Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 18
18 8. mars 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 H eimsmyndin hefur breyst á skömmum tíma. Stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna þarf að skoða í því ljósi. Áður fyrr voru fáir snertifletir með hefðbundinni utanríkispólitík og daglegu brauðstriti. Einu gildir hvar eða hvernig Ísland tekur sér stöðu með öðrum þjóðum. Það sem gerist á erlendum vettvangi hefur í vaxandi mæli bein áhrif á heimili og fyrirtæki. Þekking á samhenginu milli íslenskra hagsmuna og þróunar alþjóðamála mun þar af leiðandi verða stöðugt þýðingarmeiri. Þorsteinn Ólafsson, viðskiptafræðingur og fyrrum forstjóri Norræna verkefnaútflutningssjóðsins í Helsinki, hefur í athyglis- verðum greinum hér í blaðinu vakið athygli á þessari augljósu staðreynd. Um leið hefur hann lagt til að brugðist verði við með því að auka vísindalega þekkingarstarfsemi á alþjóðamálum. Með hæfilegri einföldun má ef til vill segja að á sínum tíma hafi utanríkispólitískt grúsk helst verið fyrir þá sem höfðu sérstakan áhuga, tíma og aðstöðu til að sinna öðru en því sem mestu máli skipti fyrir verðmætasköpun þjóðarinnar. Á komandi tíð mun verðmætasköpun þjóðarinnar hins vegar ráðast öðru fremur af þekkingu á þessu sviði. Hugtakið heimamarkaður í þeim skilningi að um sé að tefla lokað varið markaðssvæði er ekki til lengur. Að því leyti er heimurinn allur heimamarkaður. Efnahagsleg samvinna þjóða sem eiga menningarlega og viðskiptalega samleið styrkist. Nýjar hættur eins og hryðjuverkastarfsemi ógna öryggi almennings. Áhrif þeirra ríkja vaxa sem misnota trúarbrögð til að vega að grunngildum eins og lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnrétti. Alþjóðastofnanir sem áður voru kjölfesta Íslands í samfélagi þjóðanna hafa sumar hverjar misst pólitískt vægi. Í því samhengi má nefna Norðurlandaráð og Atlantshafsbandalagið. Ný efnahags- leg stórveldi eru smám saman að auka áhrif sín og staða annarra að breytast að sama skapi. Ójöfnuður ríkra þjóða og fátækra setur í auknum mæli mark sitt á samskipti þjóða. Allt eru þetta gildar ástæður til að gefa viðfangsefnum á þessu sviði meiri gaum en verið hefur með markvissri vísindalegri þekkingaröflun. Hér hafa verið að þróast háskólastofnanir sem tekist hafa á við slík verkefni af myndarskap miðað við aðstæður. Gild rök standa til þess að upphefja þetta rannsóknarstarf með því að byggja á þeim grunni myndarlega rannsóknarstofnun um utanríkis-, varnar- og öryggismál. Háskólasamfélagið og atvinnulífið þurfa hér að taka höndum saman. En ríkisvaldið hefur líka hlutverki að gegna. Í byrjun tíunda áratugarins tók utanríkisráðherra þá geðþóttaákvörðun að nýta ekki krafta þeirra sem mesta reynslu og þekkingu hafa í utanríkisþjónustunni. Ef ráðuneytið ætlar að stunda þá mannauðssóun áfram hefur ríkisvaldið þar svigrúm til að leggja þessum rannsóknarverkefnum lið. Aðalatriðið er þó að hér er um verðugt verkefni að ræða. Það gæti einfaldlega reynst dýrt að leggja kollhúfur við þeirri þörfu hugmynd sem hér hefur verið vitnað til. Vísindarannsóknir um alþjóðamál: Þörf ábending ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Fáir fundir Dagur B. Eggertsson segist ekki bera ábyrgð á því að kostnaður við byggingu nýrrar stúku við Laugardals- völl fór tæpar 400 milljónir fram úr áætlun. Dagur var í byggingarnefnd frá nóvember 2005 til september 2006, en þá leysti Björn Ingi Hrafns- son hann af hólmi. Hlutverk nefndar- innar var að fylgjast með að fram kvæmda- og kostnaðar- áætlun stæðist. Innri endurskoðun Reykjavíkur- borgar kemst að þeirri niðurstöðu í greinargerð að byggingarnefnd hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni. Í samtali við RÚV segir Dagur hins vegar ekki við sig að sakast og gagn- rýnir að Eggert Magnússon, formaður bygginganefndarinnar, hafi aðeins boðað tvo fundi þann tíma sem Dagur var í nefndinni. Það er aftur á móti mat innri endurskoðunar að við því hefðu fulltrúar Reykjavíkurborgar einmitt átt að bregðast. Brugðust ekki við Í greinargerðinni kemur fram að fundirnir hafi vissulega verið of fáir og að ábyrgð á byggingarnefnd hvíli fyrst og fremst á KSÍ. En innri endur skoðun tekur líka fram að á seinni fundi nefndarinnar í apríl 2006 „hafi legið fyrir upplýsingar um að kostnaður stefndi fram úr áætlun enda var endur- skoðuð kostn- aðaráætlun kynnt á fundi með embættismönnum borgarinnar þremur dögum síðar“. Í ljósi þess hafi fulltrúar Reykjavíkur- borgar í nefndinni „átt að krefjast fleiri funda til að tryggja formlegt eftirlit“. Það gerðu þeir ekki. Dýrkeypt gleymska Meðal þess sem orsakaði framúr- keyrsluna við stúkubygginguna er virðisaukaskattur af hönnun upp á 36 milljónir sem gleymdist í kostnaðar- áætlun. Mönnum fyrirgefast kannski svona yfirsjónir þegar þeir eru að skipuleggja skólaball í framhalds- skóla. En meiri kröfur hljóta að vera gerðar til þeirra sem skipuleggja opinberar framkvæmdir fyrir meira en milljarð króna. bergsteinn@frettabladid.is Eins og sönnum Íslendingi sæmir er ég ekki mikið fyrir smáatriði. Maður borgar bara brúsann – án þess að líta á upphæðina. Á dögunum varð mér þó rýnt í smáa letrið á einum af mínum ágætu reikningum og sá að höfuðstóll íbúðalánsins okkar í hafði hækkað frá því ég leit síðast á það fyrir um það bil ári síðan. Eitthvað fannst mér þetta skrýtið en eins og sönnum Íslendingi sæmir gleymdi ég því fljótt og kveikti bara á Kastljósinu. Það var svo á sunnudegi nokkru síðar að Andrés Magnússon læknir mætti í Silfur Egils og hélt stutta en áhrifaríka tölu um vaxtaokur íslenskra banka. Íslendingar borga að meðaltali 10% hærri vexti en aðrar þjóðir. Og þegar við bætist verðtrygging er nánast ógerlegt fyrir fólk að eignast hús sín, jafnvel þótt það nái 200 ára aldri. Á bloggsíðu nafna míns Thorsteinssonar fann ég eftirfarandi tilvitnun í Morgunblaðið, upplýsingar komnar beint frá Seðlabankanum: „Höfuðstóll verðtryggðs láns sem stóð í 10 milljónum króna í janúar hafði hækkað um 138 þúsund krónur í febrúar. Sé 10 milljóna króna verðtryggt íbúðarlán tekið í dag til fjörutíu ára þarf alls að greiða fyrir það um 136 milljónir króna, miðað við 6,8% verðbólgu allan tímann og 6,4% vexti – sem bankarnir bjóða um þessar mundir.“ 10 verða 136 10 milljón króna lán verður 136 milljónir á 40 árum? Erum við ekki að grínast? Nú skildi ég allt í einu hvers vegna höfuðstóllinn á íbúðaláninu mínu var milljón krónum hærri nú en í fyrra. Ég borga tæpar hundrað þúsund krónur í afborganir á mánuði. Höfuðstóllinn hafði hækkað sem því nemur! Ekki furða að Íslendingar tali um að borga UPP lán en ekki niður. Reyndar er full langt seilst að kalla þetta fyrirbæri lán. Ólán væri nærri lagi. Lengi höfum við vitað að Ísland er dýrasta land í heimi, hvað nauðsynjar varðar, en nú höfum við fengið nýjar og verri upplýsingar. Ég endurtek: „Höfuðstóll verðtryggðs láns sem stóð í 10 milljónum króna í janúar hafði hækkað um 138 þúsund krónur í febrúar.“ Ef heldur fram sem horfir mun þessi höfuðstóll hafa hækkað um rúma milljón fyrir árslok. Því má í raun segja að Íslendingurinn þurfi að borga milljón á ári fyrir það eitt að vera til, fyrir að vera á landinu. Dvalarleyfi á Íslandi kostar EINA MILLJÓN íslenskra króna á ári. Og þá erum við að tala um mig og þig, íslenska ríkisborgara. Stuttu eftir þátt Andrésar í Silfrinu fór ég til útlanda en reyndi þó að fylgjast með bloggræðunni heima eftir föngum, í fang- og hóteltölvum. Og einhvernveginn fékk ég á tilfinninguna að eitthvað momentum væri að myndast norður í höfum. Fólki væri nóg boðið, nú væri mælirinn fullur. Menn væru ekki alveg til í að halda áfram að hækka skuldir sínar um milljón á ári fyrir það eitt að hafa sýnilegan Seðlabankastjóra, þó skemmtilegur sé. Ísland eða Absúrdistan? „Andrés hefur kannski ekki hundrað prósent rétt fyrir sér, en hann segir á mannamáli hluti sem vaxtapíndur almenningur er að hugsa. Með réttu ætti að vera uppreisn í aðsigi,“ ritaði Egill Helgason á sína góðu bloggsíðu. Um líkt leyti var haft eftir Hreiðari Má hjá Kaupþingi að ef hann væri Seðlabankastjóri yrði hans fyrsta verk að afnema verðtrygginguna, sem sett var til bráðabirgða á óðaverðbólgutíð, í allt öðruvísi þjóðfélagi, en vinnur nú ásamt okurvöxtunum að því að hækka sérhvern höfuðstól á hverjum mánuði og það jafnvel umfram afborganir. Búum við í Absúrdistan? Getur verið að Gamla Ísland sé að þvælast fyrir því nýja? Síðan kom ég heim og sá mér til vonbrigða að umræðan hafði lognast út af fremur en að magnast. Það var ekki von á neinni byltingu á Íslandi. Við ætlum bara að kyngja þessu líkt og öðru. Okkur finnst svo merkilegt að vera Íslendingar að við erum alveg til í að borga tæpar hundrað þúsund krónur á mánuði fyrir það. Ég keyrði úr Keflavík beint á bensínstöð og fyllti tankinn. Það kostaði rúmar 8.000 krónur. Erum við ekki að grínast? Flugmiðinn minn frá Brussel til Riga kostaði það sama. Bölvað okurland er þetta, hugsaði ég um leið og skrúfaði tappann á tankinn en settist svo auðvitað bara inn í bíl og kveikti á EFFEMM. Engin bylting á Íslandi UMRÆÐAN Aðbúnaður verkamanna Mér varð orða vant eftir að hafa lesið grein Hauks Más Helgasonar heimspekings, „Rangur dómur“, sem birtist í Fréttablaðinu miðvikudaginn 5. mars. Ástæðan er hvorki umræða um tjáningarfrelsi né meiðyrðamál og ekki ætla ég mér að gerast dómari um hvað má og má ekki skrifa í bloggheimum. Í greininni er hins vegar farið með rangt mál sem nauðsynlegt er að leiðrétta auk þess sem þar er fjallað um viðkvæm mál á afar ónærgætinn hátt svo vægt sé til orða tekið. Fullyrðing um ástæðu matarsýkingar verka- manna í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar á síðasta ári er röng. Ástæðan var ekki lélegur aðbúnaður verkamanna. Ljóst er að þann 19. apríl 2007 fengu rúmlega 40 manns í göngum Kára- hnjúkavirkjunar skammvinna matareitrun, sem líklega má rekja til bakteríueiturefna (toxína) sem myndast við ranga geymslu matvæla. Í greinargerð sóttvarnarlæknis og samstarfsmanns hans kom fram að niðurstaðan væri sú að hér hefði verið um einstakan atburð að ræða sem tengdist matargerð og vörslu tilbúinna matvæla en væri óháð aðstæð- um inni í göngunum. Aðbúnaður verkamanna við hinar hrikalegu aðstæður inni í jarðgöngunum var erfiður en hann var ekki ástæða umræddrar matarsýkingar. Fram kemur hjá greinarhöfundi að fimm verkamenn hafi látist í vinnuslys- um í framkvæmdum við Kárahnjúka. Með tengingu við Ómar R. Valdimars- son, fulltrúa Impregilo, er gefið í skyn að verktakafyrirtækið Impregilo beri ábyrgð á umræddum slysum. Fyrir utan smekkleysi þess að blanda banaslysum inn í umræðu um tjáningarfrelsi ber að halda því til haga að enginn af umrædd- um fimm mönnum var starfsmaður Impregilo. Þrír Íslendingar voru starfsmenn innlendra verktaka, einn Portúgali var starfsmaður vélaframleiðanda og einn Króati var starfsmaður erlends fyrirtækis við uppsetningu háspennumastra. Ástæður þessara slysa eru jafn margar og slysin og margir eiga um sárt að binda eftir þessa atburði. Hvað þetta kemur umræðu um tjáningarfrelsi við er mér ómögulegt að skilja. Til að bíta höfuðið af skömminni fer síðan greinarhöfundur að bera saman umrædd dauðsföll og dauðsföll í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Hvers konar samanburðarrugl er hér á ferðinni? Lítur greinarhöfundur svo á að umræddir starfs- menn við byggingu Kárahnjúkavirkjunar hafi látist í stríðsátökum? Svona gera menn ekki. Höfundur er efnaverkfræðingur. Heimspekilegt blaður KRISTJÁN KRISTINSSON HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Vextir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.