins 50.000 gestir „Með Brúðgumanum efnir Baltasar Kormákur öll loforðin sem fyrri bíómyndir hans hafa gefið.“ -Silja Aðalsteinsdóttir, VB „Tær snilld!“ - Séð og heyrt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.