Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 21ferðaklúbburinn 4x4 25 ára ● fréttablaðið ● ar fits-skálann sem rúmar um tut- tugu manns. Hann hefur verið veru- lega endurbættur síðustu ár og er nú allur hinn glæsilegasti. Oft eru farnar vinnuferðir fram eftir hausti til að undirbúa skálann fyrir vetur- inn og olíutankar fylltir. En á sept- emberfundi 1990 var kosin sérstök nefnd til að vinna nánar í því að finna gangnamannahús til að taka í fóstur. Þá voru komnar fram hugmyndir um samstarf við Afréttarfélag Flóa og Skeiða um Sultarfitshúsið. Ákveðið var að fara og skoða húsið og síðan ákveðið að endurbyggja húsið. Á októberfundi var teikningu dreift af Sultarfitshúsinu og laus- legri kostnaðaráætlun. Þá var gerður afnotasamningur við Afréttarfélag- ið sem kynntur var á fundinum. Var þessi samningur borinn upp og sam- þykktur. Í framhaldi af þessu voru ákveðnar vinnuferðir næstu vikurnar og var húsið einangrað og byggð við það forstofa, sem síðar var stækkuð. Í október 2001 voru síðan gerð- ar undirstöður fyrir nýja viðbygg- ingu og um haustið 2002 voru farnar margar vinnuferðir til að rífa gömlu forstofuna og byggja aðra stærri. Suðurlandsdeildin er öllum opin og sjálfsagt að hafa samband til að kynna sér nánar starfsemi deildar- innar. STJÓRN SUÐURLANDSDEILDAR 2007 2008 Hjalti Eggertsson formaður, hjalti@ f4x4sudur.is sími: 899 3959 Sigurður Guðmundsson, sigurdur@ f4x4sudur.is sími: 699 2804 Jón Ívar Jóhannsson, jonivar@ f4x4sudur.is, sími: 861 1724 Ágúst Sigurjónsson, agust@f4x4su- dur.is sími: 860 1722 Ólafur Hauksson, olafur@f4x4sudur. is sími: 840 5774 Jón G Bergsson Suðurlandsdeild nnan 4x4 Meðlimir Vestfjarðadeildarinnar á leið á Langjökul. Austurlandsdeild Ferðaklúbbs- ins 4x4 var stofnuð á Egilsstöð- um 19. febrúar 2001 og voru stofnfélagar tuttugu. Þegar Austurlandsdeild F4x4 stofnuð var mikil gróska í jeppa- mennsku á Austurlandi og jeppa- menn töldu Ferðaklúbbinn 4x4 góðan kost til að sameinast um áhugamálið: jeppa, jeppabreyt- ingar og ferðalög. Á árunum frá stofnun hefur starfsemin auk- ist og félögum fjölgað. Félagar eru nú um það bil 150 og eru þá bara aðalfélagar taldir. Auka fé- lagar, sem eru í flestum tilfellum makar, eru næstum annað eins; gjarnan tekur öll fjölskyldan þátt í ferðalögum á vegum deildarinn- ar. Austurlandsdeild skipuleggur nokkrar ferðir á ári. Fyrri part hausts er farið upp á hálendið, þar sem eknir eru vegaslóðar og skoðaðir áhugaverðir staðir. Þrettándaferð fyrrihluta jan- úar, þorrablót í febrúar, fjögurra til fimm daga ferð í apríl, fjöl- skyldudag á sumardaginnfyrsta þar sem öllum boðið í stutta fjallaferð. Að fjallaferð lokinni er jeppunum stillt upp til sýnis og grillaðar pylsur fyrir gesti og gangandi. Vorferð er síðan fyrrihluta júnímánaðar eða þegar vega- gerðin er búin að heimila umferð um hálendisvegina. Vinnuferðir eru einu sinni til tvisvar á ári í skála Austurlands- deildar á Urðum sem er á gömlu Símaleiðinni milli Vopnafjarðar og Grímsstaða á fjöllum. Einnig sér deildin um skála Minjavernd- ar sem staðsettur er í Vestari Haugsbrekku á Símaleið. Skál- arnir eru endurgerð húsa sem voru byggðir þar um 1907 vegna lagningar símalínunnar frá Seyð- isfirði til Reykjavíkur, endur- byggingunni lauk 2005. Taka skálarnir 12-14 manns í gistingu. Félagsfundir eru einu sinni í mánuði september til maí. Þar eru ýmsar kynningar á málum er varða klúbbinn og jeppa- mennsku. Helsta baráttumál Austur- landsdeildar frá stofnun er að koma í veg fyrir utanvegaakstur, með kynningu og fræðslu. Sjáan- legur árangur er af þessu starfi hér á Austurlandi. Þó þarf hið op- inbera að koma að málum, til að- stoðar áhugamannasamtökum, með öfluga kynningu á umgengni við náttúru Íslands til erlendra ferðamanna. Margir af félögum í Austur- landsdeild er ungt fólk. Starf klúbbsins verður næstu árin að tryggja þessu unga fólki frjáls- ræði til að upplifa stórfenglega og óspjallaða náttúru Íslands. STJÓRN AUSTURLANDSDEILDAR 2007 2008 Vilhjálmur Vernharðsson fjalla- dyrd@fjalladyrd.is sími 894 0758 formaður Jakob Karlsson litluskogar@sim- net.is sími 864 2682 Gjaldkeri Ólafur Arnar Hallgrímsson ol- hall@simnet.is sími 893 2187 rit- ari Guðmar Ragnar Stefánsson ragg- ibrusi@hotmail.com sími 862 8810 varamaður Ingvar Ríkharðsson ingvar.ing- unn@simnet.is sími 899 5715 varamaður Deildin heldur úti heima- síðu www.frontpage.simnet.is/ f4x4aust/ Ólafur Hallgrímsson ritari Fjölskyldudagur 2007. MYND/ÓLAFUR HALLGRÍMSSON AUSTURLANDSDEILD HORNAFJARÐARDEILD Í október 2003 ákváðu nokkr- ir áhugamenn um fjallaferðir á jeppum að stofna 4X4 deild á Hornafirði og var stofn- fundur haldinn 12. nóvember 2003. Á stofnfund mættu milli 30 og 40 manns og hefur deildin stækk- að jafnt og þétt síðan og eru fé- lagar í dag rúmlega hundrað. Til- gangur stofnunar deildarinnar var að vinna að hagsmunamál- um jeppamanna, stuðla að bættri umgengni um landið og að standa fyrir skipulögðum jeppaferðum. Allt frá stofnun deildarinnar hafa félagsmenn komið saman tvisvar í mánuði yfir vetrar- mánuðina til skrafs og ráða- gerða. Þátttaka í þessum spjall- fundum hefur verið með ágæt- um og mæta félagsmenn þar með myndir til sýningar og stundum fáum við góða gesti til að velta upp ýmsum málum. Starfandi er ferðanefnd og stendur hún fyrir nokkrum ferð- um á ári sem ýmist eru ætlað- ar fyrir alla jeppa eða eingöngu fyrir meira breytta fjallabíla. Ágæt þátttaka hefur verið í ferð- um deildarinnar hvort sem litið er á dagsferðir eða lengri ferðir. Einnig er starfandi skemmti- nefnd og er hennar meginmark- mið að standa fyrir þorrablóti ásamt ferðanefnd, og er áhugi félagsmanna mikill fyrir þeirri ferð. Í ár var farið í Hólaskjól og mættu þar um fjörutíu manns á fimmtán bílum. Ferðast var um Fjallabak og á laugardagskvöldið var haldið þorrablót með tilheyr- andi skemmtiatriðum og súr- matsáti. Tókst ferðin í alla staði vel svo ég á von á að góðri mæt- ingu á næsta ári. Hér á Hornafirði í ríki Vatna- jökuls eru miklir möguleikar á lengri jafnt sem skemmri ferða- lögum og ber þar fyrst að nefna sjálfan Vatnajökul með margvís- legum ferðamöguleikum jafnt sumar sem vetur. þá má nefna að Lónsöræfi einn fegursti staður landsins er í næsta nágreni. Loks má nefna að inn til landsins ganga margir og fallegir dalir og býður þetta svæði upp á frábæra mögu- leika á að blanda saman jeppa- og gönguferðum. STJÓRN HORNAFJARÐARDEILDAR 2007 2008 Þorkell Kolbeins formaður, keli@ asa.is sími: 8936042 Sigurjón Einarsson gjaldkeri, sissihofn@simnet.is sími: 690 1844/478 1844 Sævar Guðmundsson ritari, sae- var.g@simnet.is sími: 8476134 Sveinbjörn Steinþórsson með- stjórnandi, svein.st@mi.is sími: 8477328 / 4782805 Jón Bragason meðstj., jonbraga@ simnet.is sími: 8481858 / 4781835 Þorkell Kolbeins formaður Ísaferð á Hornafjarðarfljótum. MYND/ÞORKELL KOLBEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.