Fréttablaðið - 15.03.2008, Page 93

Fréttablaðið - 15.03.2008, Page 93
LAUGARDAGUR 15. mars 2008 Heiðin er, að mér telst, önnur mynd Einars Þórs Gunnlaugssonar í fullri lengd, hann á að baki Þriðja nafnið sem og einn þátt í kvik- myndinni Villuljósi. Hér leikstýrir hann bæði og skrifar handrit. Myndin gerist í fámennu byggð- arlagi vestur á fjörðum á kosninga- degi. Hér segir frá Emil sem lendir í hrakningum þegar hann þarf að koma kjörkassa norður yfir heiði svo hægt sé að telja atvæðin. Nýkominn heim úr borginni er sonur hans, Albert. Komið hefur upp sundurlyndi milli feðganna og þeir talast vart við en á þessum örlagaríka degi komast þeir ekki hjá því að gera upp sín mál. Leikhópurinn samanstendur af reyndum leikurum og öðrum yngri, sem sumir hverjir eru að stíga sín fyrstu spor á hvíta tjaldinu. Jóhann Sigurðarson leikur Emil, sem er gæðablóð en svo tilfinningalega heftur að það hefur kostað hann tengslin við soninn sem Gísli Pétur Hinriksson leikur. Inn í söguna fléttast hálfbróðirinn Stebbi, leik- inn af Ólafi S. K. Thorvalds. Hugmyndin er prýðileg og býður upp á marga möguleika. Þetta strandar hins vegar allt á handrit- inu sem er allt of lítið unnið og per- sónurnar ómótaðar. Samskipti Emils og Alberts eru lítt áhuga- verð, framvindan er álíka tíðinda- lítil og stirð og samband þeirra feðga og risið að sama skapi lágt og ósannfærandi. Jóhann Sigurðarson er traustur leikari, sem skilar sér vissulega í persónu Emils, en karakterinn skortir þó átakanlega meiri dýpt. Enn einsleitari er hins vegar Albert; lengst af hegðar hann sér eins og einfaldur fantur sem erfitt er að hafa samúð með, en í blálokin er látið í það skína að ekki sé allt eins og sýnist. Gísli Pétur er fyrir- ferðarmikill og hefur sterka nær- veru en fær ekki úr miklu að moða, frekar en aðrir leikarar sem skila sínu þó eftir bestu getu. Það er reyndar alltaf dásamlegt að sjá Jón Sigurbjörnsson fyrir framan myndavél og óvæntur gleðigjafi er Ólafur S. K. Thorvalds í hlutverki galgopans Stebba, sem er í raun eini karakterinn sem eitthvað púður er í. Margt er vissulega vel gert. Útlit myndarinnar er gott og stórkost- legt umhverfi Austur-Barðastrand- arsýslu nýtur sín vel í linsu Sigurð- ar Sverris Pálssonar. Í raun er hér allt saman komið sem góða kvik- mynd þarf að prýða – fyrir utan handrit. Vissulega koma fyrir fal- leg atriði og augnablik, sjálfsagt væri hægt að þjappa atburða- rásinni saman og búa til ágæta stuttmynd. En handritið er of hrátt til að halda uppi kvikmynd í fullri lengd. Segja má að það fari eins fyrir myndinni og aðalpersónunni; hún festist í brekku í upphafi veg- ferðar og kemst hvorki lönd né strönd. Bergsteinn Sigurðsson Auðir seðlar og ógildir KVIKMYNDIR Heiðin Leikstjórn og handrit: Einar Þór Gunnlaugsson. Aðalhlutverk: Jóhann Sigurðarson, Gísli Pétur Hinriksson, Ólafur S. K. Thorvalds, Ísgerður E. Gunnarsdóttir, Gunnar Eyjólfson o.fl. ★★ Niðurstaða: Góð hugmynd fer for- görðum vegna ófullburða handrits og ómótaðra persóna. Við leitum eftir samstarfi við félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir sem ætla að vinna að verkefnum á sviði umhverfis- eða ferðamála í sumar. Við bjóðum fram krafta vinnuhópa ungmenna á aldrinum 16 til 20 ára sem starfa hjá okkur á sumrin. Hóparnir sinna viðhaldi og snyrtingu í nágrenni mannvirkja okkar en um árabil hafa þeir sinnt umhverfismálum og bætt aðstöðu til útivistar og ferðamennsku víða um land. Við viljum eiga samstarf um verkefni sem lúta að ræktun, hreinsun og öðrum umhverfisbótum ásamt t.d. stígagerð og stikun gönguleiða. Við bjóðum fram vinnuframlag unglinganna og flokkstjórn yfir þeim. Við óskum eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni, samkvæmt nánari lýsingu á umsóknareyðublaði sem er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Nánari upplýsingar veita: Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi og Ragnheiður Ólafsdóttir umhverfisstjóri í síma 515 9000 – thorsteinn@lv.is og ragnheidur@lv.is. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 4.apríl með vefumsókn á www.lv.is P IP A R • S ÍA • 8 05 77 Margar hendur vinna létt verk Samstarfsaðilar óskast!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.