Fréttablaðið - 15.03.2008, Side 86

Fréttablaðið - 15.03.2008, Side 86
46 15. mars 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 14.30 Jónas Viðar opnar málverkasýningu sína í Jónas Viðar Gallery í Listagil- inu á Akureyri í dag kl. 14.30. Jónas Viðar nam myndlist við Myndlista- skólann á Akureyri og Academia di belle arti di Carrara á Ítalíu. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýning- ar bæði hér heima og erlendis ásamt því að reka gallerí og standa fyrir sýningum annarra listamanna. Þau Guðrún Óskarsdóttir semballeikari og Kolbeinn Bjarnason þverflautuleikari koma fram á tónleikum í Laugarborg í Eyjafjarðar- sveit á morgun kl. 15. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir J.S. Bach, Henry Purcell og Þorkel Sigurbjörns- son. Jafnframt verða flutt í fyrsta sinn á Íslandi verk eftir Huga Guðmundsson og Diönu Rotaru sem eru samin sérstaklega fyrir þau Guðrúnu og Kolbein. Verkin voru bæði frumflutt á alþjóðlegri tónlistarhátíð í Japan í ágúst 2007. Flytjendurnir Guðrún og Kolbeinn eru tónlistarunnendum að góðu kunn enda hafa þau starfað saman síðan árið 1990 og leikið bæði gamla tónlist og nýja. Að auki hafa þau unnið margvíslega sigra á tónlistarsviðinu hvort í sínu lagi. Guðrún hefur leikið inn á hljómdiska og komið fram sem einleikari og meðleikari á fjölmörgum tónleikum á Íslandi og víða í Evrópu. Hún leikur jöfnum höndum nýja tónlist og bar- okktónlist, meðal annars með Bach-sveitinni í Skálholti, Caput, Kammersveit Reykjavíkur og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Guðrún hefur einnig unnið með Strengjaleikhús- inu, Íslenska dansflokknum og í Íslensku óperunni. Kolbeinn hefur komið fram sem ein- leikari á fjölmörgum tónlistarhátíðum á Íslandi, en einnig í mörgum Evrópulöndum, Bandaríkjunum, Mexikó og Japan. Hann hefur frumflutt tónlist fjölmargra íslenskra og erlendra tónskálda og hljóðritað verk þeirra fyrir íslenskar, bandarískar og ítalskar hljómplötuútgáfur. Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. - vþ Pálmasunnudagur í Laugarborg GUÐRÚN ÓSKARSDÓTTIR OG KOLBEINN BJARNASON Flytja tónlist fyrir sembal og þver flautu í Laugarborg á morgun. Um þessar mundir stendur yfir sýning myndlistarkonunnar Eirúnar Sigurðardótt- ur í hinu framsækna sýningarrými Suð- suðvestur í Reykjanesbæ. Sýningin nefnist Höll blekkinganna. Á sýningunni tekur Eirún að sér hlutverk lifandi skúlptúrs; hún birtist sem einhvers konar vera sem heklar og bætir þannig við þræði og anga sem spretta úr eigin höfði. „Ég hélt sýningu í Listasafni ASÍ árið 2006 og það mætti segja að sýningin í Suðsuðvestur sé hálfpartinn sprottin úr teikningu sem þar var til sýnis,“ segir Eirún. „Þessi heklaða vera á sér mýmargar skírskotanir í menningunni. Hún er friðsæl, kyrrlát og bætir endalaust við sig. Hún minnir þannig dálítið á manngert skilningstré eða veru úr sjónvarpsþáttunum Star Trek sem nefnist Borg og býr yfir samvitund með öðrum verum. Sagan um dóttur malarans sem var gert að spinna gull úr heyi hafði einnig áhrif á þessa veru. Þessi saga fannst mér lýsa vel því sem listamenn gera; að búa til eitthvað verðmætt úr hráefnum sem kannski eru einskis virði í sjálfum sér.“ Höll Blekkinganna opnaði í byrjun mars og því hefur Eirún nú nokkra reynslu af því að vera í hlutverki lifandi skúlptúrs á sýningartíma. „Þetta er vissulega öðruvísi reynsla en þegar maður setur upp sýningu og kemur svo ekki aftur í sýningarrýmið nema bara til að taka hana niður aftur. Þetta verk krefst þess að ég gefi mér tíma í að sýna það. Það tekur dálítið á að vera skúlptúr allar helgar, ekki síst vegna þess að ég er dálítið heft þegar ég er í heklaða búningnum, en ég er búin að koma mér upp aðferð til að taka á móti sýningargestum. Svo get ég hvílt mig aðeins inn á milli og slappað af innan um allt garnið.“ Í tengslum við sýninguna kom út bókverk. „Bókverkið sýnir ferlið á bak við þessa sýningu sem átti sér stað frá teikningunni á sýningunni í ASÍ árið 2006 til þessa lifandi skúlptúrs í Suðsuðvestur. Uppistaða bókverksins er teikningar sem tilheyra þessu ferli, en í því eru einnig textar eftir Sigríði Þorgeirsdóttur heimspeking og Sigrúnu Daníelsdótt- ur sálfræðing og ljósmyndir eftir Katrínu Elvars- dóttur,“ segir Eirún. Hægt er að líta Höll blekkinganna augum á milli kl. 13 og 17.30 nú um helgina í Suðsuðvestur, Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ, og svo aftur helgina 29. og 30. mars. vigdis@frettabladid.is Heklandi skilningstré EIRÚN SIGURÐARDÓTTIR Heklandi vera í Suðsuðvestur. „Það má segja að ég sé að láta gamlan draum rætast,“ segir Þor- steinn Jónsson, stofnandi sýning- arrýmisins Reykjavík Art Gallery sem opnar formlega í dag kl. 14. „Ég hef lengi haft áhuga á mynd- list og verið viðriðinn myndlistar- heiminn á einn eða annan hátt, ég var til að mynda forstöðumaður Listasafns ASÍ hér á árum áður. En mér hefur í nokkurn tíma þótt vanta fleiri og fjölbreyttari sýn- ingarrými í Reykjavík og því er mjög ánægjulegt að geta tekið þátt í að ráða bót á því með þess- um hætti.“ Reykjavík Art Gallery er á Skúlagötu 28 í húsnæði þar sem áður var rekin kexverksmiðjan Frón. „Þetta er frábært húsnæði fyrir myndlistargallerí; lofthæðin er um fjórir metrar og mikið vegg- pláss. Við reiknum með því að geta verið með þrjár til fjórar sýningar í gangi í einu að jafnaði þar sem vel er hægt að laga rýmið að þörfum myndlistarinnar.“ Fyrstu myndlistarmennirnir sem opna sýningar á verkum sínum í hinu nýja galleríi eru þeir Magn- ús Tómasson, Pétur Már Pétursson og Tolli. Þorsteinn segist reikna með að galleríið komi til með að bjóða upp á fjölbreyttar sýningar í framtíðinni. „Við ætlum að vera með nokkra listamenn á okkar snærum, sýna verk þeirra og kynna þá, meðal annars með bókaútgáfu. En við ætlum jafnframt að bjóða upp á fjölbreyttar sýningar á myndlist og ljósmyndum.“ Reykjavík Art Gallery verður opið alla daga vikunnar, nema mánudaga, kl. 14.00 til 18.00. - vþ Reykjavík Art Gall- ery tekur til starfa GLÆSILEGT SÝNINGARRÝMI Reykjavík Art Gallery er í húsnæði sem áður tilheyrði kexverksmiðjunni Frón. Ég bíð þín er yfirskrift tónleika sem Alexandra Chernyshova sópr- ansöngkona heldur á Norðaustur- landi nú um helgina. Á efnisskrá tónleikanna eru rómantísk lög eftir rússneska tónskáldið Sergei Rachmaninov. Tónleikarnir fara fram í Egilsstaðakirkju í dag kl. 17 og í Miklagarði á Vopnafirði á morgun kl. 16. Undirleikari á tón- leikunum er Zbigniew Zuchowicz. Miðaverð er 1.500 kr. Alexandra er fædd í Kíev í Úkr- aínu en hefur verið búsett á Íslandi síðan árið 2003. Hún hefur látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi allar götur síðan; um haustið 2006 stofnaði hún Óperu Skagafjarðar sem hefur sett upp La Traviata eftir Verdi og stefnir að því að setja upp Rigoletto eftir sama tón- skáld. Að auki starfrækir söng- konan unga Söngskóla Alexöndru, en í honum eru 30 nemendur. Zbigniew Zuchowicz er skóla- stjóri tónlistarskólans á Vopna- firði. Hann er ættaður frá Póllandi en hefur verið búsettur hér á landi undanfarin ár ásamt fjölskyldu sinni. Zbigniew er mjög fjölhæfur og hámenntaður tónlistarmaður en auk þess að spila á fjölmörg hljóðfæri þá fæst hann einnig við tónsmíðar, hefur unnið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín og starfar einnig samhliða tónlistarskóla- starfinu við kórstjórn, sem organ- isti og hljóðfæraleikari í Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands. Sergei Rachmaninov þarf vart að kynna, því hann var ekki aðeins einn besti píanóleikari 20. aldarinn- ar heldur einnig síðasti fulltrúi rússnesk-rómantísku stefnunnar, sem Tsjaíkovskí og Rimskí-Korsa- kov eru helstu fulltrúar fyrir. -vþ Alexandra syngur Rachmaninov ALEXANDRA CHERNYSHOVA SÖNGKONA Flytur sönglög Rachmaninovs á tónleik- um í dag og á morgun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.