Fréttablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 92
52 15. mars 2008 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
Bretarnir Simon Latham og
Pete Lunn endurhljóðblönd-
uðu nýverið tvö lög með
söngkonunni Birgittu Hauk-
dal. Simon hvetur Birgittu
til að syngja á ensku og
hasla sér völl í Bretlandi.
Samstarfið varð þannig til að
Simon og Pete höfðu samband við
Birgittu í gegnum Myspace-síð-
una og spurðu hvort þeir mættu
ekki endurhljóðblanda lög hennar.
Hún samþykkti það og urðu lögin
Ein, titillag fyrstu sólóplötu henn-
ar, og Örmagna fyrir valinu. Voru
þau nýverið gefin út á síðunni Tón-
list.is.
Gott að vinna með Birgittu
„Ég talaði við Birgittu og hún vildi
endilega prófa eitthvað nýtt á borð
við endurhljóðblöndun. Það var
mjög gott að vinna með henni og
hún var afar fagmannleg, rétt eins
og samstarfsfólk hennar,“ segir
Simon, sem hefur fengið góð við-
brögð við lögunum. „Það hafa allir
verið jákvæðir. Það hefur komið
mörgum í opna skjöldu
hversu frábrugðin lögin
eru þeim sem eru á plöt-
unni hennar en það var ein-
mitt það sem við lögðum
upp með. Við vildum setja
þetta í þannig búning að
þeir sem vanalega hlusta
ekki á Birgittu
myndu hlusta á
þessi lög.“
Markaður í Bret-
landi
Simon játar að
hugsanlega sé
markaður fyrir
Birgittu í Bret-
landi. „Hún
hefur rödd sem
sker sig úr.
Hreimur hennar
þegar hún syngur
á ensku gæti verið
henni í hag því slík-
ur hreimur íslenskra
listamanna telst yfir-
leitt kostur í Bretlandi
ef þeir vilja ná langt. Ég myndi
hvetja hana til að syngja líka á
ensku í framtíðinni en það verður
að koma í ljóst hvort það verði af
því,“ segir hann.
Búsettur í Reykjanesbæ
Simon og Pete reka útgáfufyrir-
tækið Airport Route, sem var
stofnað fyrir tæpu ári. Simon er
búsettur í Reykjanesbæ á meðan
Pete býr í Bretlandi og saman gefa
þeir út ýmiss konar danstónlist.
Nýjasta útgáfa þeirra og sú
stærsta til þessa er endurhljóð-
blöndun Royal Sapien og Android
Cartel á laginu Do You Feel It?,
sem Simon og Pete gáfu út við
miklar vinsældir árið 1996 undir
nafninu Soundsation.
Að auki stjórnar Simon mánað-
arlegum podcast-þætti sem nefn-
ist Something 4 Your Weekend
ásamt því sem hann skrifar gagn-
rýni á heimasíðuna progressive-
house.com.
Ísland best í heimi
Simon, sem á íslenska eiginkonu,
flutti hingað til lands fyrir fimm
árum og líkar afar vel. „Þegar ég
kom til Íslands var ég eiginlega
hættur í tónlist en þegar maður
býr á stað eins og Íslandi er
eiginlega nauðsynlegt að
semja tónlist, sérstak-
lega á veturna. Mér
finnst þetta líklega besti
staðurinn í heimi til þess
að búa til tónlist. Lands-
lagið og fleira veitir
manni innblástur og það
síast inn í tónlistina
sem maður semur. Ég
get vel skilið af hverju
svona margir tónlistar-
menn koma fram hérna
og hvers vegna margir
þeirra hafa náð svona
langt.“
freyr@frettabladid.is
Bretar starfa
með Birgittu
SIMON LATHAM Simon hafði gaman af því að endurhljóðblanda lög fyrir Birgittu
Haukdal. MYND/VÍKURFRÉTTIR
BIRGITTA Tvö lög af
fyrstu sólóplötu Birg-
ittu voru endurhljóð-
blönduð á dögunum
af tveimur Bretum.
Saksóknarar í máli hins
hálf-íslenska Ians Strachan
hafa lagt fram beiðni um
að réttarhöldin yfir honum
og félaga hans verði lokuð
almenningi og fjölmiðlum.
Frá þessu var greint á vef
breska blaðsins Mirror.
Eins og kom fram í fjöl-
miðlum seint á síðasta ári
var Paul Ian Adalsteinsson
Strachan handtekinn ásamt
meintum vitorðsmanni
sínum, grunaður um að
hafa ætlað að kúga fé út úr
meðlimi konungsfjölskyld-
unnar. Breskum fjölmiðl-
um var meinað að upplýsa
hver sá væri en bandarísk-
ir vefmiðlar töldu víst að
hann væri David Linley,
stjórnarformaður uppboðs-
fyrirtæksins Christie’s og
frændi Elísabetar drottn-
ingar.
Mirror hefur eftir tals-
manni ákæruvaldsins að
óskin sé borin upp til að
geta leikið óklippta útgáfu
af upptökum þar sem nafn
hins aðalborna kemur
fyrir. „Og þess vegna vilj-
um við hafa bara dómara
og kviðdóm í dómsal til að
vernda hlutaðeigandi,”
sagði talsmaður ákæru-
valdsins.
Lögfræðingurinn Mark
Stephens hjá lögfræðifyr-
irtækinu Finers, Stephens,
Innocent sagðist ekki geta
tekið þessi rök gild til að
réttarhöldin yrðu lokuð
almenningi. „Sú hefð að
konungsfjölskyldan sé
ekki yfir lög hafin hefur
fylgt bresku þjóðinni frá
Magna Carta,“ sagði Step-
hens en beiðni ákæru-
valdsins hefur vakið reiði
meðal breskra lögfræð-
inga.
- fgg
Leynimakk yfir krúnukúgara
BÍÐUR RÉTTARHALDA Ian
Strachan, hálf-íslenska partíljón-
ið, hefur setið í varðhaldi frá því
að hann var handtekinn, grunað-
ur um að ætla að kúga fé út úr
meðlim konungsfjölskyldunnar.
Í kvöld ræðst hver vinnur Músíkt-
ilraunir Tónabæjar og bætist við
fríðan flokk sigurvegara. Síðan á
mánudaginn hafa fimmtíu
bönd spilað í Austurbæ og
tíu bestu böndin koma
fram í kvöld. Hinir, End-
less Dark, Furry
Strangers, The
Nellies, Ástark-
ári, Blæti,
Happy Funeral
og Óskar Axel og
Karen Páls tryggðu
sér þátttökurétt á
lokakvöldinu, auk
tveggja hljóm-
sveita sem komust
áfram í gærkvöldi.
„Ég hef séð betri
ár,“ viðurkennir
Arnar Eggert Thor-
oddsen, fulltrúi Rásar
2 í dómnefnd. Hann
hefur fylgst með ótal
Tilraunum. „Samt er
gleðilegt að sjá að fjölbreytnin er
allsráðandi og krakkarnir eru
ófeimnir við að viðra það sem
þeir hafa verið að nostra
við í bílskúrunum. Aðal-
stefnan er rokk í öllum
sínum myndum, en
lang efnilegasta
bandið að mínu
mati er rapp-
hljómsveit.“
Úrslitin fara
fram í Listasafni
Reykjavíkur, Hafn-
arhúsi. Húsið verð-
ur opnað kl. 16 og
miðaverð er 1.000
kr. Rás 2 verður
með beina útsendingu
frá tónleikunum.
Lokaslagur Tilrauna
GLEÐILEGT AÐ SJÁ
FJÖLBREYTNINA Arnar
Eggert er í dómnefnd
fyrir Rás 2.
> VISSIR ÞÚ?
...Fyrsta klónaða spen-
dýrið, kindin Dolly, var
nefnd eftir söngkon-
unni Dolly Parton. Eitt
þekktasta lag hennar,
Jolene, hefur verið flutt
af fjölda tónlistarmanna,
þar á meðal Olivu Newton-
John, hljómsveitinni The
White Stripes og nú síð-
ast Lay Low.
Æskudraumur leikarans Billy
Crystal varð að veruleika þegar
hann fékk að spila með hafna-
boltaliðinu New York Yankies. Í
tilefni af sextugsafmæli sínu fékk
Crystal að slá fyrsta höggið í
sýningarleik liðsins í Flórída
gegn Pittsburh Pirates.
Crystal, sem klæddist skyrtu
númer 60, þurfti að skrifa undir
eins dags samning við Yankies til
að fá að spila leikinn. „Þetta var
nánast óraunverulegt en alveg
frábært. Ég vildi að ég gæti
endurtekið leikinn strax á
morgun,“ sagði Crystal. „Mér
leið eins og hafnaboltaspilara:“
Draumur að
veruleika
CRYSTAL OG ALI Billy Crystal á góðri
stundu með hnefaleikakappanum og
vini sínum Muhammad Ali.