Fréttablaðið - 13.03.2008, Side 46

Fréttablaðið - 13.03.2008, Side 46
 13. MARS 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● fermingar fermingargjöf Flott hugmynd að Kira 3 Frábært kúlutjald með stóru fortjaldi. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 41 32 7 02 /0 8 Fermingartilboð 9.990 kr. Verð áður 11.990 kr. Tjöld frá 6.990 kr. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Marsipanbækur og kransaköku- turnar eru vinsælustu fermingar- kökurnar hjá Bakarameistaranum í Suðurveri. Hjá Bakarameistaranum er hægt að sérpanta fermingartertur af ýmsum stærðum og gerðum. Marsipanbækur eru vinsælar og þær er hægt að fá með fyllingu að eigin vali. Í bókum, sem eru fyrir 25 manns, og í stærri marsipantert- um, sem eru fyrir fleiri, er ávallt tvöfaldur svampbotn, blandað- ir ávextir, muldar makkarón- ur og ekta rjómi. Hægt er að fá perur eða jarðarber í stað bland- aðra ávaxta og eins mismunandi tegundir af rjóma. Til dæmis er boðið upp á kirsuberja-, jarðar- berja-, súkkulaði-, cappuccino- eða rommrjóma. Allar terturnar eru með marsipanhjúp, handgerð- um marsipanrósum í lit að eigin vali og áletrun. Þá eru kransakökur sígildar og hafa kransakökuturnar notið vin- sælda í fermingarveislum. Þá er þremur misháum turnum stillt upp saman og þeir skreyttir og fylltir með kransakökubitum. Óttar Sveinsson, framleiðslu- stjóri og bakarameistari hjá Bak- arameistaranum í Suðurveri, þar sem öll framleiðslan fer fram, segir vertíðina hafa byrjað um síðustu helgi og á hann von á því að næstu vikur verði annasamar. Hann segir best að panta tertur með að minnsta kosti viku fyrir- vara og er bæði hægt að gera það í verslunum Bakarameistarans og á heimasíðunni bakarameistarinn. is. Á heimasíðunni er einnig hægt að leggja fram fyrirspurnir og fá tilboð í veislur en auk þess að gera einstaka tertur býður Bakara- meistarinn upp á alhliða veislu- þjónustu með snittum, pastarétt- um og öllu tilheyrandi. - ve Marsipanbækur eru vinsælar í fermingarveislur enda eru þær bragðgóðar og mikil prýði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bakarasveinninn Aron Egilsson leggur lokahönd á skreytinguna. Fallegar fermingartertur Veisluþjónusta The Deli býður upp á ferska og fjölbreytta smárétti frá Miðjarðarhafinu. Á The Deli er hægt að fá smá- rétti, snittur, fingra- og pinnamat af ýmsu tagi. Má þar nefna sjáv- arrétti, kjúklinga- og lambateina, salöt, brauð, dýfur og sósur. Skyndibitinn sem margir kann- ast við á veitingastaðnum í Banka- stræti er fyrst og fremst ítalskur en veisluþjónustan er fjölbreytt- ari. „Ég sæki innblástur í eldhús Miðjarðarhafsins og nota hefð- ir frá Ítalíu, Grikklandi, Tyrk- landi og Norður-Afríku, segir mat- reiðslumaðurinn Sigurður Thor- oddsen sem hefur rekið The Deli síðustu fimm ár. „Ég sæki líka innblástur til Ind- lands en mér finnst kryddin þaðan mjög skemmtileg. Ég legg mikla áherslu á ferskt hráefni og nota ferskar kryddjurtir eins og mintu, kóríander og basil,“ útskýrir Sig- urður. Hann sér um veislur og mót- tökur af ýmsu tagi og þar með talið fermingar, afmæli, starfs- mannaveislur og fleira. Hann segir brauð, pitsur og kjötteina falla vel í kramið hjá ungu kynslóðinni en þeir sem eldri eru séu duglegri við að prófa nýjungar. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um pantanir og verð á deli.is - ve Munaður úr Miðjarðarhafi Hér má sjá hummus, muhammara, sem er sæt papriku- og chili-dýfa með valmúa- fræjum og svörtum sesamfræjum, og grískt salat. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Foccacia-kryddbrauð. Melónur (kantalópa), vínber og eða önnur ber eftir árstíð. Reyktur lax Amaretto eða grand marnier. Aðferð: Melónan skræld og skorin í hæfi- lega bita. Vínberin skoluð í renn- andi köldu vatni. Ef þau eru stór er gott að skera þau í tvennt og taka úr þeim steinana ef þeir eru til staðar. Ávextirnir settir á fat. Þunnt skorn- um laxinum er síðan komið fallega fyrir á milli þeirra. Gott er að hella örlitlu af amar- etto eða grand marnier yfir. Einnig má nota óáfengt amarettosíróp eða hunang. Reyktur lax á ávaxtabeði Reyktur lax á ávaxtabeði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.