Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 97
LAUGARDAGUR 8. mars 2008
Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona og Valgerð-
ur Andrésdóttir píanóleikari koma fram í Norræna
húsinu kl. 15.15 á morgun og flytja íslenska og
erlenda tónlist.
Á efnisskrá eru tvö verk eftir Karólínu Eiríksdótt-
ur; Njóla, sem var samið og frumflutt í desember
2007 í tilefni 500 ára afmælis Bessastaðaskóla, og Sól
er runnin upp, sem var samið 2005 í tilefni af 70 ára
afmæli Hannesar Péturssonar skálds. Tvö lög eftir
Tryggva M. Baldvinsson prýða jafnframt efnis-
skrána; Þú ein, sem var samið 2005 einnig í tilefni af
afmæli Hannesar Péturssonar, og Gömul ljósmynd,
sem er eldra lag við ljóð Sveinbjörns I. Baldvinsson-
ar. Jafnframt verða flutt þrjú lög eftir Hjálmar H.
Ragnarsson. Auk þessara íslensku verka munu þær
flytja þrjú lög eftir Richard Strauss og tvö lög úr sex
laga flokki Op. 4 eftir Rachmaninov.
Flest ofannefndra sönglaga á tónleikunum heyrast
ekki oft en eru flytjendunum kær. Sönglög Rachman-
inovs hafa ætíð ratað inn á efnisskrár Ingibjargar og
Valgerðar enda sameinast þar undurfagrar laglínur,
dramatísk ljóð og stórfenglegt píanóspil. Samstarf
Ingibjargar og Valgerðar hófst í Kaupmannahöfn
fyrir áratug en auk þess hafa þær starfað í Tríó
Varioso sl. sjö ár með Einari Jóhannessyni klarínettu-
leikara og hafa haldið fjölda tónleika. - vþ
Sjaldheyrð sönglög
INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR OG VALGERÐ-
UR ANDRÉSDÓTTIR Þær stöllur flytja falleg
sönglög í Norræna húsinu á morgun.
Í dag verður opnuð í Listasafni
Árnesinga í Hveragerði sýning á
verkum eftir tvær ólíkar listakon-
ur sem báðar sækja yrkisefni sín í
héraðið og vinna með samfélags-
leg efni í verkum sínum. Hjálmar
Sveinsson er sýningarstjóri en
listakonurnar eru Borghildur
Óskarsdóttir og Sigríður Melrós
Ólafsdóttir. Í kynningu á sýning-
unni er varpað fram tveimur
óskyldum sögubútum til að espa
forvitni almennings. Í þeim fyrri
segir: „Í maí 1918 fóru hjónin
Bjarni Bernharðsson og Ragnhild-
ur Höskuldsdóttir með börnin sín
fimm frá Hafnarfirði að bænum
Sléttabóli í Gaulverjabæjarhreppi.
Heimili þeirra hafði verið leyst
upp en Bjarni átti sveitarfestu í
Gaulverjabæjarhreppi og því bar
þeim að fara þangað. Daginn eftir
dreif að fólk til að sækja börnin.“
Hinn sögubúturinn hljóðar svo:
„Ári eftir flutning fjölskyldunnar
var byggt sjúkrahús fyrir
Suðurland rétt við Eyrarbakka.
Húsið var teiknað af Guðjóni
Samúelssyni í íslenskum stíl með
bröttum rauðmáluðum burstaþök-
um. Því var breytt í vinnuhæli árið
1929 og jarðirnar Litla- og Stóra-
Hraun lagðar til þess. Síðan þá
hefur „vinnuhælið“ jafnan verið
kennt við Litla-Hraun.“ Af þessum
tveimur kveikjum spinna þær
stöllur verkin á sýningunni.
- pbb
Sögur úr
Flóanum
MYNDLIST Borghildur Óskarsdóttir
myndlistarkona og Sigríður Melrós
Ólafsdóttir sýna í Hveragerði.
LAUGADAGUR 8. MARS KL. 13
MEISTARI MOZART.
STRENGJA-OG PÍANÓKVINTETT
TÓNLEIKAR KENNARA TÓNÓ KÓP.
LAUGADAGUR 8. MARS KL. 20
TÍBRÁ: SÖNGBÓK JAZZINS.
TÓNLIST COLES PORTERS.
KRISTJANA STEFÁNS & FÉLAGAR
SUNNUDAGUR 9. MARS KL. 16
SÖNGLÖG JÓRUNNAR VIÐAR.
HELGA RÓS OG GUÐRÚN DALÍA
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS KL. 20
TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR.
LUBOV STUCHEVSKAYA,
TÓMAS TÓMASSON
OG KURT KOPETSKY
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS KL. 20
TÍBRÁ: PÍANÓTÓNLEIKAR
SIMON SMITH - ÖLL PÍANÓVERK
HAFLIÐA HALLGRÍMSSONAR
EINSTAKT TÆKIFÆRI !
Næstu sýningar
Lau. 1. mars kl. 20
Sun. 2. mars UPPSELT
Lau. 8. mars kl. 20
SÍÐ
US
TU
SÝ
NIN
GA
R
Einn af stærstu skotleikjum ársins er kominn út.
Sérstaklega gerður fyrir tveggja manna spilun (Co-op).
Hér berjast hörðustu málaliðar sögunnar bak í bak.
6.999PS3 & XBOX360