Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 74
42 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Óskar Jónasson undirbýr nú tökur á Svörtum englum, spennuþáttum eftir sögum Ævars Arnar Jósepssonar. Þau Sigurður Skúlason, Sólveig Arnarsdóttir, Steinn Ármann Magnússon og Davíð Guðbrands- son munu leika aðalhlutverkin í spennuþáttaröðinni Svörtum engl- um sem byggð er á bókum Ævars Arnar Jósepssonar. Þetta staðfesti leikstjórinn Óskar Jónasson. Ráðgert er að hefja tökur á þátt- unun um miðjan næsta mánuð en þeir verða á dagskrá RÚV í haust. Þau Sigurjón Kjartansson og Mar- grét Örnólfsdóttir skrifa handrit- ið að þáttunum en bækurnar segja frá hópi rannsóknarlögreglu- manna sem reyna að leysa glæpi í höfuðborg Reykjavíkur. Sigurður verður Stefán, Sólveig leikur Katrínu og þeir Steinn Ármann og Davíð verða í hlut- verkum Guðna og Árna, persónur sem aðdáendur Ævars ættu að þekkja vel úr bókum hans. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni auglýstu framleiðendur þáttanna eftir litháískum leikur- um. Þetta kom mörgum spánskt fyrir sjónir og rithöfundurinn Ævar Örn sagði meðal annars í samtali við Fréttablaðið að hann hefði fett fingur út í þennan snún- ing handritshöfundanna. Enda væru engir Litháar í bókunum hans. Óskar stendur hins vegar fasti við sitt og segir að leitin standi enn yfir. „Ég held að það sé ekkert vandamál að finna Litháa hér á landi. Aðalmálið er að finna Lit- háa á Íslandi sem geta leikið,“ segir Óskar en hann eyddi gær- deginum í faðmi rannsóknarlög- reglunnar og fékk að skyggnast aðeins inn í heim sem er flestum hulinn. Óskar fékk meðal annars að vera fluga á vegg í undir búningi að yfirheyrslu yfir Pólverja sem var í haldi lögregl- unnar. Og gafst tækifæri til að ræða aðeins við lögreglumennina um starfið og hvaða atriði þyrftu að vera á hreinu í þeirra augum. „Aðalatriði er kannski ekki að gera þetta sem raunverulegast heldur að þetta verði trúverðugt í augum áhorfendans,“ útskýrir Óskar, sem er nýkominn heim frá Rotterdam en þar fóru fram tökur á kvikmynd hans, Reykjavík-Rot- terdam. „Þetta var algjört brjálæði og þarna er ákveðinn hápunktur í myndinni,“ segir Óskar. freyrgigja@frettabladid.is > ENGIN BÖRN ENN Söngkonan Fergie hefur vísað á bug þrálátum orðrómi um að hún sé ólétt, og segist vilja gifta sig áður en hún eign- ast börn. Hún er trúlofuð leik- aranum Josh Duhamel. „Allt sem ég veit er að ég vil vera gift áður en ég verð ólétt. Maður er bara trúlofaður í stutta stund og ég vil njóta þess tíma,“ segir hún. Í dag eru þrjátíu ár liðin síðan söngvarinn Vilhjálmur Vilhjálms- son lést á sviplegan hátt, aðeins 33 ára að aldri. Af því tilefni ætlar Rás 2 að heiðra minningu hans með því að leika lög með honum frá morgni til kvölds. Einnig verða spilaðir bútar úr hinum og þessum þáttum úr Ríkisútvarpinu þar sem Vilhjálmur kom við sögu auk þess sem vinir hans og aðdáendur láta í sér heyra. Jafnframt verða tvennir tónleikar haldnir til heiðurs minningar Vilhjáms í Salnum í kvöld og annað kvöld. Fram koma Stefán Hilmarsson, Pálmi Gunn- arsson, Friðrik Ómar og Guðrún Gunnarsdóttir. Einnig mun Ásgeir Tómasson útvarpsmaður flytja minningarorð í byrjun tónleikanna. Vilhjálms minnst í dag VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON Vilhjálmur Vilhjálmsson lést á sviplegan hátt fyrir nákvæmlega þrjátíu árum. Flugeldar fyrir eina og hálfa milljón SÆT Í SVÖRTU Eurobandið fer til Serbíu 12. maí. Britney Spears hefur verið boðið aðalhlut- verkið í leikritinu A Streetcar Named Desire, eða Sporvagninum Girnd, eftir Tennessee Williams, á West End í London. Hún færi þar með hlutverk Blanche DuBois, fegurðardísar frá Suðurríkjunum sem má muna sinn fífil fegri. Það ku hafa verið frammistaða söngkonunnar í þættinum How I Met Your Mother, sem hún tók nýlega að sér gestahlutverk í, sem sannfærði aðstandendur sýningarinnar um að hún myndi valda hlutverkinu. „Britney hefur verið á lista fyrir þetta hlutverk í þó nokkurn tíma, en fólk taldi of áhættusamt að ráða hana þar til fyrir skömmu. Frammistaða hennar í How I Met Your Mother breytti því öllu saman. Hún kom vel fyrir, hafði góðar tímasetningar og flottan stíl,“ segir heimildarmaður breska blaðsins Daily Star. „Hún er kannski fullung fyrir hlut- verkið, en hún er samt fullkomin til að túlka sorglegan karakter Blanche, sem notar áfengi til að deyfa sársauka,“ segir hann. Ef Britney tekur verkefnið að sér mun hún feta í fótspor leikkonunnar Vivien Leigh, sem vann Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt sem Blanche DuBois í kvikmynd gerðri eftir leikritinu árið 1951. Britney á svið á West End? BRITNEY SEM BLANCHE? Britney Spears hefur verið boðið aðalhlutverkið í leik- riti Tennessee Williams, Sporvagninum Girnd, á West End í London. 58 DAGAR TIL STEFNU Eurovision-fararnir íslensku hittu Jónatan Garðarsson í gær og fóru yfir stöðuna. Jónatan, sem er innsti koppur í búri íslensku Eurovision-faranna, var nýkominn frá Belgrad og með allt á hreinu. Það styttist óðum í stóru stundina, seinni undanriðillinn fer fram 22. maí. Íslenska liðið fer til Serbíu 12. maí og verður komið á hótel um miðnættið. Þá verður farið beint í háttinn því fyrsta æfing er bókuð klukkan níu morguninn eftir í hinni 23.000 sæta tónleikahöll. Ólíkt mörgum öðrum þjóðum er ekki til fjármagn til að senda Eurobandið á blússandi kynningartúr um Evrópu. Í staðinn verður reynt að notfæra sér það að Eurobandið fer fyrst á svið, reynt verður að gera eitthvað eftirminnilegt svo önnur lög falli hreinlega í skuggann. Komið hefur til tals að vera með flugelda og sprengjur og mun slíkt fínerí kosta um eina og hálfa milljón. Ekki er ljóst hvort slíkar upphæðir finnast í fjárlögum Rúv og kannski verður því leitað til styrktaraðila utanhúss. Kynningardeild Rúv hefur þó tekið við sér og ný heimasíða fyrir keppendurna á íslensku og ensku hefur litið dagsins ljós. Þar má meðal annars finna þrjár útgáfur af This Is My Life (aðalútgáfuna, ósungna útgáfu og sérstaka karókíútgáfu) og glænýjar kynningarljósmyndir sem Vatikanið hafði veg og vanda að. Þar eru Friðrik og Regína í svörum göllum, álíkum þeim sem notaðir verða í keppninni. Ekki náðist að gera kynningarmyndband fyrir lokafrestinn svo upptaka af flutningi lagsins á sigurkvöldinu var send utan til kynningar. Ekki er þó loku fyrir það skotið að gert verði sérstakt myndband. Íslenski hópurinn leggur nú drög að kynningarmálum í Belgrad og er ljóst að textahöf- undurinn Páll Óskar verður sterkt leynivopn. Gæti jafnvel slegið upp Eurovision-balli. FLUGA Á VEGG Óskar Jónasson fékk í gær að skyggnast inn í þann hluta rannsóknar- lögreglunnar sem er flestum hulinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leitar að Litháum sem geta leikið SVÖRTU ENGLARNIR Sigurður Skúlason, Sól- veig Arnarsdóttir, Steinn Ármann og Davíð Guðbrandsson leika aðalhlutverkin í spennuþátta- röðinni Svartir englar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.