Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 4
4 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR Engin sætuefni 25% minni sykur ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 41 26 8 0 3. 2 0 0 8 VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Varsjá Basel Eindhoven Alicante Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 8° 7° 2° 5° 8° 11° 10° 10° 9° 12° 10° 10° 10° 23° 20° 7° 28° 15°Á MORGUN 15-20 m/s við suð- austurströndina, annars 5-13 m/s. SUNNUDAGUR 15-23 m/s við suð- austurströndina, annars 5-13 m/s. 6 10 12 9 5 6 8 11 6 14 9 1 0 -1 -3 -3 -3 2 1 2 -5 -2 0 -2 -3-3 0 2 1 -3-3 HELGIN Helgarspáin er heldur svöl. Hann mun blása stífum vindi af norðaustri og við suðaustur- og austurströndina verður enn hvass- ara, jafnvel svo að hann slái í storm á sunnudeginum þar um slóðir. Stöku él verða norðan til og austan á laugardag en snjókoma á sunnudag. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur DÓMSMÁL Máli höfundarréttar- samtaka gegn Istorrent var vísað frá í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Í niðurstöðu dómsins segir að málið teljist vanreifað vegna þess að hvorugur lögmaður tók afstöðu til laga um rafræna þjónustu, sem dómurinn taldi að kynni að hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Úrskurðinum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Málið hófst þegar lögbann var sett á skráaskiptasíðuna torrent.is hinn 19. nóvember á síðasta ári. Ellefu dögum síðar var kæra Sam- taka myndrétthafa á Íslandi (Smáís), auk fleiri samtaka höf- undarrétthafa, tekin fyrir í hér- aðsdómi. Vefinn notuðu yfir tuttugu þúsund manns þegar mest var til að skiptast á kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tölvuleikjum og öðrum gögnum. Lögin sem dómurinn vísaði til í úrskurði sínum segja meðal ann- ars að þjónustuveitandi sem miðli gögnum um fjarskiptanet beri ekki ábyrgð vegna miðlunar gagn- anna, svo lengi sem hann eigi ekki frumkvæðið að miðluninni, velji ekki viðtakanda gagnanna og velji ekki gögnin sem er miðlað. Þessi lög bar ekki á góma í málinu, nema stuttlega við málflutning, og því taldist málið svo vanreifað að ekki væri annað hægt en að vísa því frá dómi. „Þetta er mjög sérstök niðurstaða,“ segir Hróbjartur Jónatans son, lögmaður Smáís. „Þarna er dómurinn að finna að því að hvorki stefnendur né stefndi hafi tekið afstöðu til þess- ara laga. Í stað þess að líta bara framhjá þeim og leggja dóm á málið eins og það er lagt fyrir þá segist hann ekki geta geta gert það því það sé óskýrt hvernig lögin komi inn í sakarefnið.“ Hróbjartur segir úrskurði Hér- aðsdóms munu verða áfrýjað til Hæstaréttar. Þar til endanlegur úrskurður fellur í málinu er lög- bannið á torrent.is enn í gildi. - sþs Héraðsdómur Reykjaness úrskurðar í máli Smáís gegn Istorrent ehf.: Vísað frá vegna vanreifunar SKRÁASKIPTI Yfir tuttugu þúsund manns notuðu vefinn torrent.is til að skiptast á gögnum áður en lögbann var sett á hann. Forseti Alþingis á ekki að sætta sig við þá niðurlægingu sem felst í orðum Árna Mathiesen í garð umboðsmanns Alþingis, að mati Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins. „Þetta eru tvö mikilvægustu embættin; ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis. Þau verða að vera hafin yfir allar deilur. Að fullyrða að umboðsmaðurinn hafi pólitíska afstöðu í málinu eru ekki vinnubrögð sem sæma ráðherra,“ segir hann og minnir á að umboðsmaður hafi verið kjörinn af Alþingi með öllum greidd- um atkvæðum. - kóþ Guðni Ágústsson: Forseti Alþingis bregðist við Alþingi er nýbúið að lýsa yfir trausti við umboðsmann Alþingis og gerði það með því að kjósa hann í vetur, segir Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokksins. „Meiri stuðningsyfirlýsingu er ekki hægt að fá,“ segir hann. „Kjarni málsins er að ráðherra lýsir með þessum orðum sínum yfir vantrausti á embættismann fyrir fram. Það er ekki góðs viti.“ Kristinn telur ráðherra hafa „sett verulega ofan við þetta og held að hann ætti að fara að hugsa sinn gang í ljósi þessara mála sinna“. - kóþ Kristinn H. Gunnarsson: Alþingi hefur lýst yfir trausti „Ég minnist þess ekki að ráðamenn hafi sýnt embætti umboðsmanns Alþingis jafn mikinn hroka,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Hann hafi vart trúað því sem hann sá þegar hann las tilsvörin. Steingrímur minnir á að umboðs- maðurinn sé í raun umboðsmaður almennings gagnvart valdhöfum. „Og þeir sem þiggja valdið frá almenningi eiga að minnast þess í samskiptum við umboðsmann. Það er því ansi ónotalegt að sjá þennan tón,“ segir hann. - kóþ Steingrímur J. Sigfússon: Hroki hjá ráðherra STJÓRNSÝSLA „Ef umboðsmaðurinn er ekki traustsins verður, þá hefur Alþingi fatast í að velja hann. Með orðum ráðherrans er verið að grafa undan þessari stofnun [umboðs- manns] sem á að tryggja mér og þér viðunandi stjórnsýslu, ekki satt? Og því er þetta árás á kerfið sem við höfum,“ segir Sigurður Líndal lagaprófessor um orð Árna M. Mathiesen, setts dómsmálaráð- herra, í svari hans til umboðs- manns Alþingis. Árni liggur einnig undir miklu ámæli frá stjórnarandstöðunni fyrir svar sitt, en hann hefur haldið því fram að afstaða umboðsmanns til skipunar sinn- ar á Þorsteini Davíðssyni, sonar fyrrver- andi formanns Sjálfstæðis- flokksins, sem héraðsdómara, kunni að vera mótuð fyrir fram. Einnig að svör ráðherra við spurningum umboðs- manns kunni að hafa takmarkaða þýðingu. Sigurður Líndal bendir á að Árni sé með þessu að saka umboðsmann um að brjóta stjórnsýslulög; ann- ars vegar með því að taka ákvörð- un fyrir fram og hins vegar með því að rækja ekki rannsóknar- skyldu sína. Lúðvík Bergvinsson, þingflokks- formaður Samfylkingar, segist þó ekki trúa því að Árni hafi vísvit- andi viljað draga úr trúverðugleika embættis umboðsmanns. Hann verði þó að bera ábyrgð á eigin málflutningi og skýra út hvað hann eigi við. „Hann er eflaust maður til þess,“ segir Lúðvík. Spurður hvort hann taki undir með ungum jafnaðarmönnum, sem hvetja Árna til að biðjast afsökun- ar á orðum sínum og gefa fullnægj- andi skýringar á skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdóm- ara, segir Lúðvík að það sé í eðli ungliðahreyfinga að vera samviska síns flokks. „Og mér sýnist þau standa sig vel í því,“ segir hann. Sigðurður Líndal tekur dýpra í árinni og telur fulla ástæðu fyrir forseta Alþingis að bregðast við framgöngu ráðherrans. „Alþingi hlýtur að verja starfs- mann sinn. Svona glósur eru í reynd óþolandi, ekki fyrir umboðs- mann persónulega heldur fyrir stjórnkerfið í landinu. Árni er að ráðast á þessa stofnun. En hann hefur engin rök,“ segir Sigurður. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson forseta Alþingis í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fyrsti varafor- seti Alþingis, Ásta R. Jóhannes- dóttir úr Samfylkingu, sagði aftur á móti að umboðsmaður Alþingis nyti fulls trausts. „Fullkomlega,“ segir hún. Ásta vill samt ekki svara því að svo stöddu hvort henni þyki óvenju- legt að ráðherra lýsi yfir vantrausti á embættismann með þessum hætti. Hún vísar á sjálfan forseta Alþingis, spurð hvort embættið hyggist bregðast við þessu. Forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málið og ekki heldur Árni Mathiesen. klemens@frettabladid.is Orð ráðherra sögð árás á stjórnkerfið í heild sinni Vantraust á umboðsmann Alþingis er árás á stjórnkerfið, að mati Sigurðar Líndal lagaprófessors. Þing- flokksformaður Samfylkingar trúir því ekki að Árni hafi viljað draga úr trúverðugleika umboðsmanns. SIGURÐUR LÍNDAL ÁRNI M. MATHIESEN Settur dómsmálaráðherra hefur fengið harða gagnrýni eftir svarbréf sitt til umboðsmanns Alþingis. Árni Mathiesen nefndi stöðu varamanns í nefnd, sem aldrei hefur starfað, sem rök fyrir skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Árni, settur dómsmálaráðherra í fjarveru Björns Bjarnasonar, tók þetta sem dæmi í upprunalegum rökstuðningi sínum fyrir embættis- veitingu sinni; að Þorsteinn hefði „gegnt veigamiklum nefndarstöfum á vegum hins opinbera“ og til dæmis verið kjörinn varamaður í yfirkjör- stjórn Reykjavíkurkjördæmis norður í júní 2007. Umboðsmaður Alþingis spurði Árna hvort hann hefði gengið úr skugga um að Þorsteinn hefði í raun gegnt þessu starfi. Árni svaraði því til að rökstuðningur sinn hefði ekki snúist um störf Þor- steins í nefndinni, heldur að Alþingi hefði sýnt honum þann trúnað og traust að kjósa hann til starfsins. „Af augljósum ástæðum hefur enn ekki reynt á starfa Þorsteins í þessari nefnd enda hefur ekki verið kosið til Alþingis síðan hann var skipaður í hana,“ segir Árni við umboðsmann- inn. - kóþ Rök fyrir skipan Þorsteins Davíðssonar sem dómara: Í nefnd sem hefur ekki starfað GENGIÐ 27.03.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 151,2994 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,33 74,69 149,93 150,65 117,42 118,08 15,741 15,833 14,653 14,739 12,485 12,559 0,7465 0,7509 122,35 123,07 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.