Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 12
12 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR VERÐLAUNAKÓR Nelson Mandela, fyrr- verandi forseti Suður-Afríku, samfagn- ar Gospelkór Soweto í tilefni af öðrum Grammy-verðlaunum kórsins í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁSTRALÍA, AP Kevin Rudd, forsætis- ráðherra Ástralíu, hélt í gær í fyrstu heimsókn sína til Banda- ríkjanna og fleiri landa, fjórum mánuðum eftir að hann tók við völdum af hinum þaulsætna John Howard. Í farteskinu hefur Rudd áform um að láta meira að Ástralíu kveða á alþjóðavettvangi, og miklar áherslubreytingar í utanríkis- stefnunni. Hann mun til að mynda staðfesta það við George W. Bush Bandaríkjaforseta að áströlsku hermennirnir 550, sem enn eru á vettvangi í Írak, verði kallaðir heim. Rudd mun því næst eiga við- ræður við Ban Ki-Moon, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, áður en hann mætir sem áheyrnarfulltrúi á leiðtogafund NATO í Búkarest í Rúmeníu. Á þeim fundi mun hann ítreka kröfu Ástrala um aukna aðkomu að stefnumótun fyrir fjölþjóðlega gæsluliðið í Afganistan og hvetja hina evrópsku bandamenn til að fjölga hermönnum í liðinu. Meðal annarra viðkomustaða í 17 daga langri ferð Rudds eru Lundúnir, Brussel og Peking. - aa Nýr forsætisráðherra Ástralíu breytir áherslum í utanríkisstefnu landsins: Minni fylgispekt við Bandaríkin KEVIN RUDD Í 17 daga ferð umhverfis hnöttinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Bæjarstjórnir Hvera- gerðisbæjar og Árborgar hafa komið sér saman um að sækja sam- eiginlega um einkaleyfi á milli Árborgar, Hveragerðis og Reykja- víkur með það fyrir augum að hefja strætisvagnaferðir. Þingvallaleið er nú sérleyfishafi á þessari leið en leyfið rennur út um næstu áramót. „Það hafa átt sér stað þreifingar við Strætó og þar hefur þessu verið tekið af jákvæðni svo nú erum við að reikna dæmið og sjá hver kostnaðurinn verður,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar- stjóri Hveragerðisbæjar. Nú eru farnar sex ferðir til Hveragerðis frá Reykjavík og kostar farið þúsund krónur. Aldís segir að miðað við hugmyndir þeirra yrðu farnar átta til níu ferð- ir á dag og fargjaldið yrði mun ódýrara. „Þetta hefur verið bar- áttumál hjá okkur lengi enda er það krafa íbúanna að samgöngur séu góðar hér á milli,“ segir hún. Íbúum hefur fjölgað um nær fimm hundr- uð frá aldamótum og segir Aldís að verulegur fjöldi þeirra sé fólk af höfuðborgarsvæðinu sem kjósi að búa í litlu sveitarfélagi en í nágrenni við borgina. „Við segjum það oft að hér höfum við alla kosti borgarinnar en erum laus við ókosti hennar. Hér geta krakkarnir gengið sjálfir úr og í skóla en að sama skapi eru kostir borgarinnar innan seilingar.“ - jse Bæjarstjórnir Hveragerðisbæjar og Árborgar sækja um sérleyfi: Strætisvagnaferðir austur fyrir fjall ALDÍS HAF- STEINSDÓTTIR Í VAGNINN Ef áætlanir sveitarfélaganna ganga eftir verður hægt að taka strætisvagn frá Reykjavík og austur fyrir fjall á næsta ári. BORGARMÁL Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að kaupa húsið að Kleifarseli 18 í Breið- holti. Húsið á meðal annars að nota undir frístundaheimili og starfsemi heilsdagsskóla fyrir fötluð börn. Í tilkynningu frá borgaryfir- völdum segir að í húsinu hafi verið íbúðar- og verslunarhús- næði og áform hafi verið uppi um að breyta því alfarið í íbúðarhús- næði. Íbúar mótmæltu því. „Með því að nýta húsið í þágu skólastarfs vill borgin koma til móts við íbúana og efla þjónustu við börn og foreldra í hverfinu,“ segir í tilkynningu. - kh Borgin kaupir Kleifarsel 18: Kaupir hús undir skólastarf NOREGUR, AP Tveir stærðfræðing- ar, John Griggs Thompson frá Bandaríkjunum og Jacques Tits frá Belgíu, fengu í gær hin virtu Abel-verðlaun fyrir framlag sitt til grúpufræði, sem er undir- grein algebru. Thompson er 75 ára og kennir við Háskólann í Flórída en Tits er 77 ára og er prófessor á eftirlaunum við College de France í París. Abel-verðlaunin eru veitt af norsku ríkisstjórninni og nefnd í höfuðið á norska stærðfræðingn- um Niels Henrik Abel. Þau voru fyrst veitt árið 2003. - gb Norsku Abel-verðlaunin: Stærðfræðingar verðlaunaðir JACQUES TITS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.